Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 27

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 27
N. Kv. SVEINN SKYTTA 21 nær engir aðrir eltir að framanverðu hallar- innar en Bent Arvedson og 'fangi hans. Það \ ar þessi stund, sem Sveinn hafði beðið eftir með óþreyju. „Gáðu nú vel að honum, því að innan skamms er hann að hugsa um að hlaupast á brott,“ var allt í einu sagt dimmraddað og greinilega, og um leið og Bent leit forviða til hliðar, kom Ib fram iijá hundakofanum, miðaði á hann skammbyssu sinni og skaut, svo að hermaðurinn hné steindauður til jarðar. Síðan hljóp Ib að Sveini, skar sund- ur bönd lians, og á svipstundu voru báðir horfnir út um opið hliðið, án þess að nokkrum kæmi til hugar að reyna að stöðva þá. Skömmu síðar kvað við hvellur hljóð- pípublástur að húsabaki. Skothríðin strjál- aðist, og í eldbjarmanum sást, að Gjönge- karlarnir voru nú óðum að fjarlægjast tit ylir varnargarðana, án þess að Svíar fengju nokkuð að gert sökum þess, að skálaeldarnir voru á milli þeirra og óvinanna. XIX. Á fiskveiðum. Snemma morguns skömmu síðar var uppi fótur og fit niðri við ána, sem reniiur úr Lekkindevatni, og áður hefur \erið getið ásamt flótta Sveins. Þar voru nú að verki nokkrir menn, klæddir venjulegum bænda- búningi sveitarinnar. Sumir voru að ísliöggi og stækkuðu vökina, sem þar var áður fyrir, og hinir konnuðu botninn með löngum krókstjökum, jafnóðum og vökin víkkaði. A árbakkanum höfðu þeir kveikt bál, sem várpaði rauðum bjarma fram á ísinn. Og öðru livoru, er loginn blossaði upp, sást bregðá fyrir einhverjum mannverum uppi á hábökkunum báðum rnegin, og mátti geta þess til, að þar væri menn á verði. Annars var ekki auðvelt að gizka á, hver væri varðmanna á þessum slóðum, þar eð ekki var annað sjáanlegt af búningi manna þessara við ána né starfi þeirra, en að hér væru fiskimenn að verki, sem notuðu sér næturþokuna til álaveiða og hefðu kveikt bálið til að ginna fiskinn inn í vökina. Það voru þeir Sveinn Gjönge og Ib, sem stjórnuðu álaveiðum þessum. Sveinn var þungbúinn á svip og órólegur, er hann kannaði árfarxeginn með krókstjaka sínum. Hanu athugaði nákvæmlega miðin, sem hann hafði sagt Ib frá, er hann lét tunnuna velta ofan í ána. En að þessu sinni virtist öll leit ætla að verða árangurslaus, þrátt fyrir miðin á báðum árbökkunum. Ib vann að ís- högginu með félögum sínum og leit á Svein öðru hvoru, en rnælti ekki orð af munni. Hafði ríkt algerð þögn um hríð. En allt í einu fleygði Sveinn stjakanum frá sér á ís- inn: „Fjandinn hirði bölvaðan liðþjálfann, sem olli því, að \ ið urðurn að losa okkur við tunnuna okkar góðu. Nú höfum við unnið hér í alla nótt, senn tekur að birta í austri, og enn höfum við einskis orðið varir.“ „Htm hlýtur að liafa oltið lengra rit í ána,“ mælti Ib, „og við verðum því enn að víkka vökina dálítið meira.“ „Það er orðið of seint að þessu sinni,“ mælti Sveinn. „Nú korna Svíarnir bráðum á morgunrjátli sínu, og þá kynni að gruna margt, ef þeir sæju okkur svona fjölmenna hérna. Við skulum því dreifa okkur að vanda, og síðan hittumst við seinna í dag í haugaskýlinu. Segðu varðmönnunum til, Ib!“ Þeir slökktu bálið, og síðan skildust Gjönge-mennirnir, og liéldu hverir sínar leiðir um Örremandsgaardsskóga. Sveinn og Ib urðu tveir einir eftir. Sveinn hafði sezt á einn steinanna ofan við vökina. Hann sat langa hríð hugsi og studdi höfði í hönd sér. II) leit ekki af honum. I.oks leit Sveinn upp og mælti: „En ef einhver hefði nú orðið á undan okkur og náð tunnunni okkar upp úr ánni!“ „Æ, hamingjan góða, segðu það ekki,“ rnælti Ib, „þá yrði ég aldrei samur maður aftur.“

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.