Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 35

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 35
N. Kv. SVEINN SKYTTA 29 „Að hverjum ertu annars að leita?“ spurði smiðurinn. „Ætli þú kannist ekki við hann, Asmus smiður!“ svaraði Surtla. „Það er sami ná- unginn, sem tók þig í fyrra og batt þig við störa veiðistaurinn og húðstrýkti þig með hundasvipunni sinni sökum þess, að þú liafðir náð þér í hérakettling úti í skóg- inum.“ Sótugt andlit smiðsins hafði eldroðnað við þessa ræðu kerlingar. Augu lians leiftr- uðu, og hann sagði heiftúðlega: „Fjandinri sjálfur og allt senr illt er hirði Svein Gjönge! Sé það hann, sem þú ert að elta, fer honum vonandi brátt að verða erfitt um andardráttinn, þar sem nú er ann- ar höpur á undan ykkar að leita að hon- um.“ „Hvaða hópur er það?“ spurði Man- heimer. „Hann þarna litli ofurstinn, sem hélt til niðri á Jungshoved,“ svaraði smiðurinn og lineigði sig auðmjúklega, „hann, sem er nefndur Sparre, kom ríðandi liingað í gær- morgun með menn sína og spurði alveg eins og Bóel, hvort ég hefði orðið Sveins var.“ Manheimer hleypti brúnum og beit í yfir- skegg sitt. „í hvaða átt liélt svo ofurstinn héðan?“ spurði hann. „Beint áfram, strangi herra! I áttina til Kjöge. En Sveinn fer sennilega ekki þjóð- vegi, þar. sem hann er fullt eins vel kunn- ugur öðrum leiðum.“ „Jæja, þá býst ég við, að réttast sé, að við höldum til vinstri,“ sagði höfuðsmaðurinn. „Eg ætlaði einmitt að ráða til þess!“ hvein í kerlingu. „Þeir hafa eflaust eitthvað fyrir stafni þessa dagana,“ mælti smiðurinn. „Ég hef séð þessa Gjöngekarla fara hér framhjá, hvern á fætur öðrum. Og snennna í morg- un kom Jens járnstakkur ríðandi svörtum hesti og bað mig að líta eftir járnunum, hvort nokkuð gjökti undir honum. Hér- lendis járnum við hestana aðeins á fram- fótum sökum þess, að járn er svo dýrt, og járnin undir hesti Jens járnstakks voru vel föst. Líttu samt vel eftir þeim, Asmus sinið- ur, .sagði hann, því að hann á senn langa leið l'yrir liöndum! — Hvert skal þá halda? spurði ég. — Langa leið, svaraði Jens og glotti, og síðan liélt hann héðan til vinstri.“ „Þá höldum við áfram,“ þrumaði Man- heimer og keyrði hest sinn sporum. Surtla kinkaði kolli í kveðju skyni og reið á eftir lionum. Smiðurinn krossaði sig að baki henni, áður en hann sneri aftur til vinnu sinnar. „Jæja, livað er þá næst?“ spurði Man- heirner, er þau höfðu riðið spölkorn. „Jú, nú förum við senn að komast á slóðina," svaraði Surtla. „Haldi Gjöngekarl- ar þessa leið, hlýtur Sveinn einnig að koma á eftir. Og ég trúi því heldur ekki, að menn hans láti járna hesta sína til þess eins að ríða sér til skemmtunar að rnorgni dags. Ef yður lízt svo, þá setjist þér að með menn yðar fyrst um sinn á bændabæjunum hérna fram undan. Þaðan getið þér látið liafa nán- ar gætur á öllum, sem um veginn fara. En á meðan ætla ég að bregða mér yfir í Snesere- þorp og leita frétta hjá konunni hans Jens járnstakks, sem smiðurinn minntist á.“ Manheimer glotti. „Fjandinn sjálfur og amma hans! Þú ert svei mér sniðug kerling. En \ið hvað átti smiðurinn með þessari belju-sögu herramannsins og galdrariðu og þess háttar? Fæst þú einnig við kukl og fjöl- kynngi?“ „Hvað skal segja, strangi herra! Stund- um er ekki um annað né betra að ræða.“ Höfuðsmaðurinn virtist vera mjög hugsi. Allt í einu vék hann hesti sínum nær Surtlu og mælti lágum rórni: „Kannt þú þá einnig að spá?“ „Það er vandaminnst allra minna lista.“ „Segirðu satt?“ „Eins satt og ég er lifandi manneskja.“ „Reyndu þá að spá mér,“ mælti Man-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.