Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Side 34

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Side 34
72 KONA VÉLFRÆÐINGSINS N. Kv. sér eins vel. Þegar þau höfðu lokið mál- tíðinni, stakk hann upp á því við hana, að þau skyldu fara, í bílnum hans, skemmtiferð upp í sveit — og í þetta skipt- ið liafði hún engar mótbárur fram að færa gegn ökuferð. Hann settist við stýrið og hleypti vélinni af stað. Bíllinn tók að hreyfast og rann á hægri færð yfir Vestur- vallargötu og svo áfram um bæinn; á með- an skemmti hann henni með glaðværu gamanskrafi. Smátt og smátt þynntist um- ferðin, og var þá hraðinn aukinn. Saja leit á bílskífuna, þar sem hraðinn er sýnd- ur og vegalengdin, sem farin er, og fór að velta því fyrir sér, hversu langt hann mundi hafa hugsað sér að aka með lrana. Vitaskuld þurfti hún ekkert að flýta sér, en að hinu leytinu var hún ekki heldur áfjáð eftir, að þessi æfintýralega ökuferð yrði of mjög dregin á langinn. Allt í einu, þegar þau voru komin upp á hæð nokkura, stöðvaði liann bílinn og sagði: — Nú álít ég, að við ættum að hvíla okk- ur hér dálitla stund, áður en við snúum heim á leið, og fá okkur vindling, eða hvað? Vitið þér annars, að héðan er að líta eitt- hvert hið fegursta útsýni — það er að segja, sem mér finnst. Hún var til með að viðurkenna það, — þaðan var víðsýni mikið, yfir akra og engi, og að baki þess reis hin dimma brún skógar- ins, — hér og þar gat að líta bændabýlil á víð og dreif. Sólin, sem var einmitt í þess- ari andrá að hníga til viðar að baki skógar- ins, sveipaði umhverfið miklu litskrauti. Er þau liöfðti setið þarna hljóð um stund, þá varð hún sér þess fremur meðvitandi, en að hún fynndi það, að liann hafði lagt hand- legginn yfir axlir henni. — Er ekki fagurt hérna? spurði liann aft- ur. Þá varð Irenni það ljóst í einni svipan, að þarna var beinlínis auðn, — ekki einn ein- asti bíll liafði farið þar fram hjá í langan tíma, og eins langt og augað eygði gat hún ekki séð til neinna mannaferða. Hún færði sig lítið eitt frá honum. — Ég held að það sé bezt, að við ökum nú heim. Hann leit undrandi á hana. — Alveg sjálfsagt, svaraði hann, og bjóst um leið að setja bílinn af stað — en það tókst honum ekki. — Afar einkennilegt, tautaði hann, — ég get ekki hreyft hann úr stað. — Hefur forstjórinn athugað kveiking- una, livort hún er í lagi? — Já, en hann vill samt sem áður ekki taka við sér. — Ég vil nú helzt vera laus við svona nokkuð, sagði hún snöggt, — ég þekki nú þess konar brögð. Karlmenn með óheiðarleg áforrn.... — En ég get fullvissað yður um það, ung- frú Thunberg, sagði hann alvarlegur á svip, — að mér er ekki unnt að koma bilnum af stað — og hvað svo sem þér haldið um áform mín, þarf ég ekki að bera kinnroða þeirra vegna. Ég skal fúslega kannast við það, að ég hef verið dálítið ásthrifinn af yður, en þér hafið aldrei örfað mig á neinn liátt, heldur ætíð verið hinn sérstæði, lýtalausi hraðritari. Þér þurfið ekkert að óttast. — Ég bið yður fyrirgefningar, sagði hún hvatlega. — Það hlýtur að vera tómleikinn liérna, sem hefur farið í taugarnar á mér, — en haldið þér ekki, að þér getið fundið það, sem að honum er? — Ég vil reyna það, en verið ekki alltof bjartsýnar, því að ég þekki lítið til aflfræð- innar. — Hann fór út úr bílnum og opnaði vélarrúmið. Saja heyrði, að hann bjástraði eitthvað við vélina, en hann hætti því fljót- lega og kom aftur inn í bílinn. — Nei, ég get ekki fundið, hvað er í ólagi, sagði liann, — við verðum að bíða hérna, þangað til einhver fer hér um — og þar að að auki er ég enginn Berner. — Berner, hafði hún upp eftir ltonum. Hvað vissi hann rnikið um hana?

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.