Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 13
N. Kv. Þorsteinn M. Jónsson: Andra saga Saga, er eg ætla að segja, er af hundi og dreng. Hún gerðist austur á Fljótsdals- héraði um og eftir miðjan síðasta áratug 19. aldar. Þegar drengurinn, er saga þessi segir frá, var 9 ára gamall, var honum gefinn hvolp- ur. Hvolpurinn var með stór, lafandi eyru, silfurgrár að lit með svörtum dröfnum. Var hann sýnilega af útlendu hundakyni. Vel leizt drengnum á hvolpinn, og það, sem drengurinn þurfti fyrst að hugsa í sam- bandi við hann, var að gefa honum nafn. Venjulegt hundsnafn þótti honum ekki nógu gott, og óviðurkvæmilegt mundi þykja að gefa honum mannsnafn. Drengurinn hafði heyrt Andrarímur kveðnar. Og Andri jarl, sem rímurnar voru um, hafði ekki verið neinn venjulegur maður, heldur jötunn. Drengnum fannst nafnið Andri þróttmikið nafn, og þetta nafn gaf hann hvolpinum. Mjög lét drengurinn sér annt um hvolp- inn og þótti það hin bezta skemmtun að leika sér að honum. Hvolpurinn óx fljótt og varð drengnum fylgispakur. Drengurinn kenndi honum allskonar kúnstir, enda var Andri mjög námfús. Hann steypti sér í djúpa læki og pytti og kafaði til botns í þeim eftir steinum, sem drengurinn fleygði í þá og sagði honum að sækja. Andri kom upp með steinana í kjaftinum og fékk drengnum þá aftur. Ef drengurinn týndi ^ettlingum sínum, er ekki var sjaldgæft, sýndi hann Andra á sér berar hendurnar. -kaut þá Andri af stað þefandi spor drengs- ins og linnti ekki leitinni, fyrr en hann fann vettlingana, tók þá í kjaftinn og færði drengnum, en fékk klapp og vinarorð í staðinn. Var Andri þá ánægður eins og nem- andi, sem gleðst af lofi kennara síns fyrir góðan námsárangur. Á sumrin sat drengurinn yfir kvíaám, og oft þurfti hann að smala fé. Jafnan fylgdi Andri honum við yfirsetur og í smala- mennsku. Kenndi drengurinn honum allt það, sem góður fjárhundur þurfti að kunna. Hlýddi Andri öllum bendingum og köllum drengsins og sparaði honum ótal mörg spor. Andri fór nákvæmlega eftir þessari kenn- ingu Hávamála: „Vin sínum skal maðr vinr vesa, þeim og þess vin; en óvinar síns skyldi engi maðr vinar vinr vesa.“ Hann skynjaði, hverjir voru vinir drengs- ins og við hverja drengnum féll ekki eða hann átti í brösum við. Andri var vinur allra vina drengsins og óvinur þeirra, sem hann vissi, að drengnum var ekki að skapi. Á bænum var maður, sem drengnum samdi ekki að öllu leyti við. Maður þessi þurfti oft að smala fé, og kallaði þá á Andra til þess að fylgja sér, ef drengurinn mátti án hans vera. Leit Andri þá til drengsins, er sagði honum að fylgja manninum. Hlýddi Andri þessari skipun, en þó ekki ánægður. Og þeg- ar maðurinn æflaði að senda hann fyrir fé, gelti Andri framan í manninn og fékkst ekki til neinna snúninga við féð. Brátt gafst mað-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.