Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 49

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 49
N.Kv. PITC AIRN-EY J AN 41. hafa áreiðanlega sagt ykkur frá kostum eyjarinnar, en munið, að ef við förum í land þá verður það til þess að setjast þar að fyrir fullt og allt. Ef einhver ykkar hef- ur annað í hyggju, þá segi hann það nú. Margir svöruðu þegar í stað: — Eg vil að við setjumst hér að, herra Christian. Þetta er ágætur staður. Við get- um ekki kosið á betra. Mills varð fyrstur til að hreyfa mótmæl- um. — Eg get nú ekki séð, að þetta sé góður staðúr. — Hvers vegna ekki? spurði Christian. Ósjálfrátt hopaði Mills eitt skref aftur á bak, þegar foringinn ávarpaði hann einan, og skotraði augunum órólega til félaga sinna. — Eg hef sagt mitt álit, heiTa Christ- ian; þetta er ekki sá staður sem ég hefði kosið. Eg sný ekki aftur með það. — Já, en það eru engin rök, maður. Við verðum að fá að vita hvers vegna þú ert ó- ánægður. Yfir hverju hefur þú að kvarta? Þú vilt heldur Tahiti, er ekki svo? — Eg neita því ekki, að eg vildi fara þangað, ef tækifæri gæfist. Christian virti hann fyrir sér þegjandi augnablik. — Hlustaðu nú á mig Mills og þið öll! hélt hann áfram. Eg hef minnzt á þetta áð- ur. í síðasta sinn vil eg endurtaka það, sem eg hef sagt. Við erum ekki enskir sjómenn í fullum rétti um borð í okkar eigin skipi og getum því ekki farið þangað sem okkur sýnist. Við höfum flúið undan réttvísinni og erum sekir um tvöfalt afbrot: Uppreisn og sjórán. Það verður leitað að okkur þeg- ar er uppvíst verður um uppreisnina. — Þú ert þó ekki þeirrar skoðunar, að Bligh gamli hafi komizt til Englands, greip Martin fram í. Christian leit á hann þungbúinn og þegj- andi. — Eg vildi óska, að hann kæmist þang- að, sagði hann, — vegna förunauta hans, sem voru alsaklausir. En það eru ekki mikl- ar líkur til að við fréttum nokkurn tíma af þeim. En hvað um það. Hans hátign mun ekki láta eitt af skipum sínum týnast, án þess að það mál verði rannsakað ýtarlega. Herskip verður vafalaust sent til þess að leita þess, og fer, að öllum líkindum til Ta- hiti. Þar fá þeir fréttir af uppreisninni hjá mönnum þeim, sem urðu þar eftir af skips- höfninni. Þá munu þeir leita um Kyrrahaf- ið eins nákvæmlega og unnt er, til þess að finna felustað okkar. Hver eyja, sem hugs- anlegt er að við leynumst á, verður rann- sökuð. Ef þeir finna okkur og ná okkur á sitt vald er dauðinn vís fyrir okkur alla. Hvað mig snertir, hef eg ákveðið að láta þá ekki ná mér. — Eg ekki heldur, herra, skaut Smith inn í. Hinir uppreisnarmennirnir hrópuðu nú það sama. Það duldist ekki, að þeir voru ákveðnir í að finna öruggan felustað. — Ágætt, hélt Christian áfram, þá erum við að minnsta lcosti flestir okkar sammála um, að okkur langar ekki til að dingla í snöru í reiðanum á einhverju af skipum Hans hátignar. Hvað eigum við þá að gera? Auðvitað að reyna að finna eyju, sem við getum verið vissir um að enginn finni okk- ur á meðan við erum á lífi. Þessa eyju höf- um við fundið. Hún liggur hér fyrir framan okkur. Við erum í meira en þúsund mílna fjarlægð frá Tahiti og langt frá skipaleið- um um Suðurhafið. Þetta er frjósöm og fögur eyja. Það getið þið sjálfir sannfærst um. Hinir innfæddu vinir okkar, sem eg treysti betur í þessu efni en sjálfum mér, segja, að hér þurfi okkur eklci að skorta neitt. Hér eru engir menn fyrir, sem geta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.