Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 11
N. Kv.
DAVÍÐ SEXTUGUR
3
í hug ástir hinna fornu skálda, Hallfreðar
og Kormáks, sem þorðu eigi að vakna af
ástadraumum sínum af ótta við vonsvik í
vöku hjónabands.
Fyrstu fulltrúar þessa nýja skáldaskóla
hér á landi voru þeir Davíð Stefánsson með
Svörtum fjöðrum og Stefán frá Hvítadal
með Söngvum förumannsins 1918. Hér
kveður við nýjan tón og harla ólíkan hreimi
eldri ljóðskálda þessara tíma, ekki sízt
skáldtröllanna Stephans G. Stephanssonar
og Einars Benediktssonar. Þorsteinn Erl-
íngsson var nú látinn og síra Matthías kom-
inn á elliár. Hinum nýja lúðurhljómi ungu
skáldanna var tekið með fögnuði af þjóð
vorri, ekki sízt ungu kynslóðinni. Davíð
náði þegar því lagi, er seiddi og laðaði,
vakti í brjóstum manna hugþekkar kenndir,
samúð með smælingjum, ást á fegurð í allri
mynd, andúð og hatur á ranglæti og rangs-
leitni. Fjölmörg kvæða hans eru söngvar,
þar sem hann knýr hörpu sína af innri
bruna og hita hjartans, en þó er allt „af
setningi slegið“. Hann talar til mannlegra
hjartna á máli því, er hjörtun skilja bezt,
tungu tilfinninga og geðhrifa, enda vinnur
hann þegar hjörtu þeirra, er lesa kvæði
hans, greina myndir þeirra ng hálfmyndir,
yndisleik og birtu — eða Kynngi og dul-
i’emmi. Davíð er þjóðlegur og alþjóðlegur
í senn. Hann yrkir undir gömlum bragar-
háttum eða smíðar nýja að vild. Rímleikni
hans virðast engin takmörk sett. Yrkisefnin
eru fjölskrúðug, sótt víða til fanga, í ís-
lenzka sögu, Biblíuna, sögu mannkynsins,
samtíðina, þjóðsögur, en ekki sízt í mann-
legt eðli og mannlegar tilfinningar. Það
þarf því engan að undra, að Davíð náði
skjótt almennum vinsældum með þjóðinni
°g er löngu talinn í hópi bezta skáldavals
íslendinga, og er þá ekki aðeins átt við þá
kynslóð skálda, sem nú er ofar moldu.
Nú má enginn skilja upphafsorð mín svo,
að Davíð hafi ekki tekið neinum breyting-
um sem skáld með aldri og reynslu. En þær
breytingar eru ef til vill fremur láréttar en
lóðréttar, fremur víkkun en hækkun. Hann
verður fjölbreyttara og umfangsmeira
skáld, eftir því sem á ævina líður, en tæp-
ast djúpristara eða hásigldara. Hann ferð-
ast víða, m. a. til Italíu og Rússlands, kynn-
ist fleiru, ræðst í fleira. Hann yrkir nokkur
há-raunsæ kvæði, svo sem „Konan, sem
kyndir ofninn minn“, „Með lestinni“ og
„Bréfið hennar Stínu“; mikinn og voldug-
an ljóðabálk í tilefni Alþingishátíðarinnar
1930; sálminn „A föstudaginn langa“;
hvassar manngerðarádeilur eins og „Rott-
ur“, „Nirfillinn“; þjóðfélagsádeilur(„Snjó-
mokstur“, ,,Svartidauði“); söguljóð („Hræ-
rekur konungur í Kálfskinni“, „Helga
jarlsdóttir“); náttúrulýsingar („Sigling inn
Eyjafjörð“); um önnur skáld (Höfundur
Skugga-Sveins, Askurinn); að ógleymdum
öllum ástaljóðunum. Kvæðabæicur Davíðs
eru 7: Svartar fjaðrir 1919, Kvæði 1922,
Kveðjur 1924, Ný kvæði 1929, í byggðum
1933, Að norðan 1936 og Ný kvæðabók
1947.
Davíð hefir fengizt við fleira en kvæða-
gerð. Arið 1940 kom út eftir hann löng
skáldsaga í 2 bindum, er hét Sólon Islandus.
Um hana farast Davíð sjálfum svo orð:
„Þetta er fyrsta skáldsaga mín. Segir hún
frá Sölva Helgasyni, hinum alkunna lands-
hornaflakkara. Sjálfur nefndi hann sig Sól-
on íslandus, táknrænt nafn, og þótti mér vel
hæfa, að sá væri titill bókarinnar. Ætlun
mín var, að Sölvi birtist þjóðinni í allri
sinni nekt, þess vegna neyddist ég til að
varpa frá mér allri miskunnsemi. Hann er
eins konar samnefnari þeirra vandræða-
manna, sem reyna að vega móti niðurlæg-
ingu sinni, en missa jafnvægið og fyllast