Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Qupperneq 8

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Qupperneq 8
9 í FYLGD MEÐ ÞÉR, SKÁLD N. Kv. Og bernskunnar draumur, er heitast og sárast þii syrgir hann svip minna drauma ber. Og æskunnar leikvangur, bærinn og sólskinin svörtu og sorgin er þaulkunnug mér. Því feta ég hugljúfar götur tuu grátviðarskóginn. Því græt ég og fagna með þér. Gjiirt á jóladag 1951, el'lir að hafa lesið „Svört verða sólskin" eftir GuSmund Frímann. Margrét Sigfúsdóttir: Valgerður. Það var sólbjartur sumardagur og rnjög heitt, og því var engin furða, þótt Guðlaug gamla gengi þreytulega eftir aðalgötunni í Skagaþorpi nteð þorskhausakippu í annarri hendinni, en ögn af kaffi og sykri í velktum léreftsklút í hinni. Hún var að koma úr fiskþvotti, og svitadroparnir stóðu á enni hennar; en hún var ekkert linuggin í bragði, bros lék annað slagið um varirnar, og þær bærðust í sífellu, þótt ekki heyrðust orða- skil. Frá því að allir vaxnir unglingar í þorp- inu mundu fyrst eftir, hafði Guðlaug dval- ið þar, og alltaf kölluð gamla Guðlaug. Var þó langt frá því, að lnin sýndist mjög ellileg ennþá. Hún bjó ein í litlum torlkofa, sem nefndur var Barð, og þegar menn töluðu sem hlýlegast um hana, var hún ætíð nefnd Guðlaug á Barðinu. Annars var engum illa við hana, og hún varð allra gamalmenna minnst fyrir áreitni barna, sem oftast dvöldu á götunni, því að hún gat alltaf hlegið að þeim og með þeim og var alltaf viðbúin að rétta þeirn hjálparhönd, hvort heldur var í leikjum þeirra eða vandræðum. Fullorðna fólkið hafði líka gaman af lienni, því að hún náði allra rnanna fyrst í ýmsar nýjungar og var dugleg að dreifa þeint, og þótt sögur liennar væru oft dálítið ýktar, voru þær aldrei tilhæfulausar. Guðlaug nam staðar á göngu sinni og leit í kringum sig. „Bara að einhver konan liérna nálægt götunni kæmi nú út,“ tautaði hún. „En sú heppni, þarna kemur Sólveig á Mel út með l’ulla fötu af plöggum, sem hún ætlar sjálfsagt að þvo.“ Og Guðlaug greikkaði sporið til hennar. „Góðan daginn, Sólveig mín. Hefirðu lieyrt nýjasta nýtt?“ Sólveig var miðaldra kona, stillileg og al- úðleg ;í svip og bar þess glögg merki, að hún vann ekki eins mikla erfiðisvinnu og konur margra þorpsbúa. Maður liennar var smið- ur, og þau áttu aðeins eina dóttur barua. Sólveig stundaði ekki fiskvinnu nema aðeins þvott, en heimili sitt annaðist hún snilldar- lega. Hún tók kveðju Guðlaugar og sagði brosandi: „F.r nú einhver ný trúlofun á ferðinni?“ „Nei, ekki ennþá, getur orðið seinna."

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.