Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 17
N. Kv. BJARNI GÍSLASON 11 ÞA mír n;iðu þessi tröll, þankinn er í vafa, hvort muni nokkur menjaþöll meira grátið hafa. Oft er döpur auðargná uppi í snjóafjöllum, liér eg alltaf hírast má í húsntennsku hjá tröllum. Þegar sé eg mennskan mann, ; mér Jjað gleði veitir, tállaus ást þá tcndrast vann, sem tíminn aldrei breytir. Gumafund nú gæfan lér, glæðist kellu tiagur. Sannkallaður sýnist mér sé Jiað jóladagur. Sem að be/.t mér lögðu lið, lausri liringatróðu, ])ökk og heiður hafið J)ið, Húnvetningar góðu. Hinar eiginlegu beinakerlingarvísur hóf- ust síðan á vísu um gangnaforingjann, en hann var þá og lengi síðan Sveinn bóndi Kristófersson í Enni í Refsborgarsveit.1) Þess má geta, að gangnakofi Enghlíðinga, sem þeir gistu í, stóð á bökkum Skála- hnjúksár, út og yfir frá Skálárhnjúksbæn- um. Þó mun það hafa komið fyrir, að gangnamenn gistu í Skálahnjúk, einkum ef illviðri voru, um það vitnar hin alkunna gangnavísa Baldvins skálds Jónssonar: Hríðin æðir hörð ómjúk, liauðrið klæðist fönnum. Ekki hræðist öld ósjúk, allir snæða í Skálárhnjúk. Þessum fátæklega samtíning um Bjarna 1) Sveinn Kristófersson drukknaði í Blöndu 1911, rétt fyrir ofan Blönduós. Var að vitja um net. frá Kálfárdal skal lokið með þessari vísu. er hann gerði á yngri árum: Tóman veit eg vasa minn, vöntun þreytir muna. Eg er að leita, en ekkert finn utan breytinguna. (Eftir gamalli kornpu minni. — G. Fr.) Leiðréttingar. N. Kv. hafa borizt nokkrar leiðréttingar við þátt- inn um L.ilju Gottskálksdóttur og Jón bróður hennar, sent birtist í síðasta hefti ritsins, frá Sigur- jóni Jónssyni á Skefilsstöðuni. Þessar eru helztar: í þættinum er Jón Gottskálksson talinn hafa ver- ið ,,búlaus alla ævi“. Þetta telur S. J. rangt. Jón hafi búið á ýmsum jörðum i Skelilsstaðahreppi, sámtáls í 24 ár (skv. Búendatali Skefilsstaðahrepps). Ennfremur hafi Jón búið um skeið (2—3 ár) á Saurum í Vindhælishreppi. í Jjættinum er lfjami sá, er drukknaði með Jóhannesi syni Jóns Gott- skálkssonar, talinn Jónsson. S. J. telur hann hafa verið Jónasson. Höf. Jjáttarins var vel kunnugt urn. að Jjað var ekki Bjarni sá Jónsson frá Sauðárkróki, sem dó 1934. Bjarnar Jjessir voru bræðrasynir, föð- urfaðir beggja var svokallaður Borgar-Bjarni. S. J. telur, að í áðurnefndu Búendatali sé Guðrún fylgi- kona Jóns talin Ólafsdóttir, en ekki Jónsdóttir, en íullyrðir ekki. hvort réttara sé. Þessar vísur Jóns telur S. J. úr lagi færðar: Tvö fyrri vísúorð 2. vísu. bls. 122, eru rétt þannig: Mynd eg kunni af kaffi fá, hvolfdi í munn að vana. Fyrsta vísuorð 5. vísu, bls. 122, er rétt þannig: Mvnda hvefsinn mærðir fer. (í þættinum: myrðir fer, sem er prentvilla.) í vísurn Lilju telur S. J. þessar skekkjur: í 5. vísu, bls. 123, er annað vísuorð rétt þannig: lundi smá- um spanga, fyrir: lyndis smáir spranga. í 6. vísu, bls. 123, er fyrsta vísuorð rétt þannig: Missti eg fríðan mækja Njörð. Prentvillur voru auk þessa nokkrar í þættinum. í vísunum eru þessar lielztar: í 3. vísu, bls. 123: frið er lokuð tel eg sjón, á að verða: fríð er lokuð fel eg sjón. í 5. vísu, bls. 124: fór það örðuglega, á að vera, vegna rímsins: orðuglcga.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.