Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Síða 17
N. Kv.
SVEINN SKYTTA
55
fylgja sér upp lágar tröppur, er lágu upp
að einkaherbergi konungs. Ib stóð eftir
niðri í húsagarðinum hjá hirtinum.
Ríkisráðið lét segja til sín, og var þegar
hleypt inn ásamt Sveini. Konungurinn
sat við stórt borð, inni við arininn, fjærst
dyrum salsins. Andspænis honum sat Gabel,
leyndarritari konungs, og las fyrir honum
friðarsamningana, sem Magnús Höeg hafði
komið með frá Hróarskeldu kvcildið áður.
Er Skeel hafði varpað kveðju á konung,
lagði hann hönd sína á öxl Gjöngeforingj-
ans og mælti:
„Náðugi herra konungur minn! Hér færi
ég yður þá mestu gleðifrétt, sem yðar Há-
tign hefur fengið um langa liríð.“
„Sveinn Gjcinge! “ mælti konungur glað-
ur, reis upp frá borðinu og gekk á móti
Sveini. „Vertu oss velkominn, hetjan mín
góða!“
Sveinn hafði beygt kné og kyssti nú á
hönd konungs, sem hann rétti honum.
„Og hvernig hefur gengið með erindi
það, sem vér fólurn þér, Gjöngeforingi?"
„Eins og vera ber að reka erindi yðar
hátignar, yður til fyllstu ánægju og gleði.“
„Þú kemur þá með peningana?"
„Þeir liggja úti á sleðanum.“
„Öll upphæðin?"
„Haldið þér, að ég rnyndi hafa gengið
fram fyrir yður án þess, yðar hátign.“
„En livernig hefur þú farið að því að
komast framhjá sænska hernum, er sett
bafði varðsveitir á öllum vegum?“
„Við smeygðum okkur þar í gegn með
ýmsum brögðum, og þar sem það nægði
ekki, beittum við vopnurn, og þá létu Svíar
okkur fara.“
„Þá grunaði ef til vill, livað þið höfðuð
meðferðis?“
>,Já.
,,Og þið voruð þá ofsóttir og eltir?“
„Ofurlítið."
,,En þú slappst samt frá þeim heill á
húfi?“
„Já, herra konungur minn!“ svaraði
Sveinn brosandi. „Ég hafði of miklu að
sinna í yðar þjónustu til þess, að ég mætti
vera að því að særast eða sinna öðru.“
„Profecto!" sagði Friðrik konungur
hressilega og neri saman höndunum. Ég hef
svo sem heyrt sögur af allmörgum brögðum
þínum og brellum, til dæmis þær, sem Nan-
sen borgarstjóri hefur sagt mér. En þessa
síðustu vil ég telja þá allra beztu. — Hefði
Guð gefið Danmörku marga þína líka,
mundum vér hafa átt betri kosturn að sæta.“
„Ekki ber ég á móti því,“mælti Sveinn
blátt áfram.
Konungur gekk nú út að glugganum og
leit niður í húsagaiðinn.
Upp í þennan glugga hafði Ib liorft í sí-
fellu, síðan Sveinn fór frá honum. Og er
hann sá konunginn fyrir innan rúðuna, tók
hann ofan húfu sína og féll á kné í snjónum.
„Hver er þessi maður fyrir utan?“ spurði,
Friðrik konungur þriðji.
Sveinn leit út til Ib og rnælti síðan:
„Það er maður, sem ég á mikið að þakka.
An hans hjálpar myndi ég ekki hafa getað
rekið erindi yðar hátignar."
„Mér virðist sem ég muni liafa séð hann
áður.“
„Já, hann kemur líka einmitt í dag til
að sanna, hve dyggilega hann hefur haldið
heit sitt.“
,Hvaða heit er það?“
„Að vera yðar hátign trúr og dyggur
stríðsmaður."
„Nú minnist ég þess, að hann átti tal við
oss á Jungshoved í fyrra. Vér látum liann
koma hingað inn.“
„Ég býst líka einmitt við, að hann bíði
aðeins eftir leyfi.“
„En peningar vorir, Gjöngeforingi! Ég
sé aðeins dauðan hjört á sleða þínum.“
„Hjörturinn er einmitt peningapokinn,"
svaraði Sveinn. „Og það sökurn þess, að við
höfðum engan annan betri."
Ib lá enn á kné niðri í húsagarðinum hjá