Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 26
20 SVEINN SKYTTA N. Kv. ofan tröppurnar. Hann gekk inn að varð- stofunni í kjallaranum og drap fingrum á rúðuna. Varðstjóri kom til dyra. „Varðstjóri! Kallið fram tylft manna og bumbuslaga og stillið þeim upp fyrir fram- an tröppurnar, reiðubúna til aftökunnar. Þeir lilaði byssur sínar og taki sér tvö skot aukreitis hver. Síðan bíði þeir boðanna." Sveinn heyrði hvert orð, er sagt. var, en virtist ekkert gefa þeirn gaum. Þessa stund- ina beindist öll athygli hans að því, hvað gerast mundi að húsabaki. Hann beið eftir að Iieyra bæði skotin. Meðan hermennirnir blóðu byssur sínar, heyrðist fótatak á vindu- brúnni Presturinn kom inn um hliðið og Iiraðaði sér til hallarinnar. I sama vetfangi komu tveir hermenn æðandi inn á hallar- hlaðið og hrópuðu hátt, að kviknað væri í á fleiri stöðum í skóginum. Hermennirnir þutu nú upp á virkisgarðinn til að sjá betur til skógarins og ruddu burt félögum sínum, sem stóðu á verði við hallarhliðin. Meðan á þessum gauragangi stóð, heyrði Sveinn, að kjallaraglugginn var opnaður gætilega, og skuggi skauzt aftur yfir að hundakofanum. „Fjandinn sjálfur!” tautaði Sveinn. „Eld- urinn í skálunum —“ „Uss, þegiðu!“ svaraði Ib. „í kvöld skipa ég fyrir. Skotið verður, þegar tími er til kominn. Abel hefur skammbyssurnar." Smárn saman tók að varpa rauðurn bjarma á efstu glugga hallarinnar, og upp yfir virkisgarðana sást loga víðsvegar í skóg- inum. Sparre ofursti sendi tvo riddaraliða af stað ríðandi til að grennslast eftir, hvern- ig á þessurn eldum stæði. Hávaði og gauragangur jókst í sífellu, og allir beindu athygli sinni að skóginum. En skyndilega kvað við smellur af tveim skammbyssuskotum, nærri samtímis. I liundakofanum var uri'að glaðlega, og æð- .arnar dunuðu í gagnaugum Sveins, en hann stóð samt jafnrólegur og áður, því að örskammt frá honurn stóð Bent Arved- son með byssu sína í miðun, og leit ekki augum sínum af honum eitt augabragð. En í sömu svifum lieyrðist hrópað hvellt og gjallandi að húsabaki: ,,Það er kviknað í hermannaskálunum!" Hermennirnir þustu nú niður af virkis- görðunum og hlupu í áttina til skálanna. Snjóinn skóf umliverfis höllina, og sló elds- roða á skafrenninginn. Hrópin og hávaðinn jókst í sífellu, blótsyrði og fyrirskipanir kváðu við úr öllum áttum. Og er allt virt- ist ætla af göflum að ganga, heyi'ðist allt í einu svo snörp og hörð skothríð, að glamr- aði í blýrúðum hallarinnar. Bumbusláttur rann saman við kvalaóp og andvörp hinna særðu. Uppnámið hafði náð hámarki sínu. Hermennirnir þutu inn í varðstofuna eftir vopnum sínum. „Þetta eru Gjönge-karlarnir!“ lnópuðu þeir á leiðinni til félaga sinna, er numið höfðu staðar við skothríðina. „Að húsabaki er fullt af þessum djöflum, þeir drepa allt, sem fyrir þeim verður, og alltaf koma fleiri og fleiri upp úr frosnum gröfunum." Sparre ofursti hafði staðið við vindu- brúna og beðið óþolinmóður eftir riddara- liðunum, er sendir voru til að gá að eldun- um. En er skothríðin kvað við, flýtti hann sér inn í húsagarðinn. Hann hljóp burt til Bents, sem þrátt fyrir allan gauraganginn stóð enn á sínum stað, öruggur og hiklaus og sleppti ekki augum af fanganum. „Gakktu beint framan að fanganum," sagði ofurstinn, skjálfraddaður af bræði, „og geri hann allra minnstu tilraun til að flýja, skaltu setja byssuna fyrir brjóst hon- um og lileypa af.“ Að svo mæltu hélt ofurstinn til varðstof- unnar og tók forustu hermannanna, sem nú voru farnir að skipast í fylkingu. Upp frá þessu tók skothríðin að færast f aukana, og eftir að Sparre var farinn með Iierdeild sína til skálanna að húsabaki, voru

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.