Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 22
14 S J ÓNARV OTTUR N.Kv. hann synti á þurru landi, eða öllu heldur á járngöddum og það var sínu verra. En hann gat heyrt til þeirra allan tímann. „Hér eru skilríki hans,“ sagði maðurinn. „Cliff Bristol, stýrimaður á flutningaskipi. Agætt. Þess háttar náungar hverfa iðulega. Það eru ekki margir, sem spyrja eftir þeim. En við verðum að gæta þess, að fjarlægja allt, sem hann hefur í vösurn sínum, svo að engum takist að átta sig á hver hann er.“ Konan mælti hálfgrátandi: „Hvað hefur nafnið að segja! Við höfum drepið hann, það er það eina, sem nokkru varðar. Komdu nú, Jói. Við skulurn flýta okkur héðan.“ „Við þurfum ekki að fara,“ svaraði mað- urinn. Hvers vegna skyldum við þurfa að fara. En við verðum að sjá um, að hann komist burtu, án þess að nokkur sjái. Eng- inn vissi, að hann kom hingað upp með þér. Enginn veit hvað hér hefur gerzt. Ef við skiljum hann eftir, þá fáum við þá á háls- inn eins örugglega og að tvisvar iveir eru fjórir. Ef við verðum kyrr, en komum hon- um fyrir kattarnef, mun engan gruna neitt. „En hvernig eigurn við að fara að því, Jói? Hvernig ætlarðu þér að losna við hann?“ „Það skaltu fá að sjá fljótlega. Sæktu báðar ferðakisturnar þínar og tæmdu þær.“ Buddy var nú búinn að fóta sig í stigann og var á niðurleið. Höfuð hans stóð þó enn upp fyrir pallbrúnina. „Þú kemur honum ekki fyrir í annarri kistunni,“ sagði konan ergileg. „Jafn feit- ur og hann er.“ „Við skulum nú sjá til þegar eg er búinn að handleika hann dálítið,“ svaraði maður- inn. Síðan bætti hann við: „Faðu inn í baðið og sæktu rakhnífinn minn.“ Hakan á Buddy hné máttlaus niður á pallbrúnina. Hann var að því kominn að selja upp. „Þú þarft ekki að vera viðstödd,“ sagði maðurinn. „Farðu fram í ganginn og bíddu, ef þér líkar það betur. En flýttu þér að gera mér aðvart ef einhver skyldi koma.“ Buddy reyndi að hreyfa sig. Það vætlaði út um annað munnvik hans. „Komdu með dagblöðin áður en þú ferð,“ heyrði hann manninn segja. „Og taktu inn ullarteppið, sem liggur fyrir utan gluggann. Það kemur í góðar þarfir. Eg þarf að fóðra innan með því kistuna.“ Buddy fikaði sig niður stigann eins og slanga í varnarstöðu. Hann fann að fæt- urnir námu við pallinn utan við gluggann á hans íbúð. Hann var sloppinn. En þá fyrst tók hann eftir einhverju mjúku, sem flæktist utan urn annan fótinn á honum. Hann leit niður. Það var ullarteppið. I á- kafanum að forða sér hafði hann ekki tekið eftir því fyrr en þetta. Hann hristi það af sér, hafði ekki tíma til annars, og flýtti sér að klofa yfir sól- bekkinn og inn úr glugganum. Teppið varð að liggja þar sem það var komið. Andar- taki síðar sá hann ljósbjarma falla á stig- ann og heyrði að gluggi var opnaður ofar í húsinu. Konan hlaut að vera að seilast eftir teppinu. Svo heyrði hann, að hún hvíslaði ótta- blandinni rödd: „Það hefur fokið niður! Eg sé það hérna niðri. Það var hér fyrir stundu síðan, en nú er það komið niður.“ Maðurinn hlaut að hafa skipað henni að sækja teppið. Ljósbjarminn hvarf úr stig- anum. Efalaust var hún hrædd um að ein- hver kynni að sjá sig þegar hún færi út uffl gluggann, ef hún slökkti ekki ljósið. Buddy heyrði braka í glugganum þegar hún opn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.