Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Page 41

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Page 41
N. Kv. fáðma dýpi, hálfa mílu frá ströndinni. Christian og Young stóðu saman aftur á þilfarinu, meðan séglin voru tekin niður. I gegnum sjónaukann athugaði Christian ströndina og snéri sér síðan að félaga sín- um. — Eg mun verða í landi í allan dag, sagði hann, en ef veðrið kynni að breyt- ast, þá hafðu allt tilbúið til þess að sigla frá landi þegar í stað. — Já, herra. -— Það er lán fyrir okkur, að vindurinn sku.fi vera af suðvestri. Eg vona að það haldist. • ■—:' Það er enginn vafi á því, svaraði Joung. — Það er auðséð á loftinu. — Gerðu svo vel að láta setja bát á flot. Þessi skipun var þegar framkvæmd, og nokkrum mínútum síðar lagði Christian af stað til strandarinnar og með honum Min- arii, Alexander Smitli, garðyrkjumaðurinn Brown og tvær konur, Maimiti og Moetua. Minarii stýrði. Víkin var full af hnull- ungsgfjóti, sem bárurnar brotnuðu stöðugt á. Á báðar hendur gnæfðu þverhnípt hamra- björg, en fyrir botni víkurinnar var stór- grýtisurð, og var það eini staðurinn, þar sem liægt vár-að lenda. Minarii stýrði af mikilli leikni og stefndi bátnum þangað, samtímis því, sem hann hafði gætur á öld- unum, sem eltu hann. Þeir biðu dálítið fyrir utan brimgarðinn. Síðan sættu þeir lagi, þegar stór alda reið undir bátinn, og i'eru í land. Um leið og báturinn kenndi grunns, stukku þeir út og drógu hann upp úr sjó. Framundan þeim gnæfði brött skógivax- in skriða, leifar af hamrabelti, sem einu sinni hafði verið þarna. Kasuari-tré, furðu- lega há, uxu hér og þar, og rætur þeirra vöknuðu sífelt af brimlöðrinu. Kokospálm- ai' og vafningsviðir teygðu toppana upp úr 33 villigróðrinum. Margar tegundir af burkn- um uxu í skugganum. Stundarkorn svipað- ist þessi fámenni hópur um, án þess að mæla orð. Allt í einu rak Maimiti upp fagnaðaróp og flýtti sér að runna, sem óx út úr sprungu milli klettanna. Hún kom aftur með grein í hendinni með gljáandi blöðum og litlum hvítum vaxkendum blóm- um. Hún hélt þeim upp að vitum sínum og dró að sér ylminn. — Þetta er tefano, sagði hún og sneri sér að Christian. Moetua varð einnig frá sér numin, og nú söfnuðu þær báðar sam- an blómum og bundu kranza í hár sitt. — Við munum verða hamingjusöm hér, sagði Moetua. — Sjáið þið. Það er krökt hér af pandarnestrjám, eik og furu. Þetta er alveg eins og á Tahiti. — En þegar þú horfir út á hafið, er hér ekki eins og á Tahiti, bætti Maimiti við hugsandi. Hér eru engin rif. Við munum sakna kyrru lónanna okkar. Og hvar eru árnar? Það geta ekki verið neinar ár í svona litlu landi, þar sem klettarnir eru snarbratt- ir niður í sjó. — Nei, sagði Christian, hér finnum við ekki ár eins og á Tahiti. En það eru áreið- anlega lækir í sumum gjánum. Hvað held- ur þú Minarii? Tahitibúinn kinkaði kolli. — Vatn mun okkur ekki skorta, sagði hann. Þetta er gott land. Þéttur trjágróðurinn, sem vex, jafn- vel hér á milli klettanna, sannar það. Brauðræturnar og kartöflurnar okkar munu þroskast vel í þessari jörð. Ef til vill finnum við þær líka villtar hérna. I gján- um er líklega allt grasivafið. Christian hallaði höfðinu aftur á bak og starði upp í þéttan gróðurinn í klettunum, sem gnæfði fyrir ofan þau. Hér verður nóg verkefni við að ryðja jörðina til ræktunar, sagði hann. — Eg skal vinna minn hluta PITCAIRN-EYJAN

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.