Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 50

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 50
42 PITCAIRN-EYJAN N. Kv. orðið okkur til óþæginda. Reynsla okkar frá Tupuai mun ekki endurtaka sig hér. Mér virðist þetta vera hinn rétti staður og herra Young er mér sammála um, að við hefðum getað siglt um allt Kyrrahafið, án þess að finna stað sem væri heppilegri fyr- ir menn í okkar sporum. Hugsið nú alvar- lega um þetta. Eigum við að setjast að hér eða ekki. Þeir, sem eklci vilja það, verða að koma með gildar ástæður. — Eigum við að vera hér alltaf, herra Christian? spurði Mc Coy. -—• Já, við verðum að gera okkur það ljóst. Eg hef áður sagt, að ef við förum í land verðum við hér alltaf. — Þá er eg ekki verulega hrifinn af því. — Af hvaða ástæðu? — Staðurinn er of lítill. Við hefðum heldur átt að setjast að á eynni, sem við komum fyrst til eftir uppreisnina á leiðinni til Tupuai. Þér eigið við Raratonga? — Já, það hefði verið mikið betra. Christian hugsaði sig um augnablik. — Eg vil vekja athygli þína á því Mac Coy, að eg íhugaði í alvöru að sigla skip- inu til Raratonga. En mér virtist allt mæla á móti því. Þeir, sem eftir urðu af skipinu á Tahiti, þekkja staðinn og meðal þeirra voru menn, sem áreiðanlega hefðu sagt liðs- foringjunum á leitarskipunum frá okkur. Þar að auki var hún aðeins í hundrað sjó- mílna fjarlægð frá Tahiti. Við hefðum aldrei verið óhultir þar. Hafið þið fleira að segja. • Hann leit á uppreisnarmennina einn af •öðrum. Mills leit undan og stóð með kross- lagða arma og leit flóttalega í kringum sig. Marlin leit á Quintal og sparkaði í hann með berum fætinum, til þess að gefa honum merki um að koma með uppástungur. Jæja. Þeir, sem greiða atkvæði með því að við setjumst að á Pitcairn-eynni, rétti upp hendurnar. Fimm hendur hófust á loft. Eftir stund- arbið réttu þeir Mc Coy og Martin upp hendurnar líka. — Jæja,Mills, sagði Christian ákveðinn. Þessi gamli sjómaður rétti upp höndina hálf nauðugur. — Eg sé að við eigum ekki ann- ars úrkosta, herra Christian. En mér finnst nú samt hart að vera einangraður alla æfi á þesssu eyðiskeri. — Eg held nú samt sem áður, að það sé til þess að forða okkur frá snörunni, svar- aði Christian hörkulega. En hvað verður um skipið? spurði Martin. Eg sting upp á því, að við kveikjum í því, svaraði Smith. Já, herra Christian. Við skulum kveikja í því og sökkva því, sagði William. Það er ekki um annað að gera. Allir voru samþykkir þessari tillögu, og eftir að Christian hafði brýnt fyrir þeim, að muna eftir því í framtíðinni, lét hann þá fara til vinnu sinnar. Þegar þeir voru farnir, sneri Young sér að skipstjóra sín- um. — Þú hefur verið of göfuglyndur, Christian. — Með því að lofa þeim að greiða at- kvæði í úrslitamálum? — Já, eg álít að þú eigir sjálfur að taka ákvarðanir í slíkum málum. — Eg sé vel hættuna, sem þessu er sarn- fara, svaraði Christian. -—- En það er engin önnur leið. Það er mín sök, að þeir eru hér. Hefði eg ekki hvatt þá til að gera uppreisn, mundi Bounty nú vera nálægt Englandi •— á heimleið. Hann þagnaði og horfði þung- búinn til eyjarinnar. — Þessari hugsun hlýtur oft að skjóta upp í hugum þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.