Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Qupperneq 28

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Qupperneq 28
22 SVEINN SKYTTA N. Kv. ,,Hvað myndu þeir lmgsa um okkur inni í Kaupmannahöfn?' ‘ „Já, um þig, Sveinn minn góður!“ svaraði II), „því að mér, veslings ræflinum, hafa þeir ekki treyst til neins.“ „Hún skal nú samt finnast!" sagði Sveinn æstur, „þótt ég verði að leita alla ána á enda.“ „Já, þótt ég yrði að drekka hana alla í botn,“ sagði Ib, sem gjarnan vildi taka nokkru dýpra í árinni. „Huss! Ég heyri fótatak liérna að baki okkur,“ hvíslaði hann og lagði hönd sína á handlegg Sveins. Þeir renndu sér báðir niður á bak við steininn. í sömu svifum heyrðist fótatak, og Ib sá sveitamann koma gangandi stíginn ofan á milli barðanna. Hann nam staðar snöggvast og Iítaðist. um, en hélt síðan áfram ofan að ánni, þangað sem þeir höfðu verið að verki rétt áður. „Skjátlist mér ekki, ættum við að kannast við þennan náunga,“ hvíslaði Ib. „Hver er það?“ spurði Sveinn. „Þú ert sjónbetri en ég.“ „Það er svei mér Tam gamli. Ég býst ekki við, að við þurfum að fela okkur fyrir hon- um. Búi hann yfir einhverjum brögðum á ný, þá getum við bara srneygt honum ofan í gröfina þarna, sem hvorki mun verða lion- um of þröng né grunn.“ Ib stóð því næst upp og gekk ofan að ánni, og Sveinn á eftir honum. Tam sneri sér við, er liann heyrði til þeirra. Fyrst var að sjá, sem hyggði hann á flótta, en hann áttaði sig þegar og nam stað- ar og virtist bíða þeirra. „Mér virðist ferðalag lians eitthvað grun- samlegt," mælti Sveinn. „Við skulum hafa tal af honum og spyrja hann frétta.“ „Góðan daginn, heiðursmaðurinn Tam!“ lirópaði Ib. „Á hvaða ferðalagi ert þú á Jæssum tíma dags?“ Tam var dálítið skjálfraddaður, er hann svaraði: „Ég er að bíða eftir ykkur.“ „Eftir okkur?“ mælti Sveinn. „Það hefð- irðu ekki átt að gera, Tam! Síðast er við átt- um tal samau, varaði ég þig við að koma framar á leið mína, og að þú værir dauður maður, ef svo bæri undir.“ „Já, það sagðirðu, Sveinn, og það hefði iieldur enginn skaði verið skeður, þótt þú hefðir efnt orð þín, því að eins og högum mínum er nú komið, getur það ekki haldið áfram.“ Tani várð mjög örðugt um mál, því að auk þess sem hann var blestur á rnáli, átti liann nú í harðri baráttu við sjálfan sig og hvíslaði nærri óskiljanlega: „Æ, Sveinn! Ég hefi verið Ijóti syndasel- urinn gagnvart þér, en ég hefi líka fengið að kenna á því síðan og beðið fyrirgefn- ingar í hvert sinn, sem mér hefir orðið hugs- að til þess, og loks hefir himnafaðirinn ver- ið svo góður að hlusta eftir orðum mínum og bænum, og síðan hagað því þannig, að mér yrði fært að bæta brot mitt. Þess vegna kom ég hingað ofaneftir í gærkvöldi, þegar ég sá, að þið hófuð verk ykkar hérna.“ „í gærkvöld?“ tók Sveinn upp aftur. „Já, ég hef staðið þarna uppfrá bak við brumberjarunnana í alla nótt og er nú orðinn alveg máttlaus og gegntekinn af lmlda.“ „Hvers vegna beiðstu þá svona lengi?" „Ég áræddi ekki að fara ofan til ykkar, meðan allir hinir voru viðstaddir, því að ég vissi vel, að þeir myndu allir hæða mig og svívirða. Eg sat því kyrr, þar sem ég var kominn, unz ég gæti hitt þig einan að máli. Ib tel ég ekki með, því að hann veit allt, sem þú veizt.“ Sveini hafði runnið í skap við komu Tams, en nú sljákkaði smám saman í hon- um undir ræðu lians, og er hann vék talinu að Ib, brosti Sveinn ogmælti: „Þú hefir þá séð, hvað við höfðum fyrir stafni hérria neðra?“ „Já, og ég sá líka hérna um morguninn, að þið létuð tunnuna velta ofan í ána.“

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.