Nýjar kvöldvökur - 01.04.1952, Síða 39
N. Kv.
ENDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR
77
kenningar og algerlega réttindalausir. Seg-
ist hann hvergi hafa séð það í bókum
embættisins, að hér hafi verið gefin út
sveinsbréf í mörg ár. En nú skuli þetta
verða á annan veg framvegis.
Nú líður fram í síðara hluta maímánað-
ar. Bjarni Einarsson var þá einn af afkasta-
mestu meisturum hér í bæ, bæði við húsa-
byggingar, og þó sérstaklega skipasmíði og
aðgerðir á skipum. Hafði hann einu sinni
ráðið sig sem lærling hjá Snorra á þeirn
tímum, sem Snorri stundaði skipasmíði.
Hafði þeim kornið illa saman, og lauk því
þannig, að Bjarni gekk í burtu eftir rúm-
lega hálft annað ár. Eftir það fer Bjarni að
vinna sem meistari og keppa við Snorra um
skipasmíði.
Urn þetta leyti liafði Bjarni 3 lærlinga.
Áttu tveir þeirra að útskrifast þetta vor.
Býst ég við, að sýslumaður hafi heimtað
það af Bjarna, að hann léti pilta þessa gera
sveinsstykki. Því að ég frétti, að sýslumaður
hefði skipað tvo prófdómendur til að dæma
um prófsmíði þeirra. Voru það þeir Sig-
tryggur Jónsson og Snorri Jónsson.
Á tilsettum degi fara þeir og skoða
sveinsstykki þessara, og voru það algengar
stofuhurðir. Felldu þeir báða piltana.
Ekki er mér kunnugt, af hvaða ástæðu
þeir féllu. Sennilega hafa hurðirnar ekki
verið vel gerðar, því að ekki getur verið
önnur ástæða til að fella rnann á sveins-
stykki en sýnileg vankunnátta eða hroð-
virkni. Bjarni og Snorri voru aldrei neinir
vinir. Enda lagði Bjarni þetta þannig út, að
Snorri hefði fellt strákana af tómri illgirni.
Hvort Snorri hefur haft tilhneiging í þessa
átt að gera Bjarna grikk þennan, veit ég
álls ekki. En hitt er ég viss um, að Sigtrygg-
ur hefði aldrei gengið inn á það, hefðu
hurðirnar verið óaðfinnanleg smíði. Því að
Sigtryggur var góður smiður og samvizku-
samur.
Þetta vor var Snorri að byggja hús Guð-
mundar Hannessonar læknis. Og þennan
vetur vann ég ekkert úti. Var ég alltaf að
ljúka við hús Snorra og smíða hurðir og
glugga í þau hús, sem byggja átti næsta
sumar. Var ég nú búinn að smíða alla
glugga í hús Guðmundar.
Ekki hafði Snorri enn gengið inn á það,
að ég smíðaði sveinsstykki, og var mér þó
kunnugt um, að sýslumaður hafði talað um
það við liann. Nú var korninn 6. júní, og
þann dag átti nárni mínu að vera lokið. En
nú átti ég eftir að vinna af mér þá 8 daga,
sem ég fékk frítt síðastliðið sumar vegna
andláts föður míns.
Þennan dag segir Snorri mér, að það sé
bezt að ég smíði hurðirnar í hús Guðmund-
ar Hannessonar. Þær áttu að vera 8 alls og
allar „kontrakýldar", sem kallað var, þ. e.
a. s. strikaðar. „Síðan getur þú látið skoða
eina hurðina sem sveinsstykki," segir liann.
En þá tók hann fram, að ég rnætti srníða
eina þeirra sérstaka, ef ég vildi.
Vitanlega var Snorra ljóst, að ég mundi
ekki smíða 8 strikaðar hurðir á 6 dögum.
En það vissi hann, að mér var svo mikið
kappsmál að fá sveinsbréfið, að ég myndi
ekki hætta við þessar hurðir, fyrr en þær
væru alveg fullgerðar. Þótti þá gott dags-
verk að smíða eina stumpahurð á dag, þ. e.
óstrikaða hurð. En láta mun nærri, að strik-
uð hurð tæki þá hálfan annan dag.
Ekki gat ég verið að sýta sökum þessa,
þótt nokkrir dagar yrðu fram yfir tímann.
Ég byrjaði því glaður á hurðunum og vann
af miklu kappi og skeytti engu um réttan
vinnutíma; enda hafði ég lokið við hurð-
irnar á 10 dögum. Hafði ég þær allar undir
í einu, því að það var fljótlegra. Ég var nú
orðinn svo vanur hurðasmíði, að ég var ekk-
ert smeykur um, að ég félli á þeim; enda
þótt ég vissi, að Bjarni hafði heitið því, að
ég skyldi falla.
Þegar ég hafði lokið hurðasmíðinu, segir
Snorri mér, að ég skuli nú velja eina beztu
hurðina úr og láta dæma hana. Hinar hurð-
irnar skuli ég setja upp á háaloft, svo að