Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Síða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Síða 20
58 SVEINN SKYTTA N. Kv. „Vill yðar hátign minnast mín síðar nieir, þegar ég gæti orðið yðnr að einhverju gagni?“ „Er það allt og sumt?“ „Já,“ svaraði Sveinn með göfugmannlegu stærilæti, „það er allt og sumt. Og þar með er greiddur reikningur sá, sem þyngir yður svo mjög, og ég minntist fyrst, er yðar náð drap á hann.“ Konungur var sýnilega gripinn af ein- lægninni í orðum Sveins. Augu hans blik- uðu, er hann virti fyrir sér hið karlmann- lega og svipgöfga andlit, og hann rétti Sveini hægri liönd sína. Er Sveinn tók í liönd hans, lagði konungur hina hönd sina á höfuð honu.m og mælti: „Guð veri með þér, riddaralega hetjan mín!“ Sveinn fann til klökkva við innileikablæ- inn í rödd konungs. Og þótt hann til þessa hefði sýnt harla litla hirðmannasiði, beygði hann nú kné og mælti um leið og liann leit leiftrandi augunt á konunginn: „Kæra þökk, nrinn góði konungur, kæra þökk! Til þessa dags hafið þér aðeins krafizt þjónustu minnar, en næsta sinn megið þér lieimta líf rnitt, því að með því einu get ég goldið náð þá, er þér auðsýnið mér.“ í sama vetfangi gveip Ib fram í, eftir að hafa lengi setið um tækifæri til að kom- ast að: „Og er það ekki líka áreiðanlegt, konung- leg hátign, að þér viljið einnig hugsa ofur- lítið til mín, þegar þér sendið Svein af stað, og sjáið til að það sé þá í erindi, sem við getum verið tveir um!“ „Eg skal einnig minnast þín,“ svaraði konungur, varpaði á þá kveðju og gekk á brott ásamt Gabel og Skeel inn í næstu salarkynni, þar sem ríkisráðið var saman komið. Síðan héldu Gjöngefélagarnir burt úr höllinni. XXIV. Ib og ajrek hans. Að boði konungs dvaldi Sveinn um hríð í Kaupmannahöfn. Ib fór aftur á móti burt úr borginni að tveimur dögum liðnurn, og var þá heldur en ekki skrautklæddur að sinni hyggju: í skarlatsrauðunr kyrtli, brydd- um hvítum ullarborða, gulum knébuxum og kragastígr'élum. Á höfði hafði liann flókahatt með uppbrotnum börðum og rauðri fjöður, og við hlið bar hann langan korða. Búning þennan hafði hann lengi þráð og nú kosið að laununr fyrir afrek sín. Ib stefndi þegar áleiðis til Holmegaard, ganrals herraseturs unr nrílu vegar frá Næst- veð. Á leiðinni nrætti lrann nokkrum sænskunr herdeildum, er þegar höfðu hafið burtför sína úr Norður-Sjálandi. Hann gekk franr hjá þeim án þess að virða þá viðlits. Holnregaard var þá í eigu Skeele-ættar- innar. í upphafi stríðsins hafði fjölskyldan flúið til Kaupmannalrafnar, en eftir varð gamall ráðsnraður til að líta eftir eigninni. Þennan mann, eða réttara sagt dóttur hans, ætlaði Ib nú að lritta. Ráðsmaðurinn bjó í þeim enda hallar- innar niðri, senr sneri út að nrýri þeirri, er lá að höllinni á þrjá vegu. Inger stóð við gluggann og sló sanran höndunum af undr- un, er hún sá skrautlega klæddan herra- nrann nálgast húsið og kinka kolli til lrenn- ar og brosa, jafnvel áður en svo langt væri komið, að hún kannaðist við hann. Ráðs- maðurinn gekk til dyra og bauð honum inn. Inger breiddi dúk á borðið og setti fram brauð og smjör og ost og kjöt og fulla mjað- arkönnu. Augu lrennar blikuðu af gleði, og roði lék unr ávalar kinnar hennar. í tveim- ur orðunr hafði Ib birt henni ástæðuna til heimsóknar sinnar. í sanrræðum þeim, sem nú fóru franr milli karlmannanna tveggja, skýrði Ib frá því, meðan hann borðaði og drakk með beztu lyst, hve heitt og innilega hann elskaði Inger dóttur ráðsmannsins, og lét einnig skína í

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.