Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 10
2
DAVÍÐ SEXTUGUR
N. Kv.
lauk, kom út ljóðabók, sem bar heitið Svart-
ar fjaðrir. Höfundur hennar, Davíð Stef-
ánsson frá Fagraskógi, var þá aðeins 24 ára
að aldri, en var þá þegar orðinn kunnur
ljóðavinum af kvæðum, sem birzt höfðu eft-
ir hann í tímaritum. Fyrsta kvæði bókarinn-
ar, „Mamma ætlar að sofna“, hafði hirzt
þrem árum áður í Iðunni, fyrst allra kvæða
skáldsins, og vakið óskipta athygli vökulla
augna og þunnra eyrna. Þar sté fram skáld,
er sannaði með frumburði þessum, að hann
hafði þegar öðlazt næma formvísi, snillitök
á strengi ljóðagígjunnar, þótt aldursárin
væru aðeins liðlega 20. Kvæðið er í ætt við
þjóðkvæðin gömlu, dansakvæðin, að sniði
og yfirbragði, hátturinn lipur og léttur, lát-
laus og hljóðlegur, án skrauts eða skrúðs,
hæfir því efni kvæðisins, svo að ekki hefði
á betra verið kosið. Barnið, sögumaður, bið-
ur systur sína að vera hljóða í rökkurkvrrð-
inni, svo að móðirin fái notið værðar og at-
hvarfs í draumheimi í ljósaskiptunum. Létt-
stígur hljóðleikur hvílir yfir kvæði þessu,
svo að vér drögum andann ósjálfrátt hljóð-
lega við lestur þess til þess að vekja ekki
hina þreyttu móður. Kjarninn undir hjúpi
formsins er einnig lostætur. Grunur hefir
kveikzt í huga barnsins, sem fátt veit af
sjálfs reynd um harmslungið mannlíf, um
sorgina og þrána, sem hinir fullorðnu þurfa
að þola, ýmist í vonlítilli baráttu raunheiins
eða á vonlausum flótta til draumheima.
Kvæðið er vammlaust listaverk, sem hver
ljóðsnillingur væri fullsæmdur af, ber eng-
in merki reynsluskorts frumvaxta unglings,
sem þar flutti þjóð sinni frumsmíð sína.
Davíð Stefánsson fæddist að Fagraskógi
við Eyjafjörð fyrir réttum 60 árum. Faðir
hans, Stefán alþm. Stefánsson, og föður-
frændur voru í tölu kjarnmikilla góðbænda,
en móðir hans, Ragnheiður Davíðsdóttir,
héraðskunn gáfu- og gerðarkona. Hún var
systir hins gáfaða, en skammlífa náttúru-
fræðings og þjóðfræðasafnara Olafs Dav-
íðssonar, en Jón Árnason þjóðsagnasafnari
og velgerðamaður íslenzkrar tungu var
ömmubróðir þeirra systkina. Þetta er sá
kjörskógur, sem hinn „mæri mjötviður“,
skáldmeiðurinn Davíð Stefánsson, er sprott-
inn í.
En þessu næst skulum við stuttlega
skyggnast til veðurs á þeim dögum, er hann
var að meitlast og mótast. Eins og áður var
getið, hafði heimsstyrjöld geisað árin fyrir
útkomu Svartra fjaðra. Slíkum sortaskýjum
á himni tímans fylgir jafnan stormasúgur í
lífi þjóða og hugum einstaklinga. Fyrir
þessa stórstyrjöld hafði ríkt langt friðar-
tímabil. Menn voru farnir að öðlast trú á
bjarta framtíð mannkynsins, haldgæði frið-
ar og velgengni þjóðanna. Stríðið kollvarp-
aði þessum vonum, menn fylltust ugg og
kvíða, leituðu einhvers nýs í trú og tján-
ingu, þótt fáum væri, ef til vi'll, ljóst, hvers
þeir leituðu eða livar þess væri að leita.
Sumir leituðu nýrra forma í stjórn og skipu-
lagi mannlegs félags. Fornar dygðir voru
látnar fyrir róða, hinar fornu töflur Móse-
lögmáls sættu allmiklum efasemdum. Skáld-
in snúast frá raunsæi til rómantíkur, verða
innhverf, lýsa tilfinningum, úthella hjarta
sínu, sem venjulega er annaðhvort fullt af
taumlausri gleði, beiskum söknuði, logandi
þrá eða þrúgandi sorg. Þrá og þjáning verða
jafnvel aðalatriði, draumurinn dýrari
reyndinni, sorgin verður sæla, kvölin gleði,
einmanaleikinn fögnuður. Helzta yrkisefnið
og ljóðkveikjan verður ástin, ástin, sem er
heitust og sælust í meinum, er dæmd til að
deyja, en lifa þó, hefir söknuðinn að miði
r
og óumflýjanlegri niðurstöðu. Astin vegna
ástarinnar, þráin þrárinnar vegna. Þján-
ingin varð hjá sumum skáldum takmark x
sjálfri sér, lífsnautn, fróun, sæla. Oss fljúga