Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 39

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 39
N.Kv. PITCAIRN-EYJAN 31 ef eyjan, sem við erum komnir í nánd við reynist byggileg, munum við einnig þurfa að umgangast hvorir aðra, þegar á land er komið. Af ýmsum ástæðum hef eg ekki hingað til getað sagt ykkur allan sannleik- ann, því að eins og þið skiljið er betra að tala ekki mikið um borð í skipi. Þeir kinkuðu kolli og biðu þess að hann béldi áfram. — Bligh, sem sagði fólkinu á Tahiti að hann væri sonur Cook skipstjóra, sagði ekki satt. Hann var enginn höfðingi í heimalandi sínu, og hann var heldur ekki búinn þeim kostum, sem höfðingi á að hafa. Hann var kominn til valda, og notfærði sér það íil þess að beita harðstjórn, ruddaskap og grimmd. Þið hljótið að hafa heyrt um það á Tahiti, hvernig hann refsaði skipverjum, með því að hýða þá, þar til blóðið rann niður hakið á þeim. Framkoma hans við alla var óþolandi. Þar sem hann var skip- stjóri, hafði hann aðeins konunginn að yfir- manni. Hann svelti skipshöfnina, þótl nóg- ur matur væri til og móðgaði liðsforingjana í viðurvist skipshafnarinnar. Minarii brosti ísmeygilega. — Eg skil, sagði hann. Þið drápuð hann og tókuð skipið. — Nei. Eg ákvað að taka skipið, setja sk'p'tjórann í hlekki og láta konunginn dæma mál okkar. En mennirnir höfðu orð- ið að þola of mikið undir stjórn Bligh. I sextán mánuði hafði hann farið verr með þá heldur en nokkur ykkar hefði farið með hun ’inn sinn, svo að þá þyrsti í hefnd. Til þess að bjarga lífi Bligh, lét ég hann í sk;psbátinn ásamt þeim mönnum, sem ósk- uðu að fara með honum. Við birgðum þá upp með mat og vatni, og ég vona, vegna þeirar sem með honum voru, að þeir hafi komist til Englands. En hvað sjálfum okkur viðvíkur, þá höfum við með þessu atferli okkar gerst glæpamenn og allt hugsanlegt verður gert til þess að ná í okkur. Enginn vafi er á því, að skip verður sent til þess að leita að okkur. Þið og félagar ykkar vitið að við leitum að afskektri eyju, þar sem við getum sezt að. Nú vitið þið ástæð- una fyrir því. Við höfum fundið eyna. Minarii mundir þú vera ánægður með að setjast þar að? — Ef eyjan er byggileg förum við ekki lengra. Minarii kinkaði kolli. — Eg er ánægður, sagði hann. — Og þú Tetahiti? — Eg get aldrei farið heim, -—- svaraði hann, þangað sem þú ferð, kem ég líka. Klukkan var fjögur þegar Christian kom aftur upp á þilfar, og skipið var komið í námunda við eyna. í um það bil mílu fjarlægð sást suður-, austur- og norður- strönd eyjarinnar, sem reyndist vera há klettaey með fjallahnjúka á báðum endum. Syðri hnjúkurinn var á að gizka 1000 feta hár og hlíðar hans voru aflíðandi niður íil sjávar. Nyðri hnjúkurinn stóð á litlum skaga, sem myndaði djúpan vog. Tvær ár, sem nær því voru huldar af jurtagróðri, féllu til sjávar og á miðri eynni sást hvxt rák, þar sem foss steyptist niður hamra- beltið. Ströndin var alþakin ókleyfum björgum, og í norðri og suðri risu þau hátt upp yfir löðrið úr freyðandi öldunum. Hópur sjófugla virti forvitnislega fyrir sér þessa óhoðnu gesti, sem ætluðu að raska ró þeirar á eynni. Alls staðar nema á hæð- unum, þar sem fuglarnir unguðu út, var eyjan þakin gróðri. Eldbrunninn jarðvegurinn var mjög gróð- ursæll, og ekki vantaði vatnið í lxinum rniklu og tíðu regnskúrum. Engir smámun- ir á þessum stað fóru framhjá athygli blökkumannanna, og undrunar- og ánægju-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.