Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 41

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 41
N. Kv. fáðma dýpi, hálfa mílu frá ströndinni. Christian og Young stóðu saman aftur á þilfarinu, meðan séglin voru tekin niður. I gegnum sjónaukann athugaði Christian ströndina og snéri sér síðan að félaga sín- um. — Eg mun verða í landi í allan dag, sagði hann, en ef veðrið kynni að breyt- ast, þá hafðu allt tilbúið til þess að sigla frá landi þegar í stað. — Já, herra. -— Það er lán fyrir okkur, að vindurinn sku.fi vera af suðvestri. Eg vona að það haldist. • ■—:' Það er enginn vafi á því, svaraði Joung. — Það er auðséð á loftinu. — Gerðu svo vel að láta setja bát á flot. Þessi skipun var þegar framkvæmd, og nokkrum mínútum síðar lagði Christian af stað til strandarinnar og með honum Min- arii, Alexander Smitli, garðyrkjumaðurinn Brown og tvær konur, Maimiti og Moetua. Minarii stýrði. Víkin var full af hnull- ungsgfjóti, sem bárurnar brotnuðu stöðugt á. Á báðar hendur gnæfðu þverhnípt hamra- björg, en fyrir botni víkurinnar var stór- grýtisurð, og var það eini staðurinn, þar sem liægt vár-að lenda. Minarii stýrði af mikilli leikni og stefndi bátnum þangað, samtímis því, sem hann hafði gætur á öld- unum, sem eltu hann. Þeir biðu dálítið fyrir utan brimgarðinn. Síðan sættu þeir lagi, þegar stór alda reið undir bátinn, og i'eru í land. Um leið og báturinn kenndi grunns, stukku þeir út og drógu hann upp úr sjó. Framundan þeim gnæfði brött skógivax- in skriða, leifar af hamrabelti, sem einu sinni hafði verið þarna. Kasuari-tré, furðu- lega há, uxu hér og þar, og rætur þeirra vöknuðu sífelt af brimlöðrinu. Kokospálm- ai' og vafningsviðir teygðu toppana upp úr 33 villigróðrinum. Margar tegundir af burkn- um uxu í skugganum. Stundarkorn svipað- ist þessi fámenni hópur um, án þess að mæla orð. Allt í einu rak Maimiti upp fagnaðaróp og flýtti sér að runna, sem óx út úr sprungu milli klettanna. Hún kom aftur með grein í hendinni með gljáandi blöðum og litlum hvítum vaxkendum blóm- um. Hún hélt þeim upp að vitum sínum og dró að sér ylminn. — Þetta er tefano, sagði hún og sneri sér að Christian. Moetua varð einnig frá sér numin, og nú söfnuðu þær báðar sam- an blómum og bundu kranza í hár sitt. — Við munum verða hamingjusöm hér, sagði Moetua. — Sjáið þið. Það er krökt hér af pandarnestrjám, eik og furu. Þetta er alveg eins og á Tahiti. — En þegar þú horfir út á hafið, er hér ekki eins og á Tahiti, bætti Maimiti við hugsandi. Hér eru engin rif. Við munum sakna kyrru lónanna okkar. Og hvar eru árnar? Það geta ekki verið neinar ár í svona litlu landi, þar sem klettarnir eru snarbratt- ir niður í sjó. — Nei, sagði Christian, hér finnum við ekki ár eins og á Tahiti. En það eru áreið- anlega lækir í sumum gjánum. Hvað held- ur þú Minarii? Tahitibúinn kinkaði kolli. — Vatn mun okkur ekki skorta, sagði hann. Þetta er gott land. Þéttur trjágróðurinn, sem vex, jafn- vel hér á milli klettanna, sannar það. Brauðræturnar og kartöflurnar okkar munu þroskast vel í þessari jörð. Ef til vill finnum við þær líka villtar hérna. I gján- um er líklega allt grasivafið. Christian hallaði höfðinu aftur á bak og starði upp í þéttan gróðurinn í klettunum, sem gnæfði fyrir ofan þau. Hér verður nóg verkefni við að ryðja jörðina til ræktunar, sagði hann. — Eg skal vinna minn hluta PITCAIRN-EYJAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.