Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 52

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 52
44 PITCAIRN-EYJAN N. Kv. þetta var og varpaði honum útbyrðis. Þegar þetla átti sér stað, voru blökkumennirnir í landi, en nokkrar konur höfðu séð hvað Martin gerði og urðu skelfingu lostnar. Ein þeirra varpaði sér útbyrðis og synti til lands, til þess að skýra frá hvað fyrir hafði komið. Blökkumennirnir hröðuðu sér fram í skipið. Hvítu mennirnir, sem voru um borð reyndu að útskýra fyrir þeim hver var ástæðan til þess að Martin hafði gert þetta. Við lá að til uppþots kæmi, en það íókst að koma í veg fyrir það fyrir atbeina Maimiti og Young, sem hafði samúð með blökku- mönnunum og siðum þeirra. Sem betur fór var hægt að sjá steininn í kafi, þar sem hann lá á hvítum sandinum undir skipinu, og það tók aðeins nokkrar mínútur að kafa eftir honum. Þegar það var búið, féll allt í ljúfa löð og blökkumennirnir fóru aftur í land til vinnu sinnar. Að morgni fimmta dagsins, sem þeir voru þarna, snerist vindur til norðaustanáttar og svalur andvari blés inn á flóann. Allir höfðu ákveðið að skipið sigldi á land svo fljótt sem byr yrði hagstæður til þess, og Young bjó nú allt undir þessa stuttu og síð- ustu ferð Bounty. Christian, sem hafði verið í landi um nóttina, kom um borð. Flestar konurnar voru þar líka, og uppreisnar- mennirnir stóðu hver á sínum stað, biðu eftir skipunum og töluðu saman í hálfum hljóðum. Christian klifraði inn yfir borð- stokkinn, leit hvatlega í kringum sig og gekk að stýrinu. — Þetta getur ekki verið betra, sagði hann. — Hér er allt með kyrrum kjörum, er það ekki? — Já, eins og stendur, svaraði Young. — Allt verður komið í land, áður en Mills kemur með einhverja af sínum vitlausu hugmyndum. Eg hef látið Martin vinna hérna fyrir aftan hjá mér, þangað til fyrir stuttu síðan. — Tilbúnir við seglin, kallaði Christian. — Já, herra. — Dragið upp stórseglið. Sjómennirnir við skipsvinduna unnu í ákafa, svo að svitinn bogaði niður sól- brennd bök þeirra. Þær af konunum, sem sterkastar voru, hjálpuðu þeim við þetta verk, en hinar hjálpuðu til að draga upp framseglið. Yindurinn fyllti seglin og skipið snerist hægt undan. Hægt og rólega seig það í átt- ina til strandarinnar meðan akkerisfestarn- ar runnu út. Staðurinn, þar sem ákveðið var að renna skipinu á land, var vinstra megin við fló- ann. Christian fékk nú Young stýrið og fór sjálfur fram á skipið, til þess að segja fyrir um stefnuna. Þetta var örlagaþrungið augnablik fyrir alla skipshöfnina á Bounty. Menn og konur hölluðu sér út yfir borð- stokkinn og horfðu niður í sjóinn, sem stöðugt varð grynnri og grynnri. Martin, Mc Coy og Quintal stóðu saman bakborðs- megin. Martin hristi höfuðið. — Takið eftir því, sem eg segi félagar. Við munum alltaf iðr- ast þessa dags. Quintal sló á öxl honum. — Stökktu út- byrðis Isaac og syntu aftur til Tahiti, ef það er áform þitt. Eg er á þeirri skoðun að við eigum að vera hér. -—Já. Það var létt að sannfæra þig Quin- tal, svaraði Martin. — Þetta var það bezta, sem við gátum gert, er það ekki? Hugsið ykkur öll þau ár, sem eru framundan . • • ■ Guð hjálpi okkur, nú tekur skipið niðri. Skipið var ennþá um það bil mílufjórð- ung frá ströndinni, en kjölur þess straukst með botninum. Klappirnar sáust greini- lega, en ennþá var svo djúpt, að kjölurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.