Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Qupperneq 31
N. Kv.
Eva Marke:
Kona vélfræðingsins
Einar Guttormsson frá Ósi þýddi úr dönsku
Saja vaknaði og leit á klukkuna á nátt-
borðinu. — Klukkan var tíu. Hún minntist
þess, að það var sunnudagur. Hún skotraði
augunum til hvílubeðs mannsins síns. Þar
var enginn. Þegar hún fór að sofa í gær-
kveldi, var rúmið einnig autt. Þó leit út
fyrir, að liann hefði legið í því. Hún ákvarð-
aði sig í skyndi, snaraðist fram úr rúminu,
fór í glæsilegu morgunskóna sína og smeygði
sér í morgunsloppinn utan yfir þunnan
náttkjólinn. Því næst lagði hún leið sína
fram í eldhúsið. — Enginn þar heldur. En
stóri, klunnalegi uppáhalds bollinn Jians
Lars, stóð þar tómur á borðinu og við hlið-
ina á lionum lá tesía, sem hafði verið sett
hirðuleysislega frá sér, þannig, að nokkuð
af teblöðunum hafði hrokkið út á dúkinn
og samlagast þar brauðmyisnu og ostskorpu-
molum. Af síunni var bersýnilegt, að hann
hafði liitað sér tesopa og flýtt sér síðan
burtu til mótorhjólsins, sem hann virtist
ekki geta \ ið sig skilið, eða án verið, stund-
inni lengur. — En hvers vegna einmitt í
dag? Það átti þó engin keppni í akstri að
fara fram í dag. Hún hafði ekki séð hann
síðan hann fór út síðdegis í gærdag. Hann
var sem sé ekki mikið heima — og J:>að í dag,
á sjálfan hjúskaparafmælisdaginn Joeirra.
Með tárin í augunum tók Saja sér sæti á
stóli og andvarpaði. Þegar þau höfðu verið
gefin saman, fyrir fimm árum, hafði lienni
ekki komið til hugar að svona mundi það
verða; — þá lialði maðurinn liennar liugsað
mikið um hana og verið henni ástúðlegur.
Fyrstu dagarnir, eftir hjónavígsluna, höfðu
verið eins og dásamlegur draumur. Lars,
sem hafði góðar tekjur, Iiaiði þá ekki spar-
að gjafirnar handa henni; með fallegum föt-
um og dýrmætum blómum hafði liann vilj-
að gleðja liana. Jæja, — hann var þó alltaf
indæll og elskulegur, það voru bara kapp-
akstrarnir, bæði bíla og bifhjóla, sem kröfð-
ust stöðugt meiri og meiri tíma — svo að
hann, með einu orði sagt, gleymdi alveg
konunni sinni. Þannig var J^að einmitt að
vera gift vélfræðingi, sem bæði hafði heppn-
ina með sér og var dáður af fjöldanum. —
En það ætlaði hún ekki að sætta sig við, —
]dví skyldi senn verða lokið. Hún herti sig
upp, stóð á fætur og fór að laga sér kaffisopa.
Það var Jrýðingarlaust að láta Jætta fá mikið
á sig. Síðan drakk hún kaifið og borðaði
með því brauð. Að því búnu fór hún inn í
baðherbergið og byrjaði að láta renna í
kerið.
Er hún liafði lokið við að klæða sig, eftir
böðunina, staðnæmdist hún frammi fyrir
speglinum og athugaði sig gaumgæfilega.
Var hún ekki aðlaðandi lengur? Hún varð
Jaó að kannast við það fyrir sjálfri sér, að
jafnvel Jrótt hún hefði ekki Jjað lil að bera,
sem tilskilið er um sérstaklegan fríðleik
kvenna, Jrá leit hún þó einstaklega vel út.
Hrafnsvart hárið hafði nýlega verið lagað
— en eftir Jdví hafði víst Lars ekki einu sinni
tekið. Blá augu hennar voru í senn bæði
áhrifarík og í fullu samræmi við gullinbrún-
an hörundslitinn og bogalína munnsins, eða
munnsvipurinn, var fullkomlega eins og
hann átti að vera. — Auk Jress sem hún var
ennþá ung, var hún vel limuð og spengilega
raxin.
Lengra komst hún ekki í Jressum hugleið-
ingum sínum, J>v í að síminn hringdi í dag-