Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Blaðsíða 20
12
S J ÓNARV OTTUR
N.Kv.
ekki eins og ég sagði þér? Þú hefir svikist
um að setja nóg í glasið hans.“
„Eg sveikst ekkert um það. En það hreif
ekki á hann. Hann lilýtur að hafa tekið eftir
því.“
„Komdu,“ sagði hann.
Þau gengu íil dyranna.
„Hann gerir lögreglunni aðvart um leið
og hann rís úr rotinu.“
Allt í einu krækti maðurinn á gólfinu um
fætur hins, skellti honum kylliflötum og
tókst að komast ofan á hann. Og nú hófst
viðureign upp á líf og dauða.
Það duldist ekki, að þeirn, sem fyrir rán-
inu hafði orðið, veittist betur fyrst í stað.
Honum tókst að halda hinum undir sér og
lét kné fylgja kviði, greiddi honum hvert
liöggið af öðru á höfuðið. Það gat ekki oltið
á nema fáeinum sekúntum, að hann rotaði
hann, hugsaði Buddy. Árásarmaðurinn lá
á gólfinu með útrétta arma og gat ekki
lengur kreppt hnefana eða veitt viðnám.
En konan æddi á meðan um herbergið
og leitaði að einhverju, sem hún gæti notað
félaga sínum til bjargar. Allt í einu reif
hún upp skápskúffu og tók upp úr henni
einhvern hlut, sem gljáði á við ljósið. Fyrst
í stað gat Buddy ekki séð hvaða hlutur þetta
var, því að konan flýtti sér svo mikið. Hún
stakk hlutnum í útrétta hendi þess, sem
undir var.
En andartaki síðar var honum veifað
yfir höfðum beggja, og þá var enginn vandi
að sjá hvaða hlutur þetta var. Það var stutt-
ur, blikandi hnífur. Augun ætluðu hókstaf-
lega út úr augnatóftunum á Buddy, svo
skelfingu lostinn varð hann.
Maðurinn reiddi hnífinn til lags og
keyrði hann á kaf í hak mótstöðumannsins
upp að skafti. Buddy gat ekki lengur séð
neitt af blaðinu.
Fangabrögðunum lauk á sömu stundu, en
hnífurinn hélt áfram dauðadans sínum um
líkama mannsins. Nú lágu báðir mennirnir
kyrrir. Annar þeirra virtist eiga bágt með
að ná andanum, svo móður var hann, en
hinn var hættur að anda. Hann hreyfðist
ekki lengur. Það var líkast því, að liann
minnkaði stöðugt.
Að síðustu hylti vegandinn honum ofan
af sér og stóð á fætur. Hann strauk sér um
vangann. Svo stóðu þau hæði grafkyrr, kon-
an og maðurinn, og störðu á þann, sem á
gólfinu lá.
„Er hann dauður?“ heyrði Buddy, að
konan spurði.
„Það get ég séð fljótlega, bíddu.“
Maðurinn kraup á kné og þreifaði um
hjartastað mótstöðumannsins. Hann hrifs-
aði til sín hnífinn og reis aftur á fætur.
Hann*leit á konuna og hristi höfuðið.
„Guð hjálpi okkur!“ stundi konan skelfd.
„Yið höfum drepið hann! Hvað eigurn við
að gera, Jói?“
Hún talaði ekki hátt, en í þeirri dauða-
kyrrð, sem ríkti í herberginu, gat Buddy
greint hvert orð.
Maðurinn þreif harkalega í handlegg
hennar.
„0, stilltu þig bara! Það er daglegt
brauð, að maður sé drepinn, án þess að
upp komist. Gættu þín bara og tungu þinn-
ar. Ekki mun þetta ríða okkur að fullu.“
Hann hélt henni í járngreip sinni, þang-
að til hann taldi, að hún væri orðin sænii-
lega róleg. Þá sleppti hann.
Hann leit í kringum sig í herberginu.
„Finndu handa mér einhver blaðaslitur.
Ekki dugir að skilja við gólfið svona útlít-
andi.
Hann kraup á kné og tróð blöðunum
undir líkið allt í kring.
Síðan mælti hann:
„Opnuðu dyrnar. Gættu að hvort nokkur