Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 24
16 SJ ÓNARV OTTUR N.Kv. hann var bæði argur og undrandi. Argur við Buddy. „María, komdu hingað snöggvast!“ kall- aði hann. Móðir hans kom í dyragættina. „Nú er hann byrjaður aftur,“ sagði fað- irinn. „Var ég ekki búinn að segja þér, að banna honum framvegis að fara á ]jíó?“ Hún beit sig í vörina og horfði vandræða- lega á þá til skiptis. „Var hann að skrökva?“ „Nei, eg skrök. . . .“, reyndi Buddy að mótmæla. „Eg get varla fengið mig til að hafa eftir þvættinginn í honum,“ mælti faðirinn. — „Það mundi líða yfir þig, ef þú heyrðir hann.“ Hann sló á munninn á Buddy með handarbakinu. „Nú verðurðu í eitt skipli fyrir öll að venja þig af þessum lygum. Það er ekkert, sem mér er jafn illa við og gamanlygara eins og þig.“ „Idvað sagði hann?“ spurði móðirin ótta- slegin. „Þú hefir ekkert að gera með að heyra það,“ mælti faðirinn, og þó hóf hann frá- sögnina samt sem áður. „Hann segir, að þau uppi á hæðinni hafi drepið mann og síðan brytjað hann niður í tvær ferðakistur.“ Móðirin bar svuntuna fyrir munn sér og kúgaðist. „Kellermann?“ spurði hún vantrúarleg- um rómi. „0, Buddy minn, að þú skulir geta farið með aðra eins vitleysu. Guð hjálpi mér! Eg mundi aldrei geta trúað slíku um frú Kellermann. Hún er svo geðug í alla staði. Það eru aðeins nokkrir dagar síðan hún kom til mín og bað mig um syk- ur að láni. Hún er alltaf svo glaðleg og vingjarnleg, þegar eg mæti henni í stigan- um. Nei, góði minn, um þau trúi eg ekki neinu misjöfnu.“ „Eg verð að segja, að honum fer fram!“ mælti faðirinn skuggalegur á svipinn. „Það hlýtur að vera méir en lítið athugavert við ungling, sem hagar sér þannig. Ekki veit eg hvert hann sækir þetta. Aldrei hef eg haft tilhneigingu til slíks. Og ekki heldur Ed bróðir minn. Friður sé með honum. Og ekki hefur þú verið þannig, Mary, eða nokkur í þinni ætt. En þú mátt treysta því, að eg skal ekki verða lengi að venja hann af þessum ósið, jafnvel þótt það verði það síðasta, sem eg aðhefst í þessu lífi.“ Hann byrjaði að bretta upp skyrtuerm- arnar og skaut stólnum aftur fyrir sig. „Komdu með mér innfyrir.“ En í dyrunum virtist hann ætla að gefa Buddy tækifæri til að iðrast. „Viltu viðurkenna, að þú hafir skrökvað þessu?“ „En eg sá það,“ kjökraði Buddy hjálpar- vana. „Eg lá fyrir utan gluggann þeirra og horfði á þau.“ Faðirinn beit saman tönnunum. „Gott, þetta er nóg. Komdu!“ Hann tók í öxlina á Buddy, hratt honum inn fyrir á undan sér og lokaði dyrunum. Það var ekki mjög sárt. Að vísu var það sárt, en aðeins andartak. Sviðinn var ekki langær. Faðir hans var ekki neinn böðull. Hann var aðeins maður með næma réttlæt- istilfinningu, — fann auðveldlega mun á réttu og röngu. Hann lagði ekki neina orku í löðrunginn, aðeins hæfilega mikla til þess að Buddy færi að vola. Hann ætlaði sér eklci að misþyrma honum á nokkurn hátt. Hann strauk fram skyrtuermarnar og sagði við Buddy, sem stóð álútur og skæl- andi fyrir framan hann: „Get eg nú vænst þess, að þú hættir þess- um lygasögum þínum?“ Buddy sá sér leik á horði að komast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.