Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 12
6 VALGERÐUR N. Kv. „Það kemur nú ætíð til álita, livort það er rétt að knýja gjöld ai: þeim fátækustu. En um það tölum við seinna. Ég held skýrslu yfir sjúklinga mína og skila svo hrepps- nefndinni henni eftir árið.“ „Já, það er ágætt. En svo er það með veru- stað yðar. Ef þér æskið ekki eftir nema einu herbergi til afnota, þá hef ég snotra stofu hérna uppi á loftinu, sem ég get lánað yður. Og svo gætuð þér einnig haft fæði hjá okkur og verið borðfélagi okkar sonar míns. Þá þurfið þér ekki að malla með neitt sjálfar." „Ég þakka yður fyrir góðvild yðar og hug- ulsemi, en lilýt samt að hafna þessu góða boði yðar,“ sagði Valgerður stillilega. „Ég býst sem sé við að verða á ferð til sjúklinga minna, jafnt á nóttu sem degi, og geri því ónæði í hverju því húsi, er ég hef ekki sérskilinn aðgang að, óháð öðrum íbúum þess. Og hvað matreiðslu viðkemur, vil ég helzt matreiða sjálf handa mér. En ekki kæri ég mig um nema eitt herbergi, því að ég hef litla búslóð." Jenssen kaupmaður varð allsvipþungur við jressi ummæli Valgerðar. „Eg bjóst ekki við, að þér nninduð Jiafna þessu boði mínu, en auðvitað er laust her- bergi nreð sérinngangi í húsi einu hér í miðj- um bænum. Og Jrar Jmrfið Jrér ekki að gera öðrum neitt ónæði. En auðvitað myndurn við hér aldrei hafa talið Jretta eftir yður.“ „Það veit ég vel, að þér mynduð aldrei hafa gert,“ sagði Valgerður glaðlega. „En mætti ég fá að líta á Jretta herbergi, helzt nú þegar?“ „Það er svo sem sjálfsagt,” rnælti Jenssen kaupmaður. „Gerið Jrér svo vel að koma með mér.“ — Gengu þau síðan út saman. Það var sjaldgæf sjón og óvenjuleg að sjá Jenssen kaupmann á gangi nreð kvenmanni á götum úti. Börnin hættu leik sínum í svip og gláptu á þau. Valgerður kinkaði glaðlega kohi til þeima, eða bauð þeim góðan dag- inn, en Jenssen leit hvorki til hægri né vinstri. í miðju þorpinu, en þ(3 ofurlítið utan veg- ar, stóð hús, sem einhvern tíma hafði verið grænmálað, með hvítum gluggakörmum, en var nú orðið allsnjáð, en þó ekki hrörlegt. Kaupmaður bað Valgerði að bíða sín og gekk hiklaust inn í húsið. Heyrir hún hann spyrja, livort Sigvarður sé heima, en heyrði ekki hverju svarað var, því að í sama bili ruddust út í dyrnar fjögur börn á aldrinum 4 til 8 ára. Þau voru öll brosleit og Jrokka- lega til fara, en námu nú staðar, hissa og feimnisleg og störðu á ókunnu stúlkuna. Hún heilsaði Jreim með handabandi og spurði, hvort þau væru systkin, og játti elzta barnið því í hálfum hljóðum. Nú kom kaupmaður fram í dyrnar og vék börnunum frá sér. „Hérna,“ sagði hann og gekk dálítinn spöl meðfram húshliðinni að hurð, sem hafði verið hvít eins og glugga- karmarnir. Hann opnaði hurðina, og þau gengu um lítið anddyri og inn í bjart og rúmgott herbergi. Það var órnálað, en hrein- þvegið, með tveimnr gluggum, er sneru að sjónum. Valgerður kvaðst vera ánægð með íbúðina og litist sér vel á herbergið. „Hér bjó áður úrsmiður, sem er nýfluttur burt úr jDorpinu sökum atvinnuleysis,“ sagði kaupmaður, „og kom mér nú reyndar vel að fá leigjanda í húsið.“ „Eigið þér húsið?“ spurði Valgerður. „Já, það er að segja, verzlunin á Jrað. „Jæja. Ég tek þá íbúðina og bið yður að lána mér tvo verkamenn dálítinn tíma í dag, og helzt ofurlítið laghenta." „Já, Jiað er sjálfsagt. En nú borðunr við fyrst miðdegisverð heima hjá mér,“ mælti kaupmaður. Valgerður var að lrátta fyrsta kvöldið í Skagaþorpi. Hún liafði lrengt rauðbleik tjöld fyrir gluggana, og drógu Jrau aðeins lít- ið eitt úr birtunni. Hún teygði úr sér í rúmi sínu og fannst afar notalegt að hvíla nú aftur í sínu eigin rúmi eftir sjóferðina. Hún

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.