Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 48
40
PITCAIRN-EYJAN
N.Kv.
— Þú mundir alltaf hafa tekið Brown
og Alex Smith, sagði Young.
— Já, eg mundi hafa tekið þá. Þeir eru
báðir ágætir.
— Þeir dá þig líkt og þú værir guð,
bætti Young við og brosti, — einkum Smith.
Þar átt þú tryggan vin.
— Þetta þykir mér gott að heyra. Mér
fellur mjög vel við Smith. Hvað veizt þú
um hann? Hvaðan er hann?
— Eg hef kynnzt honum betur þessa síð-
ustu þrjá mánuði af ferðinni heldur en all-
an tímann, sem við vorum á leiðinni frá
Englandi. Hann var prammaformaður á
Themsá, þegar Bligh réði menn á Bounty.
Hann hefur sagt mér að hið rétta nafn sitt
væri Adams og að hann hafi verið alinn
upp á munaðarleysingjahæli nálægt Lon-
don.
— Adam, segir þú, það var skrítið.
Hvers vegna breytti hann um nafn?
— Hann vildi engar upplýsingar gefa
um sjálfan sig, og eg vildi ekki ganga hart
að honum.
— Nei, auðvitað ekki. En hvað svo sem
á daga hans kann að hafa drifið, er eg viss
um, að hann hefur alltaf verið heiðarlegur.
— Já, það þori eg að sverja, sagði
Young ákveðið. — Hann er grófgerður og
úmenntaður en þú rnátt treysta honum. Það
er ekkert illt íil í honum.
-—- Hvað viðvíkur skipinu verðum við
að taka ákvörðun strax, sagði Christian eft-
ir augnabliks þögn.
— Þú hefur í huga að eyðileggja það?
— Já. Ert þú samþykkur því?
— Algerlega.
— Það er ekki um annað að gera, vegna
þess að eyjan er hafnlaus eins og þú sérð.
En eg vil helzt að sú tillaga komi frá fólk-
inu sjálfu. Það verður að sjá nauðsyn þess,
ef það hefur ekki þegar séð liana.
— En setjum nú svo, að örugg höfn
finndist.
— Jafnvel þó svo væri, vil eg ekki hafa
skipið ofansjávar. Nei, við verðum að
brjóta allar brýr að baki okkar. Eg býst
ekki við að til sé eyðilegri ey í Kyrrahaf-
inu, en þó er hún þekkt, þess vegna er hugs-
anlegt að einhverjir komi hingað. Við get-
um ekki leynt skipinu. En er við höfum los-
að okkur við það, getum við gert bústaði
okkar þannig, að þeir sjáist ekki frá sjón-
um. Vegna þess hve erfitt er. að komast í
land, eru elcki miklar líkur til þess að það
verði reynt, þó að skip fari framhjá,
minnsta kosti ekki ef eyjan er álitin óbyggð.
Þegar við höfum eyðilagt skipið höfum við
ekkert að óttast.
— Má eg gera athugasemd?
— Já, sannarlega, segðu mér álit þitt.
-— Fólkið bíður með eftirvæntingu eft-
ir að vita hvað þú hefur í hyggju, það veit
eg. Væri ekki ráðlegt að þú segðir því nú í
kvöld, hvaða álit þú hefur á eynni?
Christian hugsaði sig um stutta stund. •—-
Eg er sammála þér, sagði hann. Viltu biðja
það að koma upp á þilfar.
Hann gekk fram og aftur í lyftingunni
meðan Young framkvæmdi skipun hans.
Fólkið safnaðist saman í hálfhring kring-
um mastrið og beið þess að Christian á-
varpaði það. Konurnar stóðu fyrir aftan
karlmennina, gægðust yfir axlir þeirra og
skröfuðu saman. Það var óvenjuleg skips-
höfn, sem þarna var saman komin og beið
þess að heyra hvað foringi hennar segði.
— Aður en við afráðum nokkuð, vildi
eg vita vissu mína um, hvort þið eruð a-
nægðir með, að þessi eyja verði framtíðar-
heimili okkar. Þið voruð allir sammála mer
um, að við skyldum leita að stað, og ef við
fyndum hann, skyldum við setjast þar að.
Félagar ykkar, sem voru með mér í landL