Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 36
28
PITCAIRN-EYJAN
N. Kv.
Eftir nokkra stund greiddust skýin sund-
ur, og sólin, sem nú var komin upp fyrir
sjóndeildarhringinn, þurrkaði óðara þilfar-
ið. Dökkblá rönd sást í suðvestri. Skipinu
var nú aftur snúið íil fyrri stefnu.
Young hafði farið undir þiljur. Christian
stóð út við öldustokkinn og starði út yfir
hafið, þungbúinn og einbeittur á svip. Hann
virtist vera miklu eldri en hann í raun og
veru var. Þegar einhverjir voru viðstaddir,
virtist hann rólegur. En þegar hann var
einn, sóttu ósjálfrátt að honum ógeðfelldar
minningar og kvíði fyrir framtíðinni.
Ung hávaxin kona kom upp á þiljur, gekk
léttum skrefum til hans og lagði hendina á
öxl honum. Maimiti var ekki nema 18 ára
gömul. Hún var af tignum ættum á Tahiti,
en hafði yfirgefið land sitt og ættingja, til
þess að leggja út í óvissuna með manninum
sem hún elskaði, þessum ókunna Englend-
ingi, sem hafði komið til eyjarinnar. Smá-
ar hendur hennar, fagurskapaðir naktir fæt-
urnir, litarhátturinn og andlitssvipurinn.
Allt þetta gerði hana ólíka öllum öðrum
konum á skipinu. Strax og hún stóð við hlið
Christians mildaðist svipur hans.
— Heldur þú að við finnum land í dag?
spurði hún.
— Eg vona það. Það getur varla verið
langt undan.
Maimiti svaraði ekki, en hallaði sér út
á öldustokkinn við hlið Christians. Sjálf
var hún óróleg og eftirvæntingarfull. Blóð
feðra hennar, sem höfðu verið sjómenn
mann fram af manni, streymdi í æðum
hennar, og þessi könnunarferð um fjarlæg
höf, sem þjóð hennar liafði aðeins heyrt
helgisagnir um, var henni óþekkt ævintýri.
Frammi á skipinu sátu tveir menn í al-
varlegum samræðum á bak við skipsvind-
una, þar sem þeir gátu talazt við, án þess
að eftir þeim væri tekið. Mc Coy var Skoti,
en bar írskt nafn. Hann var grannur og
beinaber, með þykkt rauðleitt hár, hálslang-
ur og með ákaflega áberandi barkakýli.
Hinn maðurinn Isaac Martin var Ameríku-
maður. Hann hafði af hendingu verið stadd-
ur í London, þegar Bounty ætlaði að leggja
af stað í þessa löngu ferð sína. Hann hafði
kynnzt seglasaumaranum á skipinu í veit-
ingakrá strokið af skipinu, sem hann var
á, með það fyrir augum að komast til Suð-
urhafsins. Hann var illúðlegur maður, um
það bil þrítugur að aldri, hörkulegur í and-
liti, sambrýndur, með ákaflega miklar og
loðnar augnabrýr.
— Við höfum beðið nógu lengi, sagði
hann önugur, þú mátt trúa mér. Þessi bölv-
uð eyja er í raun og veru alls ekki til, og ef
svo væri, þá er hún að minnsta kosti ekki
hérna nálægt.
— Við erum að elta skuggana okkar.
Það er alveg augljóst.
— Jæja, en þá er líka kominn tími til
þess að við segjum honum, að við séum
orðnir leiðir á að flækjast svona íil og frá,
eins og við höfum gert. Milly er á sama
máli. Matt Quintal er líka með okkur.
Brown mun gera það, sem við segjum hon-
um, en Alex getur þú aldrei fengið á okkar
mál. Christian er hans Guð. Eg tel það lík-
legt, að John Williams sé búinn að fá sig
fullsaddan af þessu ,eins og við hinir. Þetta
sýnir að sex eru á móti þremur. Hvað hét
hún eyjan, sem við komum iil á vesturleið?
— Raratonga, kölluðu eyjarskeggjar
hana.
:— Ja-á. Það er sá rétti staður. Þar voru
margar konur, sem eg er ekki húinn að
gleyma. Það getur þú bölvað þér uppá. Ef
við skyldum finna þessa skrambans Pitc-
airneyju einhverntíman, þá er hún ekki ann-
að en klappirnar einar. Og þar með verða
ekki aðrar konur en þær, sem við höfum