Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 16
8 ANDRA SAGA N.Kv. gólf, lá ausa, kölluð hundaausa, því að hundunum var skammtaður grautur í henni. Henni var dýft ofan í grautarpottinn og síð- an sett á gólfið og þar löptu hundarnir úr henni. Þeir sleiktu hana vel að innan. En að utan var á henni skán af graut, blönduð ó- hreinindum úr gólfinu, því að ekki hirtu vinnukonurnar um að þvo ausuna nema stundum, en húsfreyja mun þó hafa lagt fyr- ir þær að þvo hana daglega. Ausu þessa iók nú drengurinn, fór með hana fram í stofu og fékk Ameríkufaranum hana. Dró nú Ameríkufarinn tappann úr flöskunni og hellti ausuna fulla af brennivíni. En er hann leit á flöskuna, sá hann, að minnkað hafði mikið í henni, og þótt hann væri örlátur maður, fannst honum, að hann sýndi hundinum ofrausn með því að gefa honum svona mikið brennivín. Oviljandi hafði liann hellt ausuna fulla. Tók hann nú það ráð, að hann setti ausuna á munn sér, þótt ekki væri hún hrein á ytra borði, og saup úr henni nær helming þess, sem hann hafði hellt í hana. Fékk hann drengnum síðan ausuna og sagði að Andri mætti fá það, sem eftir væri í henni, það væri nóg handa hon- um. Lét drengurinn ausuna á gólfið og benti Andra á hana, svo að hann skyldi lepja úr henni. Ekki vildi Andri líta við ausunni, sem hann mundi þó hafa gert, ef í henni hefði verið matur eða drykkur, er honum liefði geðjazt að. Þegar drengurinn sá, að Andri ætlaði að forsmá það, sem í ausunni var, tók hann Andra á milli fóta sér, dró hann að ausunni og dýfði trýni hans niður í drykkinn, sem í henni var. En Andri beit kjaftinum vel saman og forðaðist að láta nokkurn dropa fara inn fyrir skolta sína. Eftir nokkrar stimpingar við Andra varð drengurinn að gefast upp. Þetta var í fyrsta skipti, sem Andri hafði þverskallazt við skipun hans. En Ameríkufarinn íók ausuna af gólfinu, sýnilega ánægður yfir því, að hundurinn hefði ekki þegið það, sem í henni var. Setti hann hana aftur á munn sér og saup úr henni það, sem eftir var í henni af víninu. Nú liðu nokkur ár. Drengurinn var kom- inn yfir fermingu. Þá bar svo við, að Andri veiktist. Lá hann löngum í skoti á bak við arinhellu í eldhúsinu. Þegar drengurinn hafði tíma frá störfum, vitjaði hann um Andra. Reisti Andri þá höfuð sitt, leit með ástúðlegu augnaráði til drengsins og sleikti hendur hans, er drengurinn klappaði hon- um. En eitt sinn, er drengurinn kom að vitja Andra, hreifði hann sig ekki. Drengur- inn sá, að Andri var dáinn. Hann gekk fram í skemmu og náði þar í strigapoka. í pok- ann lét hann hræ Andra. Síðan tók hann sér reku í hönd og fór með hundshræið út fyrir tún. Þar dysjaði hann Andra. Að þessu verki loknu gekk drengurinn heim, lagðist upp í rúm sitt inni í baðstofu, breiddi sæng yfir höfuð sér og lá undir sænginni alllanga stund. Hann var senn fullorðinn, og hann vissi, að það var ekki karlmannlegt að gráta. Tárin, sem streymdu af hvörmum hans undir sænginni, mátti enginn sjá. Hér lýkur Andra sögu. Á drenginn, húsbónda Andra, hafði stað- festa Andra meiri áhrif en nokkur bindind- isræða. Hann varð bindindismaður alla ævi og reyndi aldrei framar að fá nokkurn til þess að neyta áfengis, svo að hann gæti skemmt sér við kjánalæti hans. Og á langri ævi minnist hann oft Andra sem eins af sín- um beztu vinum. Fyrir Andra sögu hefi eg góðar heimild- ir. Hún hefur ekki farið manna á milli. ■— Eg er drengurinn, húsbóndi Andra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.