Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 28

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 28
20 SJÓNARVOTTUR N. Kv. fyrir þér. Sá sem þar er, hefur smádrengi eins og þig í morgunverð.“ Buddy hélt inn eftir ganginum. Hann horfði kvíðinn í kringum sig —, smeykur við að fara ef til vill dyravillt. „Hinar dyrnar,“ mælti lögreglumaður- inn og kinkaði kolli. Buddy hélt áfram. Hann lagði lykkju á leið sína er hann fór fram hjá hættulegu dyrunum. A þær næstu bankaði hann. Hann var álíka hræddur og þegar hann drap á dyr á skrifstofu yfirkennara skólans. Hann var hræddari. ,,’minn,“ var svarað. Buddy ætlaði ekki að þora að ljúka upp hurðinni. „Nú nú,“ var sagt hranalega fyrir innan. Þá fannst Buddy verra að standa lengur kyrr, en opna hurðina og ganga inn. Hann herti upp hugann og lauk upp. Á síðustu stundu mundi hann að loka hurðinni á eft- ir sér. Ef slíkt gleymdist í skólanum, varð viðkomandi að fara út aftur og drepa á dyr að nýju. I stofunni sat maður við skrifhorð og ein- hlíndi efst á hurðina. Það var eins og hann hefði gert það lengi. Þegar hurðin laukst upp og lokaðist aftur án þess að augu hans sæju nokkuð athyglisvert, smáfærðust þau niður unz þau staðnæmdust við Buddy. „Hvað á þetta að þýða,“ rumdi í honum. „Hvernig stendur á ferðum þínum hingað nu: Það var eins og fyrri spurningunni væri ekki beint til Buddys, heldur til lampans í miðju loftinu, eða einhvers annars þar uppi. Buddy varð að endurtaka sögu sína, og endurtekningin reyndist honum sízt léttbær- ari. Maðurinn horfði aðeins á hann. Buddy hafði vænzt þess, að sagan vekti mikla og verðskuldaða athygli —, að allt starfslið stöðvarinnar yrði kallað út í skyndi. Hann hafði hugsað sér, að ótal lögreglubílar yrðu sendir af stað —, að stuttar, ákveðnar skip- anir yrðu gefnar með þrumandi röddu. Þannig hafði hann oft séð á kvikmyndum. Þar var það ávallt: einhver sem þaut út þeg- ar í stað, er fréttir hárust á. horð við þær, sem hann hafði flutt að þessu sinni. En hér — í sjálfum raunveruleikanum — sat mað- urinn grafkyrr og horfði bara á hann. Þó spurði hann um síðir: „Hvað heitir þú, drengur?“ Og hann spurði líka: „Hvar áttu heima?“ Buddy sagði það. Maðurinn liélt áfram: „Þú hefur líklega ekki fengið martröð, eða hvað? Það er að segja dreymt ljótan draurn, sem hefur gert þig hræddan. Skil- urðu?“ „Ójú,“ sagði Buddy óvarkár. „Það héf ég sannarlega.“ Maðurinn mælti í lítinn kassa, sem stóð á horðinu: „Ross, komdu liingað snöggvast.“ Annar maður kom inn. Hann var líka ó- einkennisbúinn. Hvorugur var einkennishú- inn. Það gerði þá tilkomuminni í augum Buddys. Þeir töluðust við hljóðlega nokkra stund. Buddy gat ekki heyrt livað þeim fór á milli. En hann fann á sér, að samtalið snerist um hann, því að öðru hvoru gutu þeir augunum til hans. Þeir litu ekki út eins og þeim bar, — engin sviphrigði vorn sjá- anleg í andlitum þeirra, — þeir virtust full- komlega rólegir eins og saga hans hefði ekki haft hin minnstu áhrif á þá. Helzt var að sjá, að saga hans hefði aðeins gert þeim glatt í geði, að þeir ættu bágt með að vera alvarlegir, eins og staða þeirra þó krafðist af þeim. Sá fyrri vék sér aftur að Buddy og mælti-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.