Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 43

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1952, Blaðsíða 43
N. Kv. SVEINN SKYTTA 37 heimer. „Þú getur látið bróður þinn sjá um þig. Svo óska ég þér góðs bata.“ Að svo mæltu kinkaði hann til hennar kolli og hló hæðnislega, steig á bak hesti sínum og reið burt í broddi fylkingar. Surtla rak upp öskur í bræði sinni, steytti hnefann að Manheimer og hrópaði: „Við skiptuml“ Hann virtist ekki lieyra kall hennar. Skömmu síðar hvarf hann út fyrir limgerðið i skóginum. „Veiztu hvar Sveinn er núna?“ livislaði Surtla að Tam, um leið og hún lineig niður á heypokann í sleðanum. „Víst veit ég það,“ svaraði hann. „Sveinn Gjönge er nú hinum megin við Jungshoved og hefir gætur á öllurn peningum sínum.“ „Hvað ert þú þá að gera með sleðann hérna?“ spurði hún drafandi. Tam brosti: „Það sem ég sagði áðan, ég er að sækja ljósmóður handa veslings kon- unni minni..“ Surtla svaraði þessu spaugi engu, hún hafði lokað augunum og hnigið meðvit- undarlaus ofan í sleðann. — — — Það er fljótsagt, hvernig Sveini tókst að komast undan ofsóknarmönnum sínum. Þegar Manheimer hafði séð sleðann nema staðar við brúna, varpaði Sveinn hirtinum niður í frosinn skurðinn, og síðan stukku þeir Ib báðir ofan í á eftir og báru hjört- inn langt inn í skóginn. A rneðan brutu Gjöngemenn brúna niður, og Tam og félagi hans óku áfram á sleðanum. Skömmu síðar sátu þeir Sveinn og Ib hátt uppi á stærðar hálmæki, en innan í því höfðu þeir falið fjársjóð sinn, og óku nú syngjandi hástöf- um og hressir í huga norður þjóðbrautina til Kjöge. Sveinn var kunnugur bændum þeim, sem áttu að fara með hálmækið frá Alslövgaard norður til sænsku birgðastöðv- anna í sveitaþorpi fyrir norðan Kjöge. Hon- um hafði tekizt að telja um fyrir þeim og fá þá til gegn dálítilli peningaþóknun að láta þá Ib fara með ækið í sinn stað. Þeir földu svo hjörtinn undir hálminum, höfðu fataskipti \ ið bændurna og hétu þeim því að skilja eftir hestana og vagninn hjá kaup- manni einum í borginni, og þangað gætu síðan eigendurnir sótt gripi sína. Ib var í bezta skapi og brosti gegn morgunsólinni. Hann lá endilangur ofan á hálmtækinu og rak upp nokkur hjáróma hljóð, sem hann taldi vera söng. Öðru hvoru reis hann upp og hélt skrúðyrtar lofræður yfir Sveini. „Ég segi Jrér það alveg satt, Sveinn minn góður!“ sagði hann meðal annars, er sænsk varðdeild var nýfarin framhjá Jreim án þess að líta við þeirn og ækinu. „Nú segi ég Jrað blátt áfrarn, að mér J>ykir vænna um Júg en nokkurn annan í henni veröld. Þú ert svo kænn og slunginn, foringi góður, að fimrn púkar kæmust ekki í hálfkvisti við Júg, þótt Jreir stæðu uppi á kollinum hver á öðrum. Nú skaltu líka bráðum hljóta ríku- lega umbunun afreka þinna. Þú skalt fá það, segi ég, Jwí að óðar er við komum ak- andi inn í Kjöge-götu, rís ég upp í hálm- inum og smelli á Jrig hlemmikossi, löngum og góðum, mitt fyrir augunum á öllu fólki. — Geturðu búist við meiru?“ Sveini gafst ekki tími til svara. Ib hafði óðar velt sér aftur út af í hálminn og tók á ný að syngja af gleði enn hærra og ámát- legar en áður. Þannig héldu þeir áfrarn til Kjöge. Varð- maðurinn leit aðeins sem snöggvast á Svein og veifaði svo hendi til merkis um, að hann gæti haldið áfrarn. En þrátt fyrir andmæli Sveins, hafði Ib efnt heit sitt og faðmað Svein og kysst á miðju torginu í Kjöge. Þeir komust einnig jafn tafarlaust út úr bænum. Þegar komið var til sænsku birgðastöðv- anna, voru Sveinn og hjörtur hans horfnir, og Ib skilaði af sér hálmækinu og ók síðan tómum vagninum til baka þangað, sem um- sarnið hafði \erið. En um sama leyti reið Manheimer fram og aftur um alla sveitina

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.