Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 54
46
PITCAIRN-EYJAN
N.Kv.
hefur ætlað okkur, sagði hann. Hér verðum
við að hírast það sem eftir er æfinnar.
— Hér er þó nóg landrými, sagði Mc
Coy.
— Landrými, muldraði Martin önugur.
— Þú ert nægjusamur. Eg get ekki kallað
þetta annað en bölvað eyðisker.
— Já, Tahiti er rétti staðurinn, sagði
Smith háðslega. — Þið viljið sjálfsagt, að
við förum þangað aftur og bíðum svo eftir
fyrsta skipi, sem gæti flutt okkur aftur til
Englands. Þig langar svo ákaft í gálgann
Isaac! En eg vil nú helzt losna við það.
Mc Coy kinkaði kolli. -—- Það er reyndar
ekki mikið landrými hér á eynni, en herra
Christian hefur rétt fyrir sér, hér finnumst
við aldrei.
— Og hér eigum við að vera alla okkar
æfi, sagði Mills. — Hafið þið hugsað um
það félagar? Hann neri saman höndunum
í ákafa. — Olánið hefur elt okkur, og síð-
as'a skyssan var að eyðileggja skipið.
Mc Coy stóð á fætur. — Þegiðu John.
Þú og Isaac hefðuð getað orðið eftir á
Tahiti, en fari bölvað að þið vilduð það.
Þið voruð alveg áfjáðir í að komast þaðan
með okkur hinum til einhvers öruggs stað-
ar. Og nú, þegar við höfum fundið þennan
stað, þá viljið þið ekki vera hér. Og hvað
ætluðuð þið að gera við skipið? Draga
það upp í klettana, eða hvað? Hvar áttum
við að fela það?
— Það er eins og Christian segir, skaut
Smith inn í. — Við erum ekki frjálsir menn,
sem gefum farið hvert sem við viljum.
— Og hverjum er það að kenna, svaraði
Mills. — Ef að hann aðeins hefði getað
gætt að sjálfum sér.
— Já, þá værum við um það bil komnir
he’m núna. Það hefði ekki vantað mikið á
það. Við megum vissulega vera herra Flech-
ter Christian þakklátir! Finnst ykkur það
ekki?
— Mér þætti gaman að heyra ykkur
segja honum það, sagði Smith. Næst munuð
þið áreiðanlega segja, að hann hafi dregið
ykkur út í uppreisnina. Það var enginn á-
kafari en þú Isaac að ná yfirhöndinni á
skipinu.
— Það er rétt, sagði Mc Coy. — Við
skulum ekki ásaka Christian einan. Við vor-
um allir með.
— Maðurinn var viti sínu fjær. Getið
þið ekki séð það?
— Viti sínu fjær?
— Þegiðu nú, Alex. Víst var hann það,
og það höfum við allir verið. Hann er und-
arlega gerður, það er eg sannfærður um, og
eftir að við náðum skipinu á okkar vald,
virtist honum heimurinn ekki nógu stór til
að fela okkur og hann. Hann getur talað
fyrir sínu máli, það skal eg viðurkenna,
annars hefði honurn aldrei tekizt að tæla
okkur burt frá Tahiti. Og hvað hefði orðið,
ef þangað hefði komið skip? Hefðum við
ekki getað falið okkur í fjöllunum? Þar er
nóg af felustöðum, svo að sjálfur himnafað-
irinn gæti ekki fundið okkur. Ef við vorum
ekki öruggir, þá gátum við fengið stóran
villimannabát og siglt til Eimeo eða ein-
hverrar annarrar stórrar eyjar, sem er nokk-
ur hundruð mílur frá Tahiti. Við hefðum
getað farið í feluleik við heilan hóp af skip-
um Hans konunglegu hátignar, þar til þau
að lokum hefðu orðið leið á að leita okkar
og snúið heim. Eftir það hefðum við getað
lifað í ró og næði, þar til næsta skip kom,
eftir tíu til finnntán ár. Er þetta ekki skyn-
samlega athugað? Svaraðu mér Will.
— Jú, svaraði Mc Coy. — Það er senni-
legt að við hefðum getað þetta.
— Getað! Fjandinn hafi þig! Eg hef tal-
að um skip, af því að Christian getur ekki