Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 12
4 DAVÍÐ SEXTUGUR N.Kv. brjálæðiskenndu stórlæti. Lífslygin verður svölun hans og sjálfsvörn, og loks tekst hon- um að ljúga sig í sátt við sitt eigið auðnu- leysi.“ Og enn segir Davíð: „Þegar ég var barn að aldri, heyrði ég Sölva oft getið. Sumt af nánasta ættfólki mínu hafði árum saman dvalizt í Sléttuhlíð, samtíða Sölva, og hafði frá mörgu að segja. Ég varð hon- um því snennna kunnugur, safnaði drögum til sögunnar og loks hófst ég handa. Ymis fyrirbrigði í íslenzku þjóðlífi síðustu ára urðu mér livöt til að vinna þetta verk. Sag- an um Sölva-eðlið er nútímasaga, þótt hún gerist fyrir fáum áratugum.“ Árið 1925 kom út fyrsta leikrit Davíðs, Munkarnir á Möðruvöllum, en síðan varð langt hlé, þar til hið næsta birtist, 1941, en það var verk, sem víðast hefir borið hróður Davíðs, Gullna hliðið. Það var frumsýnt í Reykjavík 2. jóladag það ár, og íil marks um vinsældir þær, er það hlaut í upphafi, má nefna, að það var sýnt 66 sinnum á næstu á mánuðum. Það hefir verið sýnt bæði í Noregi, Finnlandi og Skotlandi auk hérlendra sýninga. Bæði Gullna hliðið og kvæðið „Sálin hans Jóns míns“ (I bvggð- um) eru samin eftir einkennilegri, en skemmtilegri íslenzkri þjóðsögu, sem Matt- hías Jochumsson færði í letur á skólaárum sínum. Tvö önnur leikrit liefir Davíð sam- ið, Yopn guðanna og Landið gleymda. Islenzka þjóðin stendur í mikilli þakkar- skuld við Davíð Stefánsson frá Fagraskógi fyrir allar þær góðu gjafir, er hann hefir gefið af rausn anda síns. „Skáld skrifta og játa. Skáld hlæja og gráta. Skáld eru skjót til svara. Skáld koma og fara.“ Svo kveður hann sjálfur um náskyldan og næsta sviplíkan og raunlíkan félaga sinn á skáldabekk, Hallfreð vandræðaskáld. En þótt skáld komi og fari, gleymast þau mis- jafnlega seint, allt eftir því, hve lífvæn verk þeim hefir auðnazt að skapa. Sum falla í gleymsku, þegar kynslóð þeirra hnígur í valinn, önnur lifa í ljóðum sínum á vörum og í hjörtum ótalinna ættliða. Það er trúa mín, að Davíðs Stefánssonar bíði það góða hlutskipti. VÍSU R. Kristín Pálsdóttir (skálda) kom hrjáð að Húsafelli í Borgarfirði. Hafði hún þá farið Kaldadal og hreppt þar vont veður. Eftir að hún hafði heilsað og farið úr vos- klæðum var henni borin einhver hressing. Þá kastaði hún fram þessari stöku: Eg kæri mig ekki um kláragull, — en kannske ég verði að svíni, ef kannan sú arna kæmi full af kaffi og brennivíni. Eftir að hafa þegið góðan beina vatt hún sér að Kristleifi Þorsteinssyni, sem þá var þriggja ára og kvað: Alvöld mildin sýni sig, svo þeim eflist hróSur. Krafíur drottins krýni þig Kristleifur minn góSur. (Handrit Björns Jakobssonar á Stóra-Kroppi). Ásgrímur Hellnaprestur ætlaði einhverju sinni að messa að Laugarbrekku. Var hann orðin leiður á að bíða eftir kirkjufólki, en um síðir sáust þó nokkrar hræður koma. Klerkur mælti þá þessa vísu: Strjálast tekur stöku kind, stráka ríll og kerlingar; sumt er varla manns í mynd, mátulegt til heng’.ngar. (Úr vísnakompu GuSm. Frímanns).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.