Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 9
N. Kv. VAI.GERÐUR 3 ,,Þá er líklega einhver ógifta stúlkan van- fær, og þú heldur, að svo komi trúlofun á eftir?“ „Nei, Sólveig mín. Þetta er alveg sérstakt og eitt í sinni röð.“ „Þá gefst ég upp að geta,“ sagði Sólveig og þvaétti plöggin milli handa sér, — „nema ef einhver ungi pilturinn hefur beðið þig að verðá 1 ífsförunau tur sinn. “ Guðlaug gamla hló, svo að hún hristist öll. „Já, sá skyldi þó hafa haft af konuríkinu að segja, pilturinn sá!“ En svo varð hún al- varleg. „Ég skal nú segja þér tíðindin: Valgerður kemur með skipinu á morgun.1' „Hvaða Valgerður?“ Sólveig liætti að þvætta og leit undrandi á Guðlaugu. „Það er von þú spyrjir. En svona orðaði Jensi gamli það, þó ég teygði nú dálítið meira upp úr honum. Þetta er reyndar út- lærð hjúkrunarkona frá Danmörku, fyrir- taks fríð og sjálfsagt rík. Heldurðu ékki, að Jensi sé að búa eitthvað í liaginn fyrir Gúla- Kúla sinn?“ Guðlaug hnippti í Sólveigu með olnboganum. „Mér finnst það vel til fundið að fá liing- að hjúkrunarkonu, þegar enginn læknir er í þorpinu.“ „O, séi-sei, góða mín! Allt hefur nú kom- ist af hingað til. Og ég er hrædd um, að fækki aurarnir hjá einhverjum, eigi að fara að borga hjúkrunarkonu í hvert sinn, og maður fær sting í magann eða ríg í axlirnar. Néi, það er ekki eintómur náunganskær- leiki, sem þarna er tindirrótin, því máttu trúa. Annað hvort er þetta gróðabragð hjá Jensa, eða hann er að smíða sér konuefni handa sonar-ómyndinni sinni. En vertu nú blessuð og sæl, Sólveig mín. Ég þarf að finna fleiri.“ Og Guðlaug þreif þorskhausakipp- uná, sem lnin hafði lagt niður, og hraðaði sér af stað. Menn þeir, sem Guðlaug liafði talað um, voru þeir leðgarnir, Jenssen kaupmaður og Skúli sonur hans. Pétur Jensson hét kaup- maðurinn, og var verzlun hans sú eina í þorpinu, sem nokkuð kvað að. Fyrir nokkr- um árum hafði Pétur orðið hreppstjóri sveitarinnar og þorpsins, sameiginlega, og þótti liann síðan finna talsvert til sín. Þegar hann varð kaupmaður, skrifaði hann sig Jenssen, og var illa við að vera nefndur annað. Skúli sonur hans var um tvítugs-aldur, gerfilegu-f piltur í sjón, en rnesti ónytjung- tingur. Faðir hans taldi samt, að hann myndi bæta ráð sitt með aldrinum, svo að hann gæti tekið við verzluninni og eignum sínum, sem liann var einkaerfingi að. Hafði Skúli verið einn vetur í verzlunarskóla, og var um það sagt í skopi, að þar hefði hann tekið svo mikluin og góðum framförum, að nú væri hann alveg viss með að leggja rétt saman upp að hundraði. Jenssen kaupmaður var ekkjumaður og bjó með ráðskonu. Guðlaug gamla kom víða við um kvöldið og naut ósvikið þeirrar óblöndnu gleði, að fæstir liöfðu áður heyrt getið um komu hj úkrunarkonunnar. Þegar skipið lagðist að bryggju rnorgun- inn eftir, voru margar konur kornnar til fiskbreiðslu og þvottar við verzlunarhús Jenssens, og varð mörgum litið upp frá vinnu sinni, er Jenssen kaupmaður kom upp bryggjuna með háwaxna stúlku dökk- klædda við hlið sér. „Því er nú ekki Skúli með þeim?“ sagði einhver kvennanna, sem eftir sögusögn Guðlaugar taldi víst, að þarna væri konu- efni hans á ferðinni. „Heldurðu kannske, að liann sé skriðinn úr bólinu!“ sagði Guðlaug svo hátt, að vel hefði mátt heyrast langar leiðir. Sólveig stóð hjá henni við fiskþvottinn og gaf lrenni oln- bogaskot um leið og lnin hvíslaði að henni, að nú væru þau að koma. Jenssen lyfti hattinum hægt og tigin- l*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.