Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 38

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 38
32 SVEINN SKYTTA N. Kv. aítur upp í sleðann og þeystu a£ stað lengra inn í skóginn. Grunur Ibs liafði rætzt. Það var einmitt smiðurinn í Baardse, sem ljóstaði upp um flótta Sveins. Óðar er sleði hans var kominn í hvarf, lánaði smiðurinn liest sænska ridd- arans og þeysti af stað á eftir Mannheimer. Og það stóð ekki á löngu að ná honum, þar sem herdeild hans hafði set/.t að á tveimur bændabýlum og hvílt sig, meðan Surtla fór í fréttaleit. Og nú kom það Sveini illa í koll, að smiðurinn hafði lengi verið veiðiþjófur á þessum slóðum og var því þaulkunnugur skógunum og gat nú fylgt Manheimer og mönnum hans kemmstu leið upp að Sparre- hólmsskógum. En Surtla hafði grafið upp, að þar ætti einn Gjöngemanna að bíða Sveins með hest um miðnæturleytið. Skammt frá herragarðinum liitti Man- iieimer eina deild af riddaraliði Sparre, sem ofurstinn hafði sent í ýmsar áttir, eftir að hann hafði snúið við á leiðinni til Kjöge. Höfuðsmaðurinn skýrði nú deildarstjóran- um Irá því, er liann taldi nauðsynlegt, og lét þá síðan fyigjast með sér, og varð því fært að umkringja stærra skógarsvæði en ella. Og þar eð smiðurinn, sökum kunnugleika síns á þessum slóðum, hafði stjórnað förinni svo snilldarlega, að þeir myndu liafa komizt alla leið þangað, sem Sveinn hafði numið staðar, án þess að’ þeirra yrði vart, hefði Sveinn ekki gætt. þeirrar varitðar að hafa varðmenn bæði á undan sér og eftir. Eins og varðmenn Sveins skýrðu frá, höfðu Svíarnir skipt sér í tvo flokka, er þeir komu að skóginum. Varð flokkur Manheim- ers fyrri til að finna rauf í limgerðinu. Þar skildi smiðurinn við þá og fékk borgun fyrir leiðsögu sína og reið síðan heim á leið liesti þeim, er hann hafði fengið að láni. Höfuðs- maðurinn lét menn sína ríða í langri röð, þannig, að hún fyllti veginn í breidd. Sjálf- ttr reið liann á undan, og Surtla gamla við hlið hans. A þessari löngu og erfiðu reið hafði hún lialdið sig á þessum stað, bogin og ruggándi eins og í upphafi, en þó án þess að vart yrði þreytu hjá lienni. Hún meira að segja herti alltaf á Manheimer að ríða harðara. Gráir hárlagðarnir liéngu niður undan húfunni og flöksuðu um andlit henni. Riddaralið- arnir voru nú hættir að hæðast áð henni og voru orðnir hálfsmeykir við liana af ýmsu því, er smiðurinn hafði látið orð falla um á leiðinni, sérstaklega um fjölkynngi hennar og kunnáttn, er hún réði yfir. Jafnvel Man- heimer \ irtist nú taka meira tillit til hennar og furða sig á seiglu hennar, entla varð hann að kannast við hyggindi hennar og kænsku í ráðum þeim, er hún Itvíslaði að honum öðru hvoru. Riddaraliðið reið nú hratt um skóginn, unz það kom að viðarrjóðrinu, þar sem Gjöngemenn höfðu girt yfir veginn. „Fjandinn gráskjóttur!" hrópaði Man- heimer. „Þarna hafa þorpararnir lokað veg- inuin fyrir okkur.“ „Guði sé lof fyrir það,“ svaraði Surtla, „það eru þau beztu verksummerki, sem ég lief augum litið í nótt.“ „Hvað ertu að segja, kerling?“ „Þeir myndu varla hafa haft fyrir þessu, ef Sveinn væri hér ekki kominn í liann krappan með sleða sinn, einhvers staðar hér nálægt. Nt'i vitum \ ið, hvernig í öllu liggur. Látið nú nokkra piltana fara af baki og ryðja veginn, strangi herra! En á meðan skulum við færa okkur ofurlítið. til baka, ef einhver þeirra kynni að liggja í leyni hér nærri. Það er sagt, að Gjöngekarlar hitti þann, sem þeir miði á. Þeir skjóti kúlu sinni liver í annars merki.“ Þrír riddaraliðar stukku af baki og rufu leið gegnum hindrunina. I sama vetfángi brá fyrir eldleiftri að baki trjánna skammt undan, og skothvellur barst um skóginn. Rétt á eftir kvað við skothríð hérdeildar- innar. Surtla hafði vikið hest.i sínum til hlið- ar, þannig, að hún var í hléi trjánna. Man- heimer hafði aftur á móti ekki gætt þeirrar

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.