Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 24
18 SVEINN SKYTTA N. Kv. Skömmu síðar heyrðist bumbusláttur að hallarbaki. Ofurstinn lét kalla saman hóp hermanna, er síðan sáust ganga yfir vinclu- brúna með haka og rekur til að taka gröf Sveins þar, sem aftakan átti að fara fram. Bent Arvedson hafði nú valið sína sex trúnaðarmenn og sett þá á vörð við alla út- ganga hallarinnar; sjálfur stóð hann fyrir neðan aðaltröppurnar og leit ekki af fang- anum. Sveinri liallaði sér upp að múrveggnum og virtist fullkomlega rólegur. A svip hans var hvorki að sjá sorg né geðshræringu, og þó bjó innra með honum einmitt þessa stundina dapur og grimmúðugur sorgar- leikur, er hann þóttist sjá áætlanir sínar allar og vonir eyddar og glataðar; og í glugga uppi yfir sér vissi hann af henni, sem vakið hafði vonir þessar og alið þær. Þegar Bent hafði skipað verði, hvarvetna er þess gerðist þörf, voru opnaðar aðaldyrn- ar ofan við tröppurnar, og kom þar út mað- ur klæddur stuttri prestshempu. Hann var í stórum reiðstígvélum og reykti pípu sína. Þetta var herpresturinn. „Jæja, Bent Arvedson!" mælti liann, um leið og hann slökkti í pípu sinni og stakk henni í hempuvasann, „livar er nú vesalings syndaselurinn, sem ég á að þjónusta?" „Það er liann, sem stendur þarna við múrvegginn," svaraði Bent; „en ef þér leyf- ið, æruverðugi faðir, þá ætla ég að fylgjast með yður til hans, eins og mér hefir verið boðið.“ „Kom þú bara,“ mælti prestur, „Sparre ofursti liefur skýrt mér frá fyrirskipunum sínum.“ Síðan gekk presturinn til Sveins. Her- maðurinn staðnæmdist með byssu við fót í þriggja skrefa fjarlægð, svo að hann gat heyrt hvert orð, sem hinna fór á milli. „Jæja, sonur sæll!“ mælti klerkur, hárri og livellri röddu. „Þegar maður stendur fyr- ir dauðans dyrum, hefur liann þörf fyrir huggun kristindómsins." „Satt er það, herralEn hennar liefur mað- ur einnig þörf í daglegu lífi,“ mælti Sveinn. „Hvað eigið þér við með því?“ mælti klerkur, sem eigi hafði búizt við þess háttar athugasemd. „Að ég sé yður sammála, og þess vegna liafi ég aldrei gleyrnt guði mínum, síðan ég lærði að þekkja liann í barnalærdómi mín- um.“ „Þú ert þá viðbúinn örlögum þeim, sem nú bíða þín?“ „Viðbúinn!" mælti Sveinn og brosti borg- inmannlega. „Hafið þér aldrei heyrt mig nefndan á nafn, æruverðugi herra?“ „Jú, sannarlega, þegar frá fyrsta degi, er við komum liingað til landsins.“ „Hvernig getur yður þá, lærðurn manni, komið til hugar, að maður berjist gegn ó\ inum og vinni þau afrek, sem ég lief unn- ið, og leggi mig í þá liættu, sem ég hef þrá- sinnis gert, án þess að vera alltaí viðbúinn dauða sínum?“ „En sé svo,“ svaraði klerkurinn, „hvers vegna hefur þii svo óskað að hafa tal af mér?“ „Til að veita yður tækifæri að gera góð- verk.“ Bent Arvedson lagði nú við hlustirnar og færði sig ofurlítið nær. „Hverjum ætti ég að gera það?“ spurði presturinn. „Óvinum mínum,“ svaraði Sveinn. „Ge- neralinn, sem fyrirskipað hefur dauða rninn, var hér áðan og hrakyrti mig og spurði, livað við hefðum gert af syni sínum, sem hann hélt, að við hefðum tekið til fanga eða af lífi. Nú ætla ég að gjalda illt með góðu, og þar eigið þér að vera milligöngumaður. Er yður eigi slíkt hlutverk liugleikið?" „Jú, sannarlega,“ svaraði prestur, „segið mér aðeins, livað þér er kunnugt um hinn unga undirforingja." „Fyrst verðið þér að fara til hins stranga lierra og skýra honurn frá því, sem ég hef nú sagt yður, og fá hann svo til að fresta

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.