Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 37

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 37
N. Kv. PITCAIRN-EYJAN 29 flutt með okkur. Tólf konur en fimmtán karlmenn! Mc Coy kinkaði kolli. — Við höfum ekki nóg kvenfólk. Það hlýtur að fara illa fyrr eða síðar. — I Raratonga hefðum við getað náð í allar þær stulkur, sem við vildum. Það er kominn tími til að við segjum honum, að við viljum fara þangað, hvort sem honum er það ljúft eða leitt. — Þú hefur rétt að mæla. Þú ert hezti félagi og fyrirmyndarstrákur þegar enginn heyrir til. Martin þagnaði, því að í þessu sá hann Smith koma til þeirra. Alexander Smith var kraftalegur ungur maður um tvítugt, í með- allagi hár, með djúp bóluör á andlitinu. Þrátt fyrir það var franikoma lians ekki óviðfeldin. Það var eitthvað hlátt áfram í fari hans, og í djúpum bláum augum hans mátti lesa bæði glaðlyndi og sjálfstraust. Hann staðnæmdist, krosslagði hendurnar, og horfði á þessa tvo félaga sína með háðs- legu brosi. Martin gaf honum illt auga. — Já, Alex, — hreytti hann út úr sér. Það er þér og John William að þakka, að við höfum flækst hér um á þessu eyðilega hafi í nær því hálfan mánuð. Ef þið hefðuð staðið með okkur, hefðum við fyrir löngu getað neytt Christian til þess að snúa iil haka aftur. Smith sneri sér að Mc Coy. Heyrirðu hvað hann segir, Will! Isaac er vissulega sá maður, sem ætti að segja herra Christian, hvað hann ætti að gera! Hann veit nákvæm- lega hvert við ætlum. Hvernig líst þér á, að við gerum hann að skipstjóra. — Heyrðu nú Alex, — sagði Mc Coy með ásakandi röddu. Það er þó sanngjarnt að við gleymum því ekki, að nú eru liðnir þrír mánuðir síðan við fórum frá Tahiti, og að við höfum leitað að þessari bölvaðri Pitcairn-eyju í þrjár vikur. Hvað veit hann eiginlega um, hvort hún er til eða ekki. — Fjandinn hirði þig. Heldur þú að herra Christian sé sá asni, að hann fari að leita að eyju, sem ekki er til. Eg skal veðja við þig, áður en vika er liðin hefur hann fundið eyna. — Og ef hann finnur hana ekki, hvað þá? spurði Martin. — Spurðu hann sjálfur Isaac. — Eg hugsa að hann muni sjálfur láta þig fá að vita það. Hróp frá varðmanninum, sem stóð vörð uppi í frammastrinu, rauf skyndilega sam- talið. — Hvað er að. Hvað er það sem þú sérð? spurði Smith. Fugla. Stór hópur er fyrir framan oklcur. Christian, sem gekk fram og aftur í lyft- ingunni við hlið Maimiti nam snögglega staðar, er hann heyrði þessi orð. ■— Hlauptu niður og sæktu sjónaukann minn, — sagði hann við hana. Augnabliki síðar klifraði hann upp í reiðann með sjónaukann í hendinni. Einn blökkumannanna kom á eftir honum. Hann sá undir eins hvaða fuglar það voru, sem báru við sjóndeildarhringinn. — Kríur, sagði hann, þegar Christian lét sjónaukann síga. — Það getur ekki verið langt til lands. Christian kinkaði kolli. — Það er svo lítil ferð á skipinu, settu bát á flot og vittu hvort þú verður ekki fisks var. Blökkumaðurinn klifraði niður á þilfar- ið og kallaði til félaga sinna. — Komið þið með veiðistengurnar okkar og færin og látið það í bátinn. Allir, sem voru á vakt, söfnuðust saman, þegar hlökkumennirnir komu með bambus- stengur og handunnin færi og höfðu perlu- skeljabrot fyrir beitu. Innan stundar var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.