Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 26
18 SJÓNARVOTTUR N. Kv. foreldrar hans trúðu honum ekki? Til hverra átti hann að snúa sér? Einhverjum varð hann að segja það, sem fyrir hann hafði borið. Ef hann gerði það ekki, en þegði, var það ef til vill jafn saknæmt, og að hafa sjálfur tekið þátt í því, sem hann hafði verið sjónarvottur að. Hann var ekki eins hræddur og í nótt, enda var bjartur dagur. En í hvert skipti, sem honum datt atburðurinn í hug, fann hann til undarlegs leiða og hálfgerðrar ógleði. Hann varð að segja einhverjum frá því, sem gerst hafði, hvað sem það kostaði. III. Allt í einu varð honum litið á gluggann. Hvers vegna hafði honum ekki dottið hann í hug fyrr? Ekki með það fyrir augum að komast út um hann, — það vissi hann, að hann gat auðveldlega, því að honum var aðeins krækt innanfrá. Allt til þessa hafði hann ekki ætlað sér að nota þann mögu- leika að komast út um gluggann, því að helzt vildi hann að foreldrarnir gætu sann- færst án frekari málareksturs og það hér inni í stofunni. En það virtist ekki ætla að takast. En hann vissi um annan stað. Ef íil vill mundu þau trúa honum þar. Þegar hinir fullorðnu komust í vanda, líkan þeim, sem liann var í, þá fóru þeir þangað. Hvers vegna skyldi hann ekki gera slíkt hið sama, þó að hann væri aðeins lítill drengur? Lögreglan. Það var til hennar, sem hann átti að snúa sér. Lögreglan varð að fá vitneskju um þetta, — hún fremur en nokkur annar. Ef faðir hans hefði trúað honum, hefði hann áreiðanlega farið til lögreglunnar. Ur því faðir hans fór ekki, varð hann að fara sjálfur. Hann reis á fætur, gekk út að glugganum og opnaði hann. Hann kleyf út á brunastiga- pallinn. Það var enginn vandi. Fyrir dreng á hans aldri var það leikur einn. Hann renndi gluggarúðunni niður, en ekki alla leið. Fyrir neðan hana var ofurlítil rifa, sem hægt var að koma fingrum undir þegar hann kæmi aftur. Hann ætlaði að gera aðvart á lögreglu- stöðinni. Síðan ætlaði hann að læðast sömu leið til baka inn í herbergið, áður en faðir hans vaknaði og lyki upp dyrunum. Þar með yrði hann laus allra mála og þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur framar af því, sem gerst hafði. Hann fetaði sig niður brunastigann og lét sig síðast falla, því að stiginn náði ekki alveg til jarðar. Hann skaust inn um kjall- aradyrnar, gegnum kjallarann þveran og út úr honum götumegin. Til allrar hamingju mætti hann engum á leiðinni. Um leið og hann kom út á götunua tók hann til fótanna. Hann vildi ekki mæta neinum, sem hann þekkti. Ef einhverjir af nágrönnunum sæju hann, var ekkert líklegra en að þeir kæmu upp um hann án þess, að þeir vissu það sjálfir. I einu vetfangi var hann sloppinn fyrir hornið og úr allri hættu. Þá hægði hann ferðina og tók að íhuga hvernig hann ætti að koma orðum að erindi sínu við lög- regluna. Það var sjálfsagður hlutur að fara á sjálfa lögreglustöðina með jafn mikilvægar upplýsingar og þær, sem hann hafði að gefa í stað þess að segja þær einhverjum eða einhverjum lögregluþjóni, sem hann kynni að rekast á af hendingu á götunni. Hann var að vísu dálítið smeykur við lögreglu- stöðina, en það hlaut að vera hættulaust fyr- ir hann að koma þar úr því að hann hafði sjálfur ekkert til saka unnið. Hann vissi ekki nákvæmlega livar lög- reglustöðin var. En hann vissi að l'ögreglu- varðstofan hlaut að vera einhversstaðar i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.