Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 35
N.Kv.
PITCAIRN-EYJAN
27
Hópur hvítra manna kom upp úr háseta-
klefanum. Tahitibúarnir komu einnig til
hjálpar, og jafnvel fimm konur stóðu upp
til þess að veita aðstoð sína.
-— Tilbúnir við fokkuna og stórseglið,
hrópaði Srnith. Fellið undirseglið.
Það tókst auðveldlega að ná niður segl-
inu, og blökkumennirnir og konurnar hlógu
og skríktu við vinnuna. Smith sneri sér að
manni, sem stóð við hlið hans:
— Mc Coy! Hjálpaðu Martin að haga
seglinu þannig, að það geti tekið á móti sem
mestu vatni.
Christian gekk fram og aftur í lyfting-
unni og horfði stöðugt á himininn, sem var
að sjá kolsvartur í norðrinu.
-— Vertu tilbúinn við dragreipið, Smith,
skipaði hann. Edward Young fyrsti stýri-
maður stóð á þilfarinu. Hann var ungur
maður, rauðbirkinn í andliti, og bauð af
sér góðan þokka. Það eina, sem óprýddi
hann var, að hann vantaði nokkrar tennur
í efri góminn. Hann hafði farið af vakt fyr-
ir tveimur stundum og var ennþá með stír-
urnar í augunum.
— Þetta lítur illa út, sagði hann.
— Já, þetta er aðeins skúr, og ég læt
miðseglið vera uppi. Það mundi verða mér
sérstakt ánægjuefni, ef við gætum náð dá-
litlu af regnvatni niður í vatnskassana. Eg
get ekki trúað því, að Carteret hafi skjátl-
azt í breiddarákvörðun sinni, en sjóúr hans
var ekki áreiðanlegt, svo að vel getur verið
að við séum nú 100 mílum austar en lengd-
arákvörðun hans segir til.
Young brosti dauflega. •—- Eg er farinn
að efast um að Pitcairn-eyjan hans sé til.
Hvenær'fannst hún?
— 1767, þegar hann stjórnaði „Svöl-
unni“ og var undir yfirstjórn Byrons. Hann
sá eyna í um það bil 13 mílna fjarlægð og
lýsir henni sem hárri klettaeyju, ekki meira
en 5 mílur ummáls. Eyjan er skógivaxin,
segir hann í endurminningum sínum um
ferðina, og lækir sáust fossa niður klettana.
— Fór hann í land?
— Nei, það var afar mikill brimgarður
við ströndina. Þeir mældu dýpið við vestur-
ströndina, og um það bil mílu frá henni
voru þeir á tuttugu faðma dýpi. Eyjan hlýt-
ur að vera á þessum slóðum. En mun leita
að henni þangað til eg finn hana. — Hann
þagði andartak og bætti síðan við: — Er
fólkið farið að kvarta?
— Sumt af því er orðið ákaflega óþolin-
rnótt.
Christian varð þungur á brúnina. — Lát-
um það bara kvarta, sagði hann, það skal
samt verða að hlýðnast fyrirskipunum mín-
um.
Hryðjan var nú komin rétt að skipinu og
byrgði útsýnið frá vestri til norðurs.Fyrsta
vindhviðan brast á, og á sama augnabliki
sló skipinu undan vindinum. Vindurinn
fyllti seglin og þau þöndust út með miklum
hávaða. Sólin var horfin, stormurinn þaut í
reiðanum og regnið buldi á seglunum.
— Hart á stjórnborða, skipaði Christian
rólega manninum, sem var við stýrið.
Stórar, loðnar hendur Quintal sneru stýr-
ishjólinu í ákafa. í myrkrinu og stormgnýn-
um heyrðust mjóar og veikar raddir kven-
fólksins eins og fuglakliður. Um leið og
skipið tók skriðinn áfram, rétti það sig
nokkuð, og eftir 10 mínútur var stormsveip-
urinn farinn fram hjá. Litlu síðar lá skip-
ið aftur hreyfingarlaust og regnvatnið
streymdi niður í stríðum straumum. Það
buldi á skipinu og sjónum kringum það,
svo að ekki heyrðist mannsins mál. Gnægð-
ir vatns bárust skipverjum á þennan hátt,
og hver tunnan af annarri var fyllt. Bæði
karlmenn og konur afklæddu sig og fengu
sér hressandi bað.