Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 22
16 SVEINN SKYTTA N. Kv. liúsagarðinn, var liann klæddur sínum vana- búningi, sem hann iiafði verið í innan und- ir kvenkjólnum. Liðþjálfinn haíði látið binda hendur hans á bak aftur, og var hann nú leiddur upp að háum múrvegg og tveim hermönnum falið að gæta haus. „Spennið skammbyssurnar," skipaði lið- þjálfinn, „standið sinn livoru megin við hann og sleppið ekki af honurn auga. Ég gef ekki túskilding fyrir líf ykkar, ef þið látið hann strjúka frá ykkur. Heldur ekki megið þið tala við fangann, og sýni hann sig lík- legan til að hlaupast á brott, þá baunið þið á hann eftir beztu getu og þekkingu." Að loknum áminningum þessum sveigði liðþjálfinn yfirskegg sitt upp á við, kinkaði blíðlega kolli til Sveins og hélt af stað upp tröppurnar áleiðis til ofurstans, þar sem hann átti að taka við fé því, er sett hafði verið til höfuðs Sveini. Hálfri klukkustund síðar kom general Vavasor og foringjasveit hans ríðandi yfir vindubrúna. Sparre ofursti gekk á móti honum frarn fyrir hallartröppurnar og skýrði honum frá feng þeim, er hlotnazt hefði. En eigi var að sjá, að Vavasor tæki neinn þátt í gleði ofurstans og hreykni. Hann hnyklaði svartar og þykkar augna- brúnir sínar og gekk yfir hlaðið til Sveins. „Jæja, bannsettur stigamaðurinn þinn,“ hreytti generalinn úr sér, „loksins höfum við þá náð í þig.“ „Já, loksins,“ svaraði Sveinn rólega. „Það sver ég við heimavist mína í himna- ríki, að við skulum svei mér halda svo í þig, bannsettur þorparinn þinn, að þú sleppir aldrei framar.“ „Orð yðar tek ég trúanleg, strangi herra! Þér hafið bundið hendur mínar og svipt mig vopnum mínum, svo að jafnvel strák- hvolpur dirfist að skamma mig og svívirða.“ . „O, það hefði nú svo sem verið óhætt að láta þig liafa frjálsar hendur og halda vopn- um þínum, því að þú rnunt ekki framar valda okkur tjóni.“ Sveinn yppti aðeins öxlurn í svars skyni. Generalinn veitti því ekki eftirtekt og stóð J^ungt Iiugsandi. Skyndilega kreppti hann hnefana framan í Svein og sagði ógnandi: „Þrælmenni, stigamaður! Hvar er sonur minn? Fyrir tveim dögum reið hann á brott héðan frá höllinni, og hestur hans kom ein- samall aftur, særður og blóðugur.“ „Sonur yðar?“ endurtók Sveinn. „Satt að segja, strangi herra general, ég Joekki hann ekki. Uti á víðavangi og í skógunum er ekki vani okkár að spyrja óvini okkar að heiti, áður en við fellum þá, og jafnvel þótt hann kynni að hafa nefnt nafn sitt, virðist mér J^að ekki svo ægilegt, að við myndum hafa látið hann fara með friði Jress vegna.“ Generalinn virtist mjög beygður af sorg sinni. Hann sneri baki við Sveini og gekk á lírott og Sparre ofursti við 'hlið honum. „Hvað virðist yfirhershöfðingjanum, að við ættum að gera við syndaselinn?“ Vavasor lirökk við og nam staðar. „Hvers vegna spyrjið þér mig um þetta, lierra ofursti? Mér virðist, að Sviakonungur hafi skráð herlög sín og birt, svo að öllum séu full ljós. Farið með hann út fyrir höll- ina og skjótið hann.“ „En degi er tekið að halla og-nú dimmir óðum.“ „Bindið Jrá Ijósker við höfuðið á hon- um, Jrá liafa piltarnir visst mark að miða á.“ „Hve marga á ég þá að senda til að fram- kvæma verkið?" spurði ofurstinn smámuna- lega nákvæmur. Yfirhershöfðinginn kastaði til höfði og og svaraði gremjulega um leið og hann gekk upp tröppurnar: „Sendið eins marga og yður lystir, jafnmarga og hnappar eru í kufli hans.“ Vavasor gekk síðan inn í höllina, en Sparre ofursti sneri áftur út til Sveins. „Þá er dómur þinn fallinn, Sveinn Gjönge!" sagði hann hreykinn og reyndi árangurslaust að dylja hefnigirni sína. „Að klukkustund liðinni verðurðu skotinn."

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.