Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 43
N. Kv.
PITCAIRN-EYJAN
35
fyrir ofan þau, vaxið þéttum gróðri upp að
efstu tindum, en út við hafið var það bratt
með berum klettabeltum. Þegar undan var
skilið þungt brimhljóðið neðan frá strönd-
inni, ríkti hér þögn, sem aldrei virtist hafa
verið rofin áður. En allt í einu heyrðu þau
fuglasöng. Söngurinn virtist vera í tölu-
verðri fjarlægð, og sömu tónarnir voru allt-
af endurteknir. Þau urðu undrandi þegar
fuglinn skauzt allt í einu fram úr kjarrinu,
lítill gráleitur hnoðri með hvítt hrjóst, og
hélt áfram að syngja einmanalegan og íil-
breytingalausan söng. Aðra landfugla sáu
þau ekki, og engin lifandi vera varð á vegi
þeirra, að undanskilinni lítilli mórauðri
rottu og sandeðlu, sem hraðaði sér yfir vis-
in blöðin og blíndi litlum skærum augum á
þau út úr trjástofni. Allt í einu sagði Mai-
miti:
— Hér hefur verið fólk á undan okkur.
-— Hérna? Hvaða vitleysa, Maimiti.
— Eg veit það, —- svaraði hún alvarleg.
— Það er langt síðan, en hérna, þar sem við
göngurn, hefur einu sinni verið stígur.
Christian brosti góðlátlega. — Það efast
ég um, — sagði hann.
— Það er af því að þú ert ekki af okkar
kynþætti, — sagði stúlkan, — en Moetua
mundi líka sjá það, og Minarii. Mér fannst
þet’a þegar við vorum að klifra upp frá
lendingarstaðnum, nú er eg viss um það.
Fólk af mínum kynþætti hefur einhvern
tíma húið hér.
— Hvers vegna er það horfið?
— Hver getur vitað það? Ef til vill er
þetta ekki farsæll staður.
— Ekki farsæll? Eyjan sem er svona
frjósöm og falleg.
— Fólkið gæti hafa flutt með sér ein-
bverja gamla ógæfu. Venjulega er það ekki
landið, sem á sökina, heldur þeir, sem setj-
ast þar að.
— Þetta getur ekki verið rétt, Maimiti,
— sagði Christian eftir stundar þögn. —
Hvað ætti að hafa rekið það hingað, svona
langt frá öðrum byggðum löndum?
— Það eru fleiri en þið hvítu mennirnir
á stóru skipunum, sem fara langferðir, —
svaraði hún. 1 þessu stóra hafi er ekkert
land, sem fólk af mínum kynþætti hefur
ekki fundið á undan ykkur. Jafnvel hér hef-
ur það verið.
— Ef til vill .... Heldur þú ekki að við
verðum hamingjusöm hérna? spurði hann
eftir stundarkorn. — Þú ert þó ekki óánægð
yfir því að við skulum vera komin hingað?
Nei .... svaraði hún dræmt. — En það
er svo langt hingað. Eigum við aldrei að
fara aftur til Tahiti?
Christian hristi höfuðið. — Aldrei. Það
sagði eg þér áður en við komum hingað, —
bætti hann við blíðlega.
Já, eg veit það. — Hún leit á hann og
reyndi að brosa, en augu hennar voru full
af tárum. — Þú mátt ekki láta þér leiðast
það, þó að eg hugsi stundum um Tahiti.
Leiðast það. Auðvitað mun mér ekki leið-
ast það . . . .! En við munum verða ham-
ingjusöm hérna, Maimiti. Eg er viss um
það. Landið þekkjum við ekki ennþá, en
strax og við höfum byggt okkur hús og eign-
ast börn, eigum við hér heima. Þá verður þú
alltaf hamingjusöm.
Sambandið milli Christians og þessarar
aðalbornu Tahitikonu hafði ekki skapazt ai
tilviljun eða fljótræði. Þau höfðu orðið
hrifin hvort af öðru skömmu eftir að Boun-
ty kom fyrst til Tahiti, og tilfinningar þær,
sem þau báru hvort til annars, urðu sterk-
ari með hverjum degi, sem hann var þar.
Meðan Christian dvaldi á eyjunni hafði
hann lagt á sig mikið erfiði, til þess að læra
mál eyjarskeggja, og með svo góðum á-
rangri, að hann gat talað það næstum reip-