Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Síða 37

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Síða 37
N. Kv. SVEINN SKYTTA 31 kesti. Þar lá mjór og illa ruddur götuslóði gegnum skóginn, en báðum megin var skóg- urinn svo þéttur og fullt af berja og þyrni- runnum, að erlitt var að komast þar leiðar sinnar. Þvert yfir veg þennan á löngu svæði, hinurn megin við Sparreshólm, lá djúpur og allbreiður skurður, sem tók við frá- rennslinu úr hinum djúpa vatni, þar sem herrasetrið var byggt á hólma einum. Yfir skurð þennan höfðu skógarhöggsmennirnir lagt nokkra trjáboli og fyllt á milli þeirra með trjágreinum og grastorfi, svo að þar var allbreið brú og stæðileg. „í guðs nafni,“ mælti Sveinn og stóð upp. „Drekktu nú það, sem eftir er í flöskunni, Ib, og svo skulum við halda áfram. — Þú ert eitthvað svo hugsi í nótt.“ „Mér verður hugsað til Asmus smiðs, senr \ ið mættum á leiðinni framhjá Engilhólmi. Bara að hann geri okkur ekki einhverjar brellur. Hann stóð þar sem sé á tali við sænskan riddara, og mér virtist hann líta eitthvað svo forvitnislega á það, sem við höfðum á sleðanum." „Nei!“ mælti Sveinn öruggur. „Hann gat alls ekki borið kennsl á okkur í þessum veiðimannabúningi; og þótt svo hefði ver- ið, myndi þeir verða of seinir til, er hann hefði verið búinn að koma boðum heim að bænum og afla sér liðs til að elta okkur.“ „Honum er ekki Iilýtt í lmga til þín, Sveinn, síðan þú tókst á honum fyrir tæiði- þjófnaðinn forðum." „Ég verð nú að sætta mig við það; en nú skulurn við halda áfram." Þeir beizluðu nú hestinn og.settust upp í sleðann. í sama vetfangi kvað \ ið langdregið uglu- N';el innan úr skóginum. Sveinn nam staðar. Vælinu \ar þegar svarað úr annarri átt, og áður en bergmálið \ar þagnað, kvað við skothvellur. Þeir heyrðu hófatak niðri á veginum, og tveir fylgdarmanna komu þeys- andi til þeirra. „Svíarnir eru á hælunum á okkur!“ liróp- aði annar þeirra, er lrann konr í viðarrjóðr- ið. „Nú ríður á að kornast liéðan í skyndi. Þeir ríða meðfram limgirðingunni utanvert við skóginn og hafa leiðsögumann á und- an.“ Ib stóð sem steini lostinn og starði á Svein. „Hve marga riddara taldir þú, Tam?“ spurði Sveinn og var nú rólegur að vanda og stilltur vel, er hættu bar að höndum. „Þeir voru tólf auk fylgdarmannsins,“ svaraði Tam. „En hvað merkir þá vælið, sem við heyrð- um fram undan?“ spurði Sveinn. „Ég lieyri hina vera líka að koma,“ hvísl- aði Ib, sem hafði lagt eyra niður að jörð. Urn leið og hann reis upp aftur, komu hinir varðmennirnir tveir úr annarri átt á harða spretti og staðnæmdust við sleðann. „Þeir eru komnir aftan að okkur,“ hvísl- aði annar þeirra dinnnum rómi. „Þeir ríða hver á eftir öðrum fram með skurðinum og leita árásar gegnum limgirðinguna." „Hvað eru þeir margir, Abel?“ „Ég taldi tólf og leiðsögumann í viðbót. Hann er danskur, það heyrði ég vel á tali hans, því að þeir voru komnir allnærri mér, er ég rak upp vælið.“ „Hver skaut?“ „Einn riddaranna, er liann lieyrði mig væla. Hann skaut aðeins út í bláinn, en kúl- an hvein þó á milli hestanna okkar.“ „Höldurn þá af stað viðstöðulaust,“ hvísl- aði Sveinn. „Stingdu vasahlífnum þínurn í skammbyssuskeftið, Ib, og pikkaðu hestinn ofurlítið, svo að hann verði viljugri. Þið hinir farið af baki og girðið veginn með öll- um þessum greinum, sem hér liggja undur- höggnar, óðar er við erum farnir. Tveir ykk- ar ríði s\o spölkorn og geri þar aðra hindr- un, eins og r ið höfum ákveðið. Beitið byss- unum, hvar sem því verður við komið, en miðið aðeins á fyrirliðana og reynið svo að ná okkur aftur, óðar er þið hafið skotið.“ Að svo mæltu settust þeir, St einn og Ib,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.