Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 38

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 38
30 PITCAIRN-EYJAN N. Kv. báturinn tilbúinn. Þeir settu hann á sjóinn, og síðan réru þeir frá skipinu. Bounty hélt sömu stefnu og skreið hægt áfram á sléttum sjónum. Þeir, sem á bátnum voru réru góðan spöl á undan skipinu, en að nokkrum tíma liðn- um náði það þeim aftur. Einn maður dorg- aði meðan hinir andæfðu bátnum yfir stórri fiskatorfu. Hópur sjófugla var yfir þeim og steypti sér alltaf öðru hvoru niður í sjó- inn er fiskur nálgaðist yfirborðið. Fólkið á skipinu sá hvern fiskinn af öðrum falla spriklandi niður í bátinn. Blökkumennirnir kveiktu nú bál á þil- farinu, til þess að sjóða fiskinn. Það var greinilegt að fiskurinn mundi verða rífleg máltíð fyrir alla. Litlu síðar lagðist bátur- inn upp að skipshliðinni og nokkrum stór- um fiskum var kastað upp á þilfarið. Alex- ander Smith hafði leyst varðmanninn í mastrinu af verðinum. Og er allir voru önnum kafnir við að undirbúa máltíðina, hrópaði hann allt í einu eins hátt og hann gat. Land fyrir stafni. Karlar og konur þutu upp í reiðann og störðu framundan. Christian fór einnig upp í mastrið, tók sér stöðu við hlið Smith og r brá sjónaukanum fyrir augu sér. A alla vegu, svo langt sem augað eygði, var ekkert að sjá nema himin og haf, en á einum stað sást svartur depill, svo lítill, að aðeins hið skarpasta auga gat greint hann. Christian lagði sjónaukann að mastrinu og horfði lengi á þennan litla depil. — Það veit Guð, Smith, sagði hann, •— að þú hefur ósvikin augu. Hinn ungi sjómaður brosti. — Skyldi þetla vera Pitcairn-eyjan, sagði hann. — Já, það held eg, — svaraði Christian utan við sig. Landið var ennþá langt í burtu, en um miðjan dag óx vindurinn, og er máltíðinni var lokið, horfðu allir á þessa hrikalegu klettaeyju, sem stöðugt kom betur og betur í ljós. Blökkumennirnir, sem létu sig fram- tíðina engu skipta, virtu eyna fyrir sér með óblandinni ánægju, en meðal hvítu mann- anna voru nokkrir, sem voru önugir og svip- þungir. Eyjan breytti lögun eftir því sem hún hækkaði úr sjó. Christian hafði farið niður í klefann sinn ásamt tveimur blökkumönn- unum, sem voru fyrirliðar landa sinna, og hann hafði boðað á sinn fund. Minarii, sem var frá Tahiti, var mikilúð- legur maður og hafði örugga framkomu, sem bar vott um að hann hefði verið mikils- metinn meðal landa sinna. Rödd hans var djúp og sterk og húðin margvíslega skreytt einkennilegum og óskiljanlegum merkjum. Yfir þykku, gráu hárinu bar hann hvítan vefjahött. Förunautur hans, Tetahiti, var ungur höfðingi frá Tupuai, sem hafði yfir- gefið eyjuna vegna þeirrar vináttu, sem hann hafði bundið við Christian, og vegna þess að hann vissi að þessi vinátta mundi hafa kostað hann lífið, ef hann hefði orðið kyrr, eftir að skipið var farið. íbúarnir á Tupuai hötuðu hvítu mennina af öllu hjarta. Það var hreinasta heppni að uppreisnar- mennirnir skyldu hafa komist burt frá eyj- unni, án þess að einhver þeirra týndi lífinu. Tetahiti var karlmannlegur maður, þótt hann jafnaðist ekki við Minarii. Andlits- dræltirnir voru mildari og augna-tillitið ekki eins hvast. Báðir vissu þeir að Boundy var að leita að eyju, þar sem þeir gætu stofnað nýlendu. Christian ætlaði nú að skýra fyrir þeim alla málavexti, eins og þeir voru í raun og veru. Þeir biðu þess með óþreyju, að hann byrjaði að tala. — Minarii, Tetahiti! sagði hann að lok- um. Það er dálítið, sem ég vil segja vkkur. Við höfum verið félagar hér á skipinu og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.