Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 10
4 VALGERÐUR N. Kv. mannlega og bauð þeim góðan daginn, án þess að líta til þeirra. En stúlkan sneri sér að þeim og sagði vingjarnlega: „Sælar verið þið, stúlkur mínar,“ og tóku konurnar því glaðlega. Og Guðlaug sagði, um leið og þau héldu áfram: „Og blessuð stúlkan, sú var nti svolítið al- mennileg, rétt eins og annað fólk.“ Þegar Jenssen og gesturinn komu heim að húsi kaupmannsins, kom Skúli eins og af tilviljun ofan tröppurnar. Samt hafði hann nti verið búinn að standa góða stund við gluggann í forstofunni og horfa eftir þeirn, því að honum lék talsverð forvitni á að sjá þessa stúlku. Faðir hans hafði tekið hann tali kvöldið áður og brýnt það rækilega fyrir honum að fara nú að hugsa um framtíð sína, en lifa ekki alltaf eins og hugsunarlaus krakki. Og er að því kæmi, að hann kysi sér konu, von- aði liann, að það yrði engin fiskistelpan hérna, bláfátæk og menningarsnauð. Þá hafði Jenssen líka sagt Skúla frá hjúkr- unarkonunni, sem væntanleg væri: Hún lxefði gert fyrirspurn til hreppsnefndarinn- ar, hvort sín væri hér nokkur þörf. „En ég kom því í gegn, að hún varð ráðin hingað. Hún kvað vei'a loðin um lófana og verður sennilega hérna í húsinu, og svo er ekki meira um það að segja, Skúli minn,“ lauk Jenssen ræðu sinni og leit íbygginn til son- ar síns. Skúli var meðalmaður á hæð og vel linrað- ur. Hann var bjartur í andliti, Ijóshærður og bláeygður, en venjulega frernur daufur til augnanna og syfjulegur, nema Jregar vín eða ástríður hvesstu þau og skerptu um liríð. Sumum ungu stúlkunum í þorpinu fannst liann „voðalega sætur“, en öðrum fannst hann standa að baki flestra annarra ungra pilta og skeyttu engu flírulátum hans, en Jreirn beitti hann óspart á samkomum unga fólksins. Hann gekk hægt ofan tröppumar og bauð „góðan dag“. Valgei'ður tók kveðju hans kurteislega og hneigði sig. „Þetta er Skúli sonur minn,“ sagði Jens-. sen lxi osandi og leit á þau. Hún rétti lxonuin höndina og nefndi nafn sitt. Hann greip Iiönd hennar: „Velkomin, fröken. Gleður mig að sjá yður.“ Handtak hans var Jrýtt og höndin rnjúk, en einkennileg þrýsting kom \?algerði til.-að kippa að sér hendinni. Augu þeirra mættust sem allra snöggvast. Augnaráð hennar var kalt og kærulaust. Sktili leit niður fyrir sig. Hann hafði von- ast eftir bjarma í augum liennar, og örlítill feimnisroði hefði farið þessum fölvu, ávölu kinnum vel. En liann varð þó að viður- kenna, að aldrei hefði liann séð fríðari konu. Jenssen gaf jiciin nánar gætur. Það var auðséð, að Skúla gazt vel að henni þegar við fyrstu sýn. Þegar þau voru komin inn í dagstofuna, vék Jenssen sér að Valgerði og sagði bros- andi: „Má bjóða frökeninni vín og kökur?“ „Þakka yður fyrir, en ég neytialdrei víns,“ Jenssen hrukkaði ofurlítið ennið og mælti: „Ég liafði liugsað mér yður sem skemmti- félaga okkar liérna í fásinninu, og alltaf er ]ró glaðást að rabba saman yfir glösunum.“ „Það getur maður nú alveg eins yfir kaffi- bollunum," svaraði Valgerður glaðlega. „Já, mikil ósköp, og Jrér megið alls ekki Iialda, að ég sé neinn drykkjumaður. Fullur hef ég aldrei verið. Það liata ég.“ Síðan spjölluðu jiau lauslega um daginn og veginn, unz stúlka kom inn með kaffi. Það var snotur stúlka, glaðleg og upplits- djörf. Valgerði duldist ekki, að stúlkan virti liana fyrir sér forvitnislega. En hún veitd því líka eftirtekt, að hún léitaldrei til Skúla, og var hún Jió alltaf inni, meðan jiau drukku kaffið. Skúli var afar fálátur við borðið oi> tók- o

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.