Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 32
24
SJÓNARVOTTUR
N.Kv.
ur!“ Hann reyndi að draga móður sína með
sér inn fyrir hurðina.
Móðir hans stóð kyrr í sömu sporum.
Hún tók í handlegginn á honum og dró hann
til sín.
„Þarna er frúin. Nú skaltu hiðja hana af-
sökunar. Segðu henni, að þú sjáir eftir öllu
saman. Heyrir þú það?“
Konan hélt áfram niður stigann og til
þeirra. Hún brosti vingjarnlega og móðir
hans brosti afsakandi á móti.
„Er nokkuð að?“ spurði hún.
„Nei, það getur ekki heitið,“ svaraði
móðirin með varúð.
„Mér sýndist eg sjá lögregluna fara héð-
an, þegar eg kom niður stigann.“
„Það er bara það, að Buddy hefur sagt
dálítið, sem hann hefði ekki átt að segja.“
Móðirin hristi Buddy án þess að hafa
augun af konunni. Hann skyldi hvað hún
iitti við. Hann streittizt á móti og reyndi að
fela sig bak við hana.
„Hann er þó svo geðugur,“ sagði konan
vingjarnlega. „Hvað hefur hann gert af
r O U
serr
„Nei, það er öðru nær en að liann sé geð-
ugur og þægur,“ sagði móðirin ströng á
svipinn. „Hann finnur upp á öllum skratt-
anum. Hann skrökvar að fólki alls konar
þvætting. Hreinum uppspuna. Það er alveg
spauglaust, þegar nágrannar manns og sam-
býlisfólk á í hlut . . . .“ Iiún lauk ekki við
setninguna.
Konan lét augun hvíla á Buddy andartak.
Það var bæði undrun og kuldi í augnaráði
hennar. Undrunin varð að vissu. En augu
hennar hvikuðu ekki. Henni datt ef til vill
í hug ullarteppi, sem dottið hafði niður í
blækyrru veðri. Henni datt ef til vill í hug
vörubjóður með rakvélar, sem spurði grun-
samlega margra spurninga.
Það var eitthvað í svip hennar, sem vann
sig eins og hnífsblað í gegnum Buddy. Það
var eins og hann visnaði allur innvortis. Það
var eins og sjálfur dauðinn stæði þarna og
mændi á hann. Buddy hafði aldrei fyrr séð
annað eins augnaráð. Það var kyrrt, ískalt
og hættulegt.
Og svo brosti hún allt í einu. Svipurinn
breyttist ekki að vísu, en hún brosti með
vörunum.
„Strákar eru alltaf strákar,“ mælti hún
undurblítt. Hún rétti út höndina og reyndi
að strjúka á honum hárlubban, en hann
hopaði skelfdur aftur á bak.
Hún sneri sér við og fór. En hún fór
upp stigann, ekki niður hann. Hún hafði
þó verið á leið niður, en nú sneri hún við.
„Æi, hvað ég er orðin gleymin,“ tautaði
hún eins og við sjálfa sig. „Það var bréfið,
sem eg ætlaði með í póstinn.“
Buddy vissi mætavel hvað hún ætlaðist
fyrir. Hún ætlaði að segja honum frá því
sem gerst hafði. Og það varð að gerast
strax.
Og nú var lokið þeirri yfirskinisvinsemd,
sem móðir hans hafði sýnt, meðan nábýl-
ingur hennar var viðstaddur. Hún dró
Buddy harkalega með sér inn fyrir dyrnar
og lokaði. En hann heyrði ekkert af því,
sem hún sagði við hann. Það var aðeins ein
einasta lrugsun, sem komst að í huga hans.
„Nú hefur þú sagt henni það!“ kjökraði
hann yfirkominn af hræðslu. „Nú vita þau
það! Nú vita þau hver!“
En móðir hans misskildi hann.
„Ó, svo þú ert þá farinn að skammast
þín! Það hlaut að fara svo.“
Hún tók lykilinn undan kodda föður
hans, lauk upp dyrunum, ýtti Buddy inn
fyrir og læsti síðan hurðinni.
„Eg hafði ætlað mér, að sleppa þér út
seinnipartinn í dag, en nú skaltu fá að hír-
ast inni það sem eftir er dagsins.“