Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 44
36
PITCAIRN-EYJAN
rennandi. Þegar liann hafði komizt ofurlít-
ið niður í málinu, komst hann að raun um,
að Maimiti var alls ekki hverflynd og
grunnfært náttúrubarn, eins og hann hafði
álitið að hún væri, og þegar sú stund rann
upp, að hún varð að velja milli hans og
fjölskyldu sinnar og vina, — alls þess, sem
fram að þessu hafði gefið lífinu gildi —
skildi hann hve tilfinningar hennar voru
einlægar. Það hafði ekki verið neitt hik frá
hennar hálfu, þegar ákvörðunin var tekin.
Augnabliki síðar sneri hún sér að hon-
um. — Við skulum halda áfram, — sagði
hún. Hún tók í hönd Christians, eins og til
þess að leita verndar, og þau héldu áfram í
hægðum sínum. Oðru hvoru skyggndust
þau inn í skógarþykknið á báðar hendur
og námu staðar og skoðuðu nokkur smá
rjóður, þar sem þéttar laufkrónur trjánna
höfðu skyggt á sólina og kyrkt nýgræðing-
inn.
Allt í einu nam Maimiti staðar og horfði
upp í loftið. -—- Sjáðu, sagði hún. — Itato.
Utan af hafinu komu tvær kríur fljúg-
andi.
— Þessa fugla elska eg mest af öllum,
sagði Maimiti eftir augnabliks þögn. —
Manstu eftir þeim á Tahiti? Alltaf eru þeir
tveir og íveir saman.
Christian kinkaði kolli. — Sjáðu hvað
þær koma nálægt okkur, — sagði hann, —
það er eins og þær þekki þig.
— Auðvitað þekkja þær mig. Hef eg
aldrei sagt þér það, að eg valdi mér itato
fyrir hamingjufugl, þegar eg var lítil
stúlka. Ó, þær eru svo fallegar! Þú skalt
sanna til, eftir viku skal eg geta látið þær
borða fisk úr hendi minni.
Hún svipaðist um með vaxandi ánægju
og áhuga og sagði Christian nöfn á ýmsum
trjám, blómum og plöntum, sem hún þekkti.
Litlu síðar kom í Ijós landsvæði, sem einna
N. Kvl
helzt líktist aldingarði, og nokkur gömul
tré vörpuðu skugga yfir. Á hægri hönd
þeirra óx risastórt banyantré, sem hafði
skotið rótum yfir stórt svæði. Er þau höfðu
gengið fram hjá því og farið yfir lágt hæð-
ardrag, komu þau á litla hæð stuttan spöl
frá þverhnýptu hamrábeltinu. Þetta var dá-
samlegur staður þakinn blónium, og hress-
andi gola bar blómaangan að vitum þeirra.
Að haki, í norðurátt, handan við lítinn dal
var fjall, sem byrgði útsýnið. Christian
sneri sér að förunaut sínum.
Maimiti, þetta er sá staður, sem eg vil að
við veljum fyrir heimili okkar.
Hún kinkaði kolli. Eg óskaði með sjálfri
mér, að þú mundir segja þetta. Þetta er ein-
mitt staðurinn.
-— Húsin geta staðið meðfram nyrðra
hæðardraginu, — bætti hann við, — og við
megum vera viss um að finna vatn í ein-
hverri af þessum litlu kvosum.
Maimiti, sem fyrir litlu síðan hafði ver-
ið hrygg í huga, var nú orðin glöð aftur.
Þau settust niður á grasivaxinni hæð og
fóru að tala um framtíðarfyrirætlanir sín-
ar, hvar þau ætluðu að byggja sér hús, um
stígina, sem þau ætluðu að leggja gegnum
skóginn, aldingarðana, sem þau ætluðu að
rækta og margt fleira. Að lokum risu þau
á fætur, og eftir að þau höfðu gengið yfir
stóra sléttu, komu þau að brauðaldintré,
sem gnæfði hátt yfir skóginn umhverfis.
Þetta var fyrsta brauðaldintréð, sem þau
höfðu séð þarna. Annað minna tré óx upp
við rætur þess. Með því að klifra upp á
það, gat Maimiti komizt upp í neðstu grein-
arnar á stóra trénu, sem voru hlaðnar á-
vöxtum. Síðan kastaði hún ávöxtunum nið-
ur til Christians.
— Við höldum hátíð í dag, kallaði hún
niður til hans. — Hefur þú eldfærin þí°
með þér?