Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 25
N. Kv.
SJÓNARVOTTUR
17
burtu, og hann var nógu snarráður að not-
færa sér hann.
„Nei, pabbi,“ sagði hann hógværlega,
;,ég skal aldrei skrökva að þér.“ Og svo
skaust hann út um dyrnar.
En faðir hans bætti við í skyndi:
„Þú viðurkennir þá að hafa skrökvað
þessu?“
Buddy hikaði andartak. Frelsið var á
næsta leiti. Hann hætti við að svara.
Þetta var einkennilegt fyrirbæri. I flýt-
inum, sem á honum var, gat hann ekki áttað
sig á hvað var að gerast. Hann hafði verið
barinn fyrir að segja það, sem þau héldu að
væri ekki satt, og nú vildu þau knýja hann
til sama verknaðar og hann hafði verið bar-
inn fyrir. Ef hann sagði það sem satt var,
þá var honurn hegnt fyrir það. Og ef hann
skrökvaði, væri það sama og að endurtaka
það, sem barsmíðinu olli.
Hann reyndi að koma sér úr vandanum
með því að bera sjálfur fram spurningu:
„Ef við .... ef við sjáum eitthvað með
eigin augurn, er það þá ekki satt?“
„Jú, auðvitað,“ svaraði faðirinn óþolin-
móður. „Þú ert orðinn svo stór, að þú ættir
að vita það. Þú ert ekki neinn ívævetlingur
lengur.“
„En eg sá það, og þá hlýtur það að vera
satt.“
Að þessu sinni varð faðirinn fyrst bál-
vondur. Hann þreif í treyjukraga Buddys
og dró hann frá dyrunum. Og nú leit út
fyrir að hann ætlaði sér að lúskra honum
svo um munaði. En hann gerði það ekki.
I stað þess tók hann lykilinn úr skránni,
opnaði hurðina og stakk honum í skrána
að utanverðu.
„Hér skaltu fá að dúsa þangað til þér
þóknast að viðurkenna, að allt þitt slúður
£é viðurstyggileg lýgi,“ sagði hann ösku-
vondur. „Og þú skalt ekki sleppa héðan,
þótt þú þurfir að vera hér allan daginn og
fram á kvöld.“
Hann snaraðist út, skellti hurðinni á eftir
sér og læsti. Lyklinum stakk hann í vasann,
svo að móðir Buddys gæti ekki opnað, ef
svo kynni að fara, að hún sæi aumur á hon-
um meðan hann sjálfur svæfi.
Buddy lét sig falla niður á stól og draup
höfði ráðalaus. Hann reyndi að finna lausn
þessara miklu gátu. Hann hafði fengið
ráðningu fyrir það, sem foreldrar lians
voru sífellt að klifa á að hann gerði, að
segja ávalt sannleikann.
Hann heyrði til föður síns frammi. Hann
var að búa sig undir svefninn. Skórnir féllu
á gólfið, fyrst annar þeirra, síðan hinn. Það
marraði í rúmbotninum þegar hann lagðist
útaf. Síðan varð allt hljótt. Þarna mundi
faðir hans sofa allan daginn, alveg frarn í
myrkur. Buddy vonaði að móðir sín hleypti
sér út, áður en hún færi í vinnuna.
Hann gekk til dyranna og byrjaði að
snúa handfanginu undur varlega, ef ske
kynni að hann vekti með því athygli móður
sinnar. Hann þorði ekki að kalla eða valda
öðrum hávaða. Faðir hans gæti valaiað
aftur.
„Mamma!“ hvíslaði hann í skráargatið.
„Heyrðu, mamma!“
Eftir litla stund heyrði hann, að hún kom
léttstíg að dyrunum.
„Er það þú, mamma? Opnaðu fyrir
• t U
mig I
„Þetta er þér fyrir beztu, Buddy,“ livísl-
aði hún á móti. „Eg get ekki opnað fvrr en
þú hefur viðurkennt að hafa skrökvað að
okkur. Hann hannaði mér að gera það.“
Hún beið þolinmóð eftir svari. „Viltu gera
það, Buddy minn?“
„Nei,“ stundi hann. Hann settist vonsvik-
inn á stólinn aftur.
Hvað átti hann að taka til bragðs, þegar