Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 19
N. Kv. ENDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR 13 feimnin fór fljótt af mér, er mér varð litið framan í amtmann, sem sat í rúmi sínu fyrir framan konuna. \7ar hann með bros ;í and- liti, eins og hans var venja, en segir þó í all- myndugum tón: „Hverju sætir það, að þið eruð að berja á húsi mínu svo snennna á helgum degi?“ Ég segi, að meistari minn hafi sagt okkur að fara hingað til vinnu í dag sem aðra daga. Segir þá amtmaður: „Farið þið nú heim aftur og segið Snona, að ég láti ekki vinna í mínu liúsi á sumardaginn fyrsta. Og þið hafið líklega ekkert á mót.i því að fá einn frídag.“ — Að svo búnu fórum við heim aftur. F.n ekki vorum við alveg vissir um, að við fengjum frí um daginn. Þegar \ið komum heim aftur, var Snorri ekki kominn á fætur. Það varð því í annað sinn, sem ég barði upp á svefnherbergi hjóna á þessum degi. Þegar ég hef skilað boðum amtmanns, svarar Snorri engu og þegir um hríð. Spyr ég hann, hvað við eigum þá að gera í dag? Eftir nokkra umhugsun segir hann: „Það er þá líklega bezt, að þið eigið frí í dag, og segðu hinum piltunum það líka.“ — En auðsjáanlegt var, að honum féll erfitt um þessa fyrirskipaii- Þetta var líka fyrsti og eini frídagurinn, sem ég liafði hjá honurn í 3 ár, að því undan- skildu, að ég fór heim um öll jól og kom aftur á nýársdag. Fyrst ég minnist á Pál Briem amtmann hér, verð ég að geta hans ofurlítið nánara. Vann ég allmikið lijá honurn og líkaði við hann hverjum deginum betur. Hann var atorkumikill og duglegur. hugsjónamaður og hvers manns hugljúfi. Hlífði hann sér ekki við að vinna erfið verk og óþrifaleg, þótt hann væri hátt settur embættismaður. Og viðkynningin öll við hann var svo alúð- leg og- góð, að ég hef ekki þekkt neinn emb- ættismann hans líka í þeim efnum og jafn- alþýðlegan. Þegar ég kom fyrst til Snorra, var Páll amtmaður nýfluttur í hús sitt, og hafði Snorri byggt húsið. En það er sama lnisið, sem Steingrímur Jónsson, fyrrurn bæjar- fógeti, á nú. Var það byggt í fögrum hvammi í brekkunni rnilli bæjarhlutanna Akureyrar og Oddeyrar. Þá var það venja við húsa- byggingar, að allar innanþiljur voru þannig settar, að nótsyllur voru ol'an og neðan á veggjum, voru svo endar panelsins þynntir, og þeim síðan rennt í nótina á syllunum og ekki neglt nerna með einunt nagla um miðju. Santa var um öll loft í stofurn, sem þiljuð voru neðan á bita, að þiljað var í syll- ur. Var þetta gert til þess, að liægt væri að reka panelið saman, þegar það hafði inn- þornað og gisnað. Þetta var verk það, sem við Jón vorum að vinna, er amtmaður rak okkur heim á sum- ardaginn fyrsta; vorum við þá að reka saman þiljurnar, bæði loft og veggi, og mála síðan allar stofurnar. Urðu því hjónin og öll fjöl- skyldan að flytja úr einu herbergi í annað, á meðan við lukum við hvert herbergi fyrir sig. Alltaf var amtmaður sjálfur við þessa flutninga nteð konu sinni og vinnukonu, því að ekki vildi hann tefja okkur sntiðina. En alltaf var hann jafnglaður og síspaug- andi og sagði okkur margar sögur og skrítl- ur. — Sunnan við liúsið var hár malarhrygg- ur, sem náði frá brekkubrún og ofan að sjó. En niður miðjan hvamminn rann lækur. Venjulega var hann ekki vatnsmikill, en í hlákum gat hann farið í foráttu vöxt. Rann liann niður rétt sunnan við húsið og var til talsverða óþæginda. Nú hugkvæmdist amtmanni að slá tvær flugur í sama höggi: fjarlægja lækinn úr hvannninum, og láta hann um leið vinna eitthvað að gagni. Melhryggurinn sunnan við hvannninn var of hár, og vildi ni'i amt- maður lækka hann. Gróf hann nt'i dálítinn skurð eftir endilöngum melnum og veitti síðan læknum í skurðinn. Og síðan er hláku gerði, og \öxtur hljóp í lækinn, stóð amt- maður á melnum og mokaði mölinni í læk- inn og lét strauminn bera hana til sjávar.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.