Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 25

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 25
N. Kv. SVEINN SKYTTA 19 clauða mínum í eina klukkustund. Síðan farið þér í skyndi til næsti sveita þorps og hittið þar meðhjálparann, Peder Foss. Hjá honum er kona með lítið barn, og er þér berið henni kveðju Sveins Poulsen, mun liún gefa sig fram sem eiginkona mín. Segið lienni þá, að ég sé nú fangi hérna, og að hún verði pví i skyndi að muna eftir honum, sem liggi i hrískestinum, því að mannslíf liggi við. Segið hvorki rneira né minna, en takið vel eftir svari hennar og birtið mér það orðrétt. Síðan skal generalinn fá að vita, hvar sonur lians er niðurkominn.“ „Og þu heitir honum þessu við dreng- skaparorð þitt?“ spurði prestur ákafur. „Nei, herra!“ svaraði Sveinn. „Ég set líf mitt að veði.“ Presturinn flýtti sér aftur inn í höllina og kom aftur að vörmu spori og kallaði til Sveins um leið og hann gekk yfir hallar- garðinn: „Ég hef borið yfirhershöfðingjanum orð þín, og það verður farið að ósk þinni. Nú fer. ég í skyndi til þorpsins." Sveinn drap aðeins höfði, og presturinn gekk yfir vindubrúna. Bent lrafði nú aftur fært sig yfir að liallar- tröppunum, og Sveinn var aleinn á ný og hallaði sér upp að múrveggnum, þögull og hreyfingarlaus. Ef til vill eru tekin að fyrnast orð þau, er Sveinn Jivíslaði að konu sinni kvöldið góða, er Kernbok höfuðsmaður flutti Gjöngemennina með sér úr kofa Sveins. En þau voru á þessa leið: „Komumst við einhvern tíma í hann krappann, og þú fáir skilaboð frá mér eða Ib viðvíkjandi lirísköstunum, hversu óljós eða tvíræð sem þau kunna að virðast, — þá skaltu laumast af stað í skyndi og kveikja i þeim. Það er tákn þess, að vorir menn eigi að safnast í skyndi, og vel gæti þá staðið þannig á, að líf mitt væri undir þessum at- vikum komið.“ — ....... :. Nú gránaði í lol'ti og tók að snjóa. Her- mennirnir komu a.ftur yfir vindubrúna og höfðu lokið að taka gröfina. Um leið og ldiðið var opnað, og hermennirnir kömu inn á iiallaridaðið, heyrðist dimmraddað urr út úr lmnclakofanum skammt þaðan, er Sveinn stóð bundinn. Gjöngehöfðinginn lagði \ ið hlustirnar og sneri liöfði hægt og gætilega í áttina. „Sveinn!" var hvíslað með rödd, er hleypti ólg'ú um allar æðar Gjöngehöfðingj- ans. „Ert það þú, Ib?“ ’ »>Já!“ „Hvernig ertu hingað kominn?“ „Ég kom inn í hálmæki og skreið síðan gegnum kjallarann og út um gluggann og inn í hundakofann.“ „Og menn okkar?“ . „Þeir eru á sínum stað.“ „Hvað eruð þér að segja, Sveinn Gjönge?" spurði Bent Arvedson, sem hafði fært sig nær, er dimma tók, svo að hann hafði ekki lengur séð Svein gieinilega frá tröppunum. . „Ég er að lesa faðirvorið mitt,“ svaraði Sveinn. „Jæja, lesið í guðs nafni, þér hafið þess víst fulla þörf.“ Sveinn hélt áfram: „Verði þinn vilji, — ertu vopnaður?" „Tveimur skammbyssum og hníf.“ . „Gef oss í dag vort daglega brauð, — tæðu sundur dálítið af kveikjuþræðihum og nuddaðu púðri í tásuna. — Fyrirgef oss vor- ar skuldir, — og troddu svo tásunni inn í skammbyssuhlaupið, laumastu svo að húsa- baki og skjóttu af báðum skammbyssunum inn í háhnskálana og kveiktu í þeim. — Komdu svo aftur, — og frelsa oss frá illu.“ Um leið og Sveinn lauk bæn sinni, sá hann bregða fyrir svörtum skugga frá hundakofanum og hverfa inn um kjallara- gluggann. Er klukkan sló sex, kom Sparre ofursti 3*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.