Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 45

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 45
N. Kv. Fornritaútgáfur Islendingasagnaútgáfunnar árið 1951 íslendingasagnaútgáfan gat út 5 bindi a£ fornsögum s. 1. ár. Eru nú bindin alls 39, sem íslendingasagnaútgáfan hefur gefið út af íslenzkum og norrænum fornritum, síð- an hún hóf starf sitt árið 1946. Þessi 5 síðustu bindi litgáfunnar eru: Riddarasögur IV.— VI. btndi. Bjarni Vil- hjálmsson bjó til prentunar, og Þiðrikssaga af Bern (í tveim bindum). Guðni Jónsson bjó til prentunar. í riddarasögubindununr eru: Elis saga og Rósamundu, Flóres saga og Blankiflúr, Parcevals saga, Valvers pdttur, Clari saga, Flórus saga konungs og sona hans, Álaflekks saga, Rémundar saga keis- arasonar, Vilmundar saga viðutans, Sig- urðar saga fóts, Tístrams saga og Isoddar, Drauma-Jóns saga, Jarlmanns saga og Her- manns og Sarpidons saga sterka. Allar hafa sögur þessar verið prentaðar áður, nema Sarpidons saga. Vilmundar saga og Glari saga komu út í Reykjavík fyrir nálægt 70 árum*), en hinar allar/sem áður hafa kom- ið út, hafa verið prentaðar erlendis. Má telja víst að almenningi nú á dögum séu allar þessar sögur, eða flestar þeirra að minnsta kosti, að öllu ókunnar. En fyrr á tímum gengu margar þessar sögur manna á rneðal hér á landi í liandritum og voru mjög eftir- sótt lesefni, og rímnaskáldum var efni þeirra kærkonrið yrkisefni. En þótt allt breytist, bókmenntasmekkurinn sem annað, þá munu þó enn margir þeir Islendingar, er lesa þessar sögur sér til skemmtunar og dægrastyttingar. Og sem unglinga-bók- menntir eru þær eins góðar og betri, en margt þeirra nýtízku unglinga-bókmennta, sem nú eru prentaðar hér á landi. Fjórar *) Clari saga liefnr einnig koraið út í erlendum útgiífum. hinna fyrst töldu af sögum þessum voru þýddar úr frönsku í Noregi á 13. öld. Clari saga er talin runnin frá latneskum texta og skráð á íslenzku á 14. öld, en hinar allar eru frumsamdar hér á landi, og þær elztu þegar á 14. öld. Þiðreks saga af Bern er skrásett í Noregi, líklega snemma á 13. öld. Segir skrásetjar- inn í formála fyrir henni, að liún sé sam- sett eftir sögn þýzkra manna. Hún er safn æva gamalla germanskra sagna og margar söguhetjurnar eru frægir þjóðlröfðingjar og hetjur frá þjóðflutningatímunum, svo sem aðalhetjan Þiðrik konungur, er uppi var á 5. öld, Attíla Húnakonungur (einnig uppi á 5. öld) og margir fleiri. Guðni Jóns- son segir í formála fyrir þessari útgáfu sög- unnar: „Þiðreks saga af Bern stendur á mörk- um fornaldarsagna og riddarasagna og minnir á hvorar tveggja. Áhrif hennar á hinar síðar nefndu koina víða fram. í bók- menntalegu tilliti er hún nokkurs konar áfangastaður. Hún hefur án efa átt mikinn þátt í því að beina hugurn íslendinga til erlendra sagna, vekja áhuga þeirra á frá- sögnum um djarfa riddara, hrausta kappa, riddaralegar íþróttir og glæsilegar konungs- liirðir, fagrar meyjar og hugljúf ástarævin- týri. \h'si til alls þessa má finna í Þiðreks sögu, en riddarasögurnar halda því áfram með óteljandi tilbrigðum.“ Þetta er fyrsta útgáfa Þiðriks sögu hér á landi, en þrisvar hefur hún áður verið gefin út erlendis. Vonandi sér Islendingasagnaútgáfan sér fært að halda áfram útgáfu riddarasagn- anna, en þar er úr miklu að moða. Þ. M. J.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.