Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 27
N.Kv.
S JÓNARV OTTUR
19
nágrenninu. Hann hafði heyrt, að þær væru
margar í borginni. Hann sá kaupmann sópa
stéttina úti fyrir búðardyrum sínum. Hann
herti upp hugann og gekk til hans.
„Getið þér sagt mér hvar lögreglustöðin
er?“ spurði hann.
„Hér er engin upplýsingaþjónusta fyrir
pattorma eins og þig,“ svaraði hinn. „Held-
urðu að eg sé einhverskonar bæjarskrá?
Vertu ekki fyrir. Sérðu ekki að eg er í
önnum?“
Buddy slangraði aftur út á götuna og hélt
för sinni áfram. Kaupmaðurinn hafði raun-
ar komið honum til hjálpar, án þess að
ætlast til þess.
Buddy leitaði uppi útisíma og tók að
blaða af ákafa í níðþykkri símaskrá, sem
hékk þar í járnkeðju. Hann ákvað varð-
stofu, sem hann áleit að væri næst og snar-
aðist af stað.
Þegar hann nálgaðist húsið fann hann til
sama ótta og ávalt hafði kvalið hann, er
hann kom nærri slíkum stofnunum. Þegar
hann var lítill, sex-átta ára snáði, hafði
hann verið sannfærður um að lögreglan
væri jafnan óvinveitt öllum litlum drengj-
um.
Hann hikaði stundarkorn við útifyrir. En
þegar hann sá lögregluköttinn koma að ut-
an og læðast inn um dyrnar, þá var eins og
honum ykist hugur, og hann ákvað að ganga
inn.
Maðurinn við afgreiðsluborðið þóttist
vera í önnum og honum þóknaðist ekki að
veita Buddy athygli fyrr en eftir drykk-
langa stund. H.ann var að blaða í einhverj-
um skjölum, eða hvað sem það nú var.
Buddy stóð þegjandi álengdar, þorði ekki
að hefja máls að fyrrabragði.
Þegar maðurinn seint og um síðir leit
ttpp úr skjölum sínum, mælti hann vingjarn-
lega:
„Jæja, hvað var það fyrir þig, drengur
minn? Hefurðu týnt hjólinu þínu eða
hvað?“
„Nei,“ sagði Buddy vandræðalega. „Eg
veit dálítið, sem eg þarf að segja einhverj-
um.“
Lögregluþjónninn innan við borðið brosti
annars hugar og hélt áfram að rýna í blöð
sín.
„Og hvað skyldi það nú vera?“
Buddy horfði hræðslulega í kringum sig
í herberginu og á dyrnar út á götuna eins og
hann væri hræddur um að einhver óviðkom-
andi kynni að heyra til sín.
„Það er dálítið ægilegt ....,“ svaraði
hann. „Það er um mann, sem var myrtur.“
Fyrsta sinni virtist nú lögregluþjónninn
horfa á hann alsgáður og vakandi.
„Veiztu um mann, sem var myrtur?“
„Já,“ svaraði Buddy með öndina í háls-
inum. „í nótt. Og eg hélt að réttast væri að
segja ykkur frá því.“
Hann velti því fyrir sér hvort þetta væri
ekki nóg og hvort sér væri ekki óhætt að
fara. Nei, auðvitað þurftu þeir að vita nöfn
og húsnúmer. Ekki gátu þeir getið sér til um
það.
Lögregluþjónninn klóraði sér á hökunni.
„Þú ert vonandi ekki með nein prakkara-
strik í liugá, karlinn?“ spurði hann strang-
ur á svipinn. En allar efasemdir virtust
hverfa, er hann leit framan í Buddy.
„Nei,“ sagði Buddy.
„Gott, ágætt. Nú skal eg segja þér hvað
þú skalt gera. Þetta er raunar ekki sú deild,
sem fjallar um þessháttar mál, skilurðu.
Sérðu langa ganginn þarna, fram hjá stóru
klukkunni? Þú gengur inn þenna gang, að
innstu dyrum. Þar finnur þú rétta manninn,
og honum skaltu segja alla málavexti. En
farðu nú ekki inn um næstu dyr, þá fer illa