Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Síða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1956, Síða 13
N. Kv. DANSAR 45 Svei því ég syrgi hana; sjáðu hvernig fer: einhverja dyrgjuna ætlar guð mér. Angurljóð: Þegar á unga aldri. Lifi ég enn og leik mér aldri. Það er stríð í þagnar rann, þulinn sjóðr af vilja, að missa þann, sem mikið er við að skilja. Blítt lætr veröldin fölnar fögur fold. Langt er síðan yndið mitt var lagt í mold. Úr sögum: Farvel, fley við Sikiley. Fögrum tjöldum slógu þeir undir Sámsey. Mikinn mat til reiddi maður einn, sem bjó, kerlingin eyddi, en karlinn dró. Barnafjöldinn bóndann temur í búinu margt að vinna. Neyðin kennir naktri konu að spinna. Úti: Fagurt syngur svanurinn um sumarlanga tíð; þá mun lyst að leika sér, mín liljan fríð! Fagurt syngur svanurinn. Fellur dögg á fagra eik í lundi. Heilræði: Gakktu hægt um gleðinnar dyr og gá að þér; enginn veit sína ævina fyr en öll er. Heims hrörna gæði, hnignar allt og þver; leikur líf á þræði, en lukkan völt er. Sérhvað hefir sína tíð svo er að hlæja og gráta. Hóf er bezt, hafðu á öllu máta. Vertu í tungunni trúr, tryggur og hreinn í lund; hugsaðu um það, hýr sveinn, á hverri stund. Viðlög andlegs efnis: Dimmt er í heiminum, drottinn minn, deginum tekur að halla. Dagur fagur prýðir veröld alla! Eitt blóm er mjög mætt, sem mér geðjast að: Orð drottins ágætt, því allt græðir það. Fölnar fold, fyrnist allt og mæðist; hold er mold, hverju sem það klæðist. Þótt hér á landi væru ort geysimörg dansakvæði og enn fleiri væru þýdd, er ekki til nema eitt um íslenzka söguhetju, Gunnarskvæði, um Gunnar á Hlíðarenda og síðustu viðskipti hans við Hallgerði langbrók. Sennilega hefir einnig verið til

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.